Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2015 14:20 Ríkissaksóknari hefur krafist þess að Hæstiréttur ómerki dóm héraðsdóms vegna meints vanhæfis sérhæfðs meðdómanda í málinu. Vísir/GVA Fyrirtaka fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna kröfu verjenda í Aurum-málinu svokallaða. Farið er fram á að tekin verði skýrsla af tveimur dómurum sem dæmdu í málinu, þeim Guðjóni St. Marteinssyni, héraðsdómara, og Sverri Ólafssyni, sérfróðum meðdómanda, áður en málið fer fyrir Hæstarétt. Tengist skýrslutakan ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur krafist þess að Hæstiréttur ómerki dóm héraðsdóms vegna meints vanhæfis Sverris í málinu. Hann er bróðir Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Al Thani-málinu.Ómerki dóminn vegna ættartengsla og ummæla Sverris Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, hafði ekki upplýsingar um ætterni Sverris fyrr en eftir að aðalmeðferð í Aurum-málinu lauk. Sagði Ólafur við fjölmiðla í kjölfar dómsins að hann hefði mótmælt skipun Sverris sem sérhæfðs meðdómanda ef hann hefði vitað að hann væri bróðir Ólafs Ólafssonar.Sjá einnig: Saksóknari vissi ekki af ættartengslum dómara í Aurum-máli Ríkissaksóknari hefur krafist þess að Hæstiréttur ómerki dóm héraðsdóms vegna ættartengsla Sverris sem og vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum eftir að dómur var kveðinn upp. Hann sagðist í samtali við fréttastofu RÚV ekki trúa því að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað af ættartengslunum: Svo var haft eftir Sverri: „Mér finnst viðbrögð hans hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum.“ Samkvæmt heimildum Vísis vilja verjendurnir meðal annars varpa ljósi á þessi ummæli Sverris og hvers vegna þau féllu, en þeir telja ummælin ekki gera Sverri vanhæfan. Því er ákæruvaldið ósammála og telur að Sverrir hafi með þessum orðum sýnt að ekki væri hægt að treysta því að hann væri hlutlaus í málinu. Sverrir og Guðjón sýknuðu sakborninga í Aurum-málinu af ákæru sérstaks saksóknara. Arngrímur Ísberg skilaði sératkvæði í málinu. Hann taldi sannað að umboðssvik hefðu átt sér stað og vildi sakfella Lárus Welding og Magnús Arnar Ásgrímsson. Þá vildi hann sakfella Jón Ásgeir Jóhannesson fyrir hlutdeild í brotum Lárusar og Magnúsar. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Segist hafa upplýst aðaldómara málsins um tengsl sín við Ólaf Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum málinu, segir að hann hafi upplýst aðaldómara málsins, Guðjón St. Marteinsson um tengsl sín við Ólaf Ólafsson, einn sakborninga í Al Thani málinu en þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 8. júní 2014 19:43 Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18 Dómari segir sérstakan saksóknara eiga mat á meðdómara við sjálfan sig Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir hvorki hann né sérfróðan meðdómara í málinu hafa valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki sérstakan saksóknara um ættartengsl meðdómarans. 11. júní 2014 07:00 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 Mat sérstaks saksóknara rangt – dómarnir áfall „Það á ekki að gefa út ákæru í máli nema saksóknari, eða sá sem gefur út ákæruna, telji að það sem fram sé komið sé nægjanlegt og líklegt til sakfellis,“ segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður. 6. júní 2014 10:06 Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Fyrirtaka fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna kröfu verjenda í Aurum-málinu svokallaða. Farið er fram á að tekin verði skýrsla af tveimur dómurum sem dæmdu í málinu, þeim Guðjóni St. Marteinssyni, héraðsdómara, og Sverri Ólafssyni, sérfróðum meðdómanda, áður en málið fer fyrir Hæstarétt. Tengist skýrslutakan ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur krafist þess að Hæstiréttur ómerki dóm héraðsdóms vegna meints vanhæfis Sverris í málinu. Hann er bróðir Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Al Thani-málinu.Ómerki dóminn vegna ættartengsla og ummæla Sverris Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, hafði ekki upplýsingar um ætterni Sverris fyrr en eftir að aðalmeðferð í Aurum-málinu lauk. Sagði Ólafur við fjölmiðla í kjölfar dómsins að hann hefði mótmælt skipun Sverris sem sérhæfðs meðdómanda ef hann hefði vitað að hann væri bróðir Ólafs Ólafssonar.Sjá einnig: Saksóknari vissi ekki af ættartengslum dómara í Aurum-máli Ríkissaksóknari hefur krafist þess að Hæstiréttur ómerki dóm héraðsdóms vegna ættartengsla Sverris sem og vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum eftir að dómur var kveðinn upp. Hann sagðist í samtali við fréttastofu RÚV ekki trúa því að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað af ættartengslunum: Svo var haft eftir Sverri: „Mér finnst viðbrögð hans hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum.“ Samkvæmt heimildum Vísis vilja verjendurnir meðal annars varpa ljósi á þessi ummæli Sverris og hvers vegna þau féllu, en þeir telja ummælin ekki gera Sverri vanhæfan. Því er ákæruvaldið ósammála og telur að Sverrir hafi með þessum orðum sýnt að ekki væri hægt að treysta því að hann væri hlutlaus í málinu. Sverrir og Guðjón sýknuðu sakborninga í Aurum-málinu af ákæru sérstaks saksóknara. Arngrímur Ísberg skilaði sératkvæði í málinu. Hann taldi sannað að umboðssvik hefðu átt sér stað og vildi sakfella Lárus Welding og Magnús Arnar Ásgrímsson. Þá vildi hann sakfella Jón Ásgeir Jóhannesson fyrir hlutdeild í brotum Lárusar og Magnúsar.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Segist hafa upplýst aðaldómara málsins um tengsl sín við Ólaf Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum málinu, segir að hann hafi upplýst aðaldómara málsins, Guðjón St. Marteinsson um tengsl sín við Ólaf Ólafsson, einn sakborninga í Al Thani málinu en þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 8. júní 2014 19:43 Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18 Dómari segir sérstakan saksóknara eiga mat á meðdómara við sjálfan sig Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir hvorki hann né sérfróðan meðdómara í málinu hafa valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki sérstakan saksóknara um ættartengsl meðdómarans. 11. júní 2014 07:00 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 Mat sérstaks saksóknara rangt – dómarnir áfall „Það á ekki að gefa út ákæru í máli nema saksóknari, eða sá sem gefur út ákæruna, telji að það sem fram sé komið sé nægjanlegt og líklegt til sakfellis,“ segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður. 6. júní 2014 10:06 Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Segist hafa upplýst aðaldómara málsins um tengsl sín við Ólaf Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum málinu, segir að hann hafi upplýst aðaldómara málsins, Guðjón St. Marteinsson um tengsl sín við Ólaf Ólafsson, einn sakborninga í Al Thani málinu en þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 8. júní 2014 19:43
Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18
Dómari segir sérstakan saksóknara eiga mat á meðdómara við sjálfan sig Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir hvorki hann né sérfróðan meðdómara í málinu hafa valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki sérstakan saksóknara um ættartengsl meðdómarans. 11. júní 2014 07:00
Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35
Mat sérstaks saksóknara rangt – dómarnir áfall „Það á ekki að gefa út ákæru í máli nema saksóknari, eða sá sem gefur út ákæruna, telji að það sem fram sé komið sé nægjanlegt og líklegt til sakfellis,“ segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður. 6. júní 2014 10:06