Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grótta 14-29 | Fyrsti titill Gróttu Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöllinni skrifar 28. febrúar 2015 00:01 Bikarinn fer hér á loft hjá Gróttustúlkum. Vísir/þórdís Grótta tryggði sér sinn fyrsta bikartitil í dag er kvennalið féalgsins slátraði reynslumiklu liði Vals. Valsliðið sá aldrei til sólar í leiknum og yfirburðir Gróttu með hreinum ólíkindum. Þetta er stærsta tap í sögu kvennabikarsins. Gróttustúlkur mættu gríðarlega ákveðnar til leiks. Ekki að merkja neitt stress í þeirra leik þó svo liðið hafi aldrei náð að vinna bikarinn áður. Það er skemmst frá því að segja að Gróttu-vörnin smellti í lás strax frá fyrstu mínútu og Íris Björk var í banastuði þar fyrir aftan. Valsstúlkur fundu engar glufur á vörn Gróttu og tóku hvert neyðarskotið á fætur öðru. Sóknarleikur Gróttu gekk svona þokkalega en ef hann hefði gengið mikið betur hefði Valur verið tíu plús mörkum undir í hálfleik. Munurinn var þó átta mörk, 15-7. Það hjálpaði ekki til að lykilmaður Vals, Kristín Guðmundsdóttir, fann sig engan veginn og nýtti ekki einu sinni opnu skotin þá sjaldan þau gáfust. Enginn sóknarleikmaður Vals fann sig yfir höfuð. Vörn Gróttu átti svör við öllu. Sama sagan var upp á teningnum í síðari hálfleik. Grótta slakaði ekkert á klónni og munurinn jókst með hverri mínútu. Vörnin frábær sem aldrei fyrr og Lovísa leiddi sóknarleikinn með mikilli ákveðni. Mögnuð stelpa. Valur tók sitt síðasta leikhlé um miðjan hálfleikinn en þá var liðið ekki búið að skora í átta sóknum í röð og var ellefu mörkum undir, 21-10. Það þurfti kraftaverk til en það kom ekki. Sama hvað Valskonur reyndu þá áttu þeir einfaldlega ekkert í frábært Gróttulið í dag. Það er erfitt að taka einhverja sérstaka úr liði Gróttu en þó verður að nefna þátt þeirra Önnu Úrsulu og Evu Margrétar sem voru stórkostlegar í vörninni. Vörðu skot og bundu þessa mögnuðu vörn saman. Íris síðan í banastuði þar fyrir aftan. Þegar vörnin og markvarslan smellur svona hjá Gróttu þá stenst ekkert lið á Íslandi Gróttu snúning. Laufey Ásta nýtti skotin sín vel og Lovísa sýndi mögnuð tilþrif líka í sókninni. Hjá Val varði Berglind Íris ágætlega á köflum en henni var oft vorkunn enda vörn Vals ekki upp á marga silunga í dag. Leikur liðsins komst aldrei í gang. Engin átti í raun góðan leik. Þær mættu ofjörlum sínum í dag.vísir/þórdísÍris: Var taugahrúga fyrir leik „Þetta er alveg yndislegt og einstök tilfinning," sagði brosmildur markvörður Gróttu, Íris Björk Símonardóttir, eftir sigurinn ótrúlega á Val í dag. Íris átti frábæran leik í marki Gróttu og var með 52 prósent markvörslu. „Ég var alger taugahrúga fyrir leik eins og ég er venjulega. Ég bjóst við hörkuleik sem hann og var til að byrja með. Við vorum stressaðar því við vitum vel hvað þetta Valslið getur. Við náðum að yfirstíga það og spila frábæran leik," sagði Íris Björk en hún hrósaði stelpunum í vörninni hástert. „Það er alveg einstakt að spila fyrir aftan þessa vörn sem gerir alla mína vinnu mjög þægilega. Við erum með turnana tvo í Önnu og Evu sem eru frábærar. „Ég bjóst aldrei við því að þessi leikur yrði svona. Ég átti von á hörkuleik fram á síðustu mínútu og jafnvel framlengingu. Það var skemmtilegra að klára þetta bara svona. Þetta er vonandi aðeins fyrsti titillinn af mörgum hjá okkur."vísir/þórdísKristín: Minn lélegasti leikur á ferlinum „Við sáum ekki til sólar fyrir utan fyrsta korterið. Við fengum alveg færin í upphafi en vorum að nýta þau mjög illa," sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, en hún fann sig ekki í dag frekar en aðrar stelpur í liði Vals. „Það fór allt í lás hjá okkur er við náum ekki að nýta skotin okkar. Þær eru með frábært varnarlið og við vorum alltaf að asnast til þess að fara inn á miðjuna." Þetta var stærsta bikartap í sögunni og það er skellur fyrir þetta reynda Valslið. „Stundum er samt erfiðara að tapa með einu marki. Ég er rosalega svekkt út í sjálfa mig enda var ég líklega að spila minn lélegasta leik á lífsleiðinni. Það er ekki boðlegt fyrir leikmann eins og mig. „Þetta er örugglega mín síðasta ferð í Höllina. Það er kannski sannað ég sé orðin gömul og lúin," sagði Kristín svekkt en það er engan veginn hægt að taka undir þessi svekkelsisorð hennar. Hún er enn frábær leikmaður.vísir/þórdísKári: Vonandi ekki síðasti titillinn „Þetta er ólýsanleg tilfinning og ómetanlegt að vera hluti af því að taka þennan stóra titil," sagði stoltur þjálfari Gróttu, Kári Garðarsson. „Það var stórkostlegt að sjá mætinguna og stuðninginn sem við fengum hér í dag. Ég þakka öllum fyrir það. Það gekk allt upp hjá okkur í dag. Það er ekki hægt að neita því." Varnarleikurinn og markvarsla Írisar lagði þó grunninn að þessum ótrúlega sigri. „Þær voru helvíti þéttar, afsakið orðbragðið, inn á miðjunni hjá okkur þær Eva og Anna. Svo erum við með góða leikmenn líka í bakvarðarstöðunum líka. Svo er Íris í markinu og hún ver oftast það sem kemur á markið. Þetta var stórkostlegt," sagði Kári en það var ekki að sjá stress á hans liði sem er ekki eins reynt og Valsliðið. „Við eigum nokkra leikmenn sem hafa verið hér áður. Það telur. Þetta er vonandi ekki síðasti titillinn okkar í vetur. Við erum á ágætri siglingu og að spila vel." Olís-deild kvenna Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Grótta tryggði sér sinn fyrsta bikartitil í dag er kvennalið féalgsins slátraði reynslumiklu liði Vals. Valsliðið sá aldrei til sólar í leiknum og yfirburðir Gróttu með hreinum ólíkindum. Þetta er stærsta tap í sögu kvennabikarsins. Gróttustúlkur mættu gríðarlega ákveðnar til leiks. Ekki að merkja neitt stress í þeirra leik þó svo liðið hafi aldrei náð að vinna bikarinn áður. Það er skemmst frá því að segja að Gróttu-vörnin smellti í lás strax frá fyrstu mínútu og Íris Björk var í banastuði þar fyrir aftan. Valsstúlkur fundu engar glufur á vörn Gróttu og tóku hvert neyðarskotið á fætur öðru. Sóknarleikur Gróttu gekk svona þokkalega en ef hann hefði gengið mikið betur hefði Valur verið tíu plús mörkum undir í hálfleik. Munurinn var þó átta mörk, 15-7. Það hjálpaði ekki til að lykilmaður Vals, Kristín Guðmundsdóttir, fann sig engan veginn og nýtti ekki einu sinni opnu skotin þá sjaldan þau gáfust. Enginn sóknarleikmaður Vals fann sig yfir höfuð. Vörn Gróttu átti svör við öllu. Sama sagan var upp á teningnum í síðari hálfleik. Grótta slakaði ekkert á klónni og munurinn jókst með hverri mínútu. Vörnin frábær sem aldrei fyrr og Lovísa leiddi sóknarleikinn með mikilli ákveðni. Mögnuð stelpa. Valur tók sitt síðasta leikhlé um miðjan hálfleikinn en þá var liðið ekki búið að skora í átta sóknum í röð og var ellefu mörkum undir, 21-10. Það þurfti kraftaverk til en það kom ekki. Sama hvað Valskonur reyndu þá áttu þeir einfaldlega ekkert í frábært Gróttulið í dag. Það er erfitt að taka einhverja sérstaka úr liði Gróttu en þó verður að nefna þátt þeirra Önnu Úrsulu og Evu Margrétar sem voru stórkostlegar í vörninni. Vörðu skot og bundu þessa mögnuðu vörn saman. Íris síðan í banastuði þar fyrir aftan. Þegar vörnin og markvarslan smellur svona hjá Gróttu þá stenst ekkert lið á Íslandi Gróttu snúning. Laufey Ásta nýtti skotin sín vel og Lovísa sýndi mögnuð tilþrif líka í sókninni. Hjá Val varði Berglind Íris ágætlega á köflum en henni var oft vorkunn enda vörn Vals ekki upp á marga silunga í dag. Leikur liðsins komst aldrei í gang. Engin átti í raun góðan leik. Þær mættu ofjörlum sínum í dag.vísir/þórdísÍris: Var taugahrúga fyrir leik „Þetta er alveg yndislegt og einstök tilfinning," sagði brosmildur markvörður Gróttu, Íris Björk Símonardóttir, eftir sigurinn ótrúlega á Val í dag. Íris átti frábæran leik í marki Gróttu og var með 52 prósent markvörslu. „Ég var alger taugahrúga fyrir leik eins og ég er venjulega. Ég bjóst við hörkuleik sem hann og var til að byrja með. Við vorum stressaðar því við vitum vel hvað þetta Valslið getur. Við náðum að yfirstíga það og spila frábæran leik," sagði Íris Björk en hún hrósaði stelpunum í vörninni hástert. „Það er alveg einstakt að spila fyrir aftan þessa vörn sem gerir alla mína vinnu mjög þægilega. Við erum með turnana tvo í Önnu og Evu sem eru frábærar. „Ég bjóst aldrei við því að þessi leikur yrði svona. Ég átti von á hörkuleik fram á síðustu mínútu og jafnvel framlengingu. Það var skemmtilegra að klára þetta bara svona. Þetta er vonandi aðeins fyrsti titillinn af mörgum hjá okkur."vísir/þórdísKristín: Minn lélegasti leikur á ferlinum „Við sáum ekki til sólar fyrir utan fyrsta korterið. Við fengum alveg færin í upphafi en vorum að nýta þau mjög illa," sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, en hún fann sig ekki í dag frekar en aðrar stelpur í liði Vals. „Það fór allt í lás hjá okkur er við náum ekki að nýta skotin okkar. Þær eru með frábært varnarlið og við vorum alltaf að asnast til þess að fara inn á miðjuna." Þetta var stærsta bikartap í sögunni og það er skellur fyrir þetta reynda Valslið. „Stundum er samt erfiðara að tapa með einu marki. Ég er rosalega svekkt út í sjálfa mig enda var ég líklega að spila minn lélegasta leik á lífsleiðinni. Það er ekki boðlegt fyrir leikmann eins og mig. „Þetta er örugglega mín síðasta ferð í Höllina. Það er kannski sannað ég sé orðin gömul og lúin," sagði Kristín svekkt en það er engan veginn hægt að taka undir þessi svekkelsisorð hennar. Hún er enn frábær leikmaður.vísir/þórdísKári: Vonandi ekki síðasti titillinn „Þetta er ólýsanleg tilfinning og ómetanlegt að vera hluti af því að taka þennan stóra titil," sagði stoltur þjálfari Gróttu, Kári Garðarsson. „Það var stórkostlegt að sjá mætinguna og stuðninginn sem við fengum hér í dag. Ég þakka öllum fyrir það. Það gekk allt upp hjá okkur í dag. Það er ekki hægt að neita því." Varnarleikurinn og markvarsla Írisar lagði þó grunninn að þessum ótrúlega sigri. „Þær voru helvíti þéttar, afsakið orðbragðið, inn á miðjunni hjá okkur þær Eva og Anna. Svo erum við með góða leikmenn líka í bakvarðarstöðunum líka. Svo er Íris í markinu og hún ver oftast það sem kemur á markið. Þetta var stórkostlegt," sagði Kári en það var ekki að sjá stress á hans liði sem er ekki eins reynt og Valsliðið. „Við eigum nokkra leikmenn sem hafa verið hér áður. Það telur. Þetta er vonandi ekki síðasti titillinn okkar í vetur. Við erum á ágætri siglingu og að spila vel."
Olís-deild kvenna Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti