Getur ekki bólusett barnið sitt og leggur traust sitt á aðra foreldra sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 15:07 Maríu og Óskari Inga þykir tilhugsunin um að sonur þeirra gæti fengið skæða sjúkdóma erfið. Haukur Arnar Óskarsson er tveggja ára kátur drengur. Þegar hann var þriggja mánaða kom í ljós að hann væri með ofnæmi eða óþol fyrir einstaka bóluefnum og því hefur gengið illa að bólusetja hann. María Hauksdóttir, móðir Hauks Arnars, segir að foreldrar barna sem ekki er hægt að bólusetja, verði að geta treyst á að önnur börn séu það. Haukur Arnar fékk, eins og flest börn, fyrstu bólusetninguna þriggja mánaða. María var meðvituð um að hann gæti orðið slappur fyrsta sólarhringinn, en hún á tvö önnur börn, sem bæði eru bólusett. Haukur var hins vegar óvenju bólginn eftir sprautuna. „Hann fékk um 38 stiga hita, sem var svosem alveg við að búast. Ekki svo löngu seinna rauk hann upp í hita, mjög hratt og snögglega, alveg í um 40 stig. Eins fannst okkur bólgan á lærinu meiri en við áttum að venjast og höfðum því samband við lækni. Við sögðum frá því að hann hefði verið að koma úr bólusetningu og okkur var sagt að fara með barnið strax upp á barnaspítala,“ segir María.Mótefnið til staðar Á spítalanum var tekin ákvörðun um að einungis barnalæknir mætti bólusetja Hauk. Líkur voru taldar á að hann væri með óþol fyrir bóluefninu gegn kíghósta. Barnalæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mælti svo gegn því að barnið yrði bólusett fimm og tólf mánaða en sendi Hauk Arnar þess í stað í blóðrannsóknir. „Læknarnir vildu meina að þetta væru efnin gegn kíghósta sem hann fékk óþol fyrir. Hann fór því í blóðprufur til að athuga hvort mótefnin væru fyrir hendi, sem þau voru. Það eru ekki allir sem svara fyrstu bólusetningunni en hann gerði það og er þar með varinn. Við vorum bara heppin. Ef hann hefði ekki fengið mótefnin þá hefði bara þurft að setja hann inn í kúlu,“ segir hún.Haukur Arnar er afar fjörugur strákur að sögn Maríu.Lifa í núinu Bólusetningin sem um ræðir er í einni sprautu og er við barnaveiki, stífkrampa og kíghósta. Hún er framkvæmd við þriggja, fimm og tólf mánaða aldur og sú síðasta við fjögurra ára aldur. María segir erfitt að hugsa til þess að barnið gæti verið móttækilegt fyrir þessum sjúkdómum og vildi því vekja umræðu um málið. „Við viljum ekki að barnið okkar fái einhverja sjúkdóma eða smiti önnur börn. Það var alveg tímabil þar sem við vorum virkilega hrædd. Hvað ef hann er ekki varinn?“ Haukur Arnar hefur brugðist vel við öðrum bólusetningum en þessari tilteknu sprautu, að sögn Maríu. „En það má væntalega ekki bólusetja hann með þessu aftur, hvað þá? Við höfum tekið ákvörðun um að lifa bara í núinu og vera ekkert stressuð. Við gúglum ekki og spyrjum ekki mikið. Við viljum ekki vita það akkúrat núna. Núna er hann bara tveggja ára,“ segir María og biður fólk um að treysta ráðleggingum lækna. „Maður ver börnin sín. Maður setur á barnið hjálm þegar það fer út að hjóla. Þegar maður setur það í stólinn þá festir maður það gaumgæfilega. Þessir sjúkdómar eru alvöru og við verðum að verja börnin okkar og treysta því sem hámenntað heilbrigðisstarfsfólk mælir með,“ segir hún að lokum. Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar að lögum: Undirskriftarsöfnun hafin Um 900 manns hafa ritað nafn sitt á lista þar sem skorað er á stjórnvöld að gera bólusetningar að lagalegri skyldu. 25. febrúar 2015 11:28 Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. 22. febrúar 2015 19:06 Ekki nógu mörg fjögurra ára börn mæta í bólusetningu Eitt af hverjum fimm fjögurra ára börnum á Suðurlandi voru ekki endurbólusett árið 2013. 25. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Haukur Arnar Óskarsson er tveggja ára kátur drengur. Þegar hann var þriggja mánaða kom í ljós að hann væri með ofnæmi eða óþol fyrir einstaka bóluefnum og því hefur gengið illa að bólusetja hann. María Hauksdóttir, móðir Hauks Arnars, segir að foreldrar barna sem ekki er hægt að bólusetja, verði að geta treyst á að önnur börn séu það. Haukur Arnar fékk, eins og flest börn, fyrstu bólusetninguna þriggja mánaða. María var meðvituð um að hann gæti orðið slappur fyrsta sólarhringinn, en hún á tvö önnur börn, sem bæði eru bólusett. Haukur var hins vegar óvenju bólginn eftir sprautuna. „Hann fékk um 38 stiga hita, sem var svosem alveg við að búast. Ekki svo löngu seinna rauk hann upp í hita, mjög hratt og snögglega, alveg í um 40 stig. Eins fannst okkur bólgan á lærinu meiri en við áttum að venjast og höfðum því samband við lækni. Við sögðum frá því að hann hefði verið að koma úr bólusetningu og okkur var sagt að fara með barnið strax upp á barnaspítala,“ segir María.Mótefnið til staðar Á spítalanum var tekin ákvörðun um að einungis barnalæknir mætti bólusetja Hauk. Líkur voru taldar á að hann væri með óþol fyrir bóluefninu gegn kíghósta. Barnalæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mælti svo gegn því að barnið yrði bólusett fimm og tólf mánaða en sendi Hauk Arnar þess í stað í blóðrannsóknir. „Læknarnir vildu meina að þetta væru efnin gegn kíghósta sem hann fékk óþol fyrir. Hann fór því í blóðprufur til að athuga hvort mótefnin væru fyrir hendi, sem þau voru. Það eru ekki allir sem svara fyrstu bólusetningunni en hann gerði það og er þar með varinn. Við vorum bara heppin. Ef hann hefði ekki fengið mótefnin þá hefði bara þurft að setja hann inn í kúlu,“ segir hún.Haukur Arnar er afar fjörugur strákur að sögn Maríu.Lifa í núinu Bólusetningin sem um ræðir er í einni sprautu og er við barnaveiki, stífkrampa og kíghósta. Hún er framkvæmd við þriggja, fimm og tólf mánaða aldur og sú síðasta við fjögurra ára aldur. María segir erfitt að hugsa til þess að barnið gæti verið móttækilegt fyrir þessum sjúkdómum og vildi því vekja umræðu um málið. „Við viljum ekki að barnið okkar fái einhverja sjúkdóma eða smiti önnur börn. Það var alveg tímabil þar sem við vorum virkilega hrædd. Hvað ef hann er ekki varinn?“ Haukur Arnar hefur brugðist vel við öðrum bólusetningum en þessari tilteknu sprautu, að sögn Maríu. „En það má væntalega ekki bólusetja hann með þessu aftur, hvað þá? Við höfum tekið ákvörðun um að lifa bara í núinu og vera ekkert stressuð. Við gúglum ekki og spyrjum ekki mikið. Við viljum ekki vita það akkúrat núna. Núna er hann bara tveggja ára,“ segir María og biður fólk um að treysta ráðleggingum lækna. „Maður ver börnin sín. Maður setur á barnið hjálm þegar það fer út að hjóla. Þegar maður setur það í stólinn þá festir maður það gaumgæfilega. Þessir sjúkdómar eru alvöru og við verðum að verja börnin okkar og treysta því sem hámenntað heilbrigðisstarfsfólk mælir með,“ segir hún að lokum.
Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar að lögum: Undirskriftarsöfnun hafin Um 900 manns hafa ritað nafn sitt á lista þar sem skorað er á stjórnvöld að gera bólusetningar að lagalegri skyldu. 25. febrúar 2015 11:28 Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. 22. febrúar 2015 19:06 Ekki nógu mörg fjögurra ára börn mæta í bólusetningu Eitt af hverjum fimm fjögurra ára börnum á Suðurlandi voru ekki endurbólusett árið 2013. 25. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Bólusetningar að lögum: Undirskriftarsöfnun hafin Um 900 manns hafa ritað nafn sitt á lista þar sem skorað er á stjórnvöld að gera bólusetningar að lagalegri skyldu. 25. febrúar 2015 11:28
Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15
Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36
Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. 22. febrúar 2015 19:06
Ekki nógu mörg fjögurra ára börn mæta í bólusetningu Eitt af hverjum fimm fjögurra ára börnum á Suðurlandi voru ekki endurbólusett árið 2013. 25. febrúar 2015 10:57