Áhyggjuefni að Ísland hafi ekki verið valkostur í augum Apple segir þingmaður Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. febrúar 2015 16:29 Helgi Hjörvar og Ásmundur Einar ræddu fjárfestingu Apple stuttlega á þingi í dag. Vísir/Daníel/Pjetur Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það eigi að vera áhyggjuefni þegar alþjóðlegt fyrirtæki sem staðsett sé hér á landi ákveði að flytja úr landi og að Ísland sé ekki einu sinni valkostur þegar kemur að alþjóðlegri fjárfestingu í tæknigeiranum. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Í ræðu sinni fjallaði hann um ákvörðun stjórnenda Apple um að velja Danmörku sem stað fyrir nýtt gagnaver fyrirtækisins. Ísland virðist ekki hafa komið til greina sem staðsetning fyrir gagnaverið. „Það á að vera okkur verulegt áhyggjuefni að Ísland skuli ekki vera einn af helstu valkostunum þegar kemur að risafjárfestingu í alþjóðlegu gagnaveri,“ sagði þingmaðurinn í ræðunni. Helgi talaði um að það ætti að vera áhyggjuefni því að Ísland hefði forskot af náttúrunnar hendi varðandi náttúrulega kælingu og græna orku, sem væri eftirsótt af gagnaverum. Benti hann á að Danmörk hefur hvorki meiri náttúrulegri kælingu eða grænum orkuauðlindum en Íslendingar. Þá benti hann á að Danir hefðu ekki boðið Apple ívilnanir vegna fjárfestingarinnar. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar og aðstoðarmaður forsætisráðherra, svaraði Helga í ræðu undir sama dagskrárlið. Sagði hann að auka þyrfti framleiðslu á orku til að laða fyrirtæki eins og gagnaver hingað til lands. „Ég held að við hljótum að vera sammála um það ég og háttvirtur þingmaður að það er mikilvægt núna að á næstu árum að við aukum hér orkuframleiðslu, sjálfbæra græna orku til þess að geta boðið fleiri fyrirtæki - gagnaver og fleiri fyrirtæki - velkomin hingað til lands. Háttvirtur þingmaður verður þá bandamaður stjórnarliða í því þegar að því kemur,“ sagði Ásmundur Einar. Alþingi Tækni Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það eigi að vera áhyggjuefni þegar alþjóðlegt fyrirtæki sem staðsett sé hér á landi ákveði að flytja úr landi og að Ísland sé ekki einu sinni valkostur þegar kemur að alþjóðlegri fjárfestingu í tæknigeiranum. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Í ræðu sinni fjallaði hann um ákvörðun stjórnenda Apple um að velja Danmörku sem stað fyrir nýtt gagnaver fyrirtækisins. Ísland virðist ekki hafa komið til greina sem staðsetning fyrir gagnaverið. „Það á að vera okkur verulegt áhyggjuefni að Ísland skuli ekki vera einn af helstu valkostunum þegar kemur að risafjárfestingu í alþjóðlegu gagnaveri,“ sagði þingmaðurinn í ræðunni. Helgi talaði um að það ætti að vera áhyggjuefni því að Ísland hefði forskot af náttúrunnar hendi varðandi náttúrulega kælingu og græna orku, sem væri eftirsótt af gagnaverum. Benti hann á að Danmörk hefur hvorki meiri náttúrulegri kælingu eða grænum orkuauðlindum en Íslendingar. Þá benti hann á að Danir hefðu ekki boðið Apple ívilnanir vegna fjárfestingarinnar. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar og aðstoðarmaður forsætisráðherra, svaraði Helga í ræðu undir sama dagskrárlið. Sagði hann að auka þyrfti framleiðslu á orku til að laða fyrirtæki eins og gagnaver hingað til lands. „Ég held að við hljótum að vera sammála um það ég og háttvirtur þingmaður að það er mikilvægt núna að á næstu árum að við aukum hér orkuframleiðslu, sjálfbæra græna orku til þess að geta boðið fleiri fyrirtæki - gagnaver og fleiri fyrirtæki - velkomin hingað til lands. Háttvirtur þingmaður verður þá bandamaður stjórnarliða í því þegar að því kemur,“ sagði Ásmundur Einar.
Alþingi Tækni Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira