Yfirlýsing frá forsætisráðuneytinu: Ekki tíðkast að forsætisráðherra komi að fundum milli einstakra fyrirtækja Stefán Árni Pálsson skrifar 24. febrúar 2015 13:06 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. vísir/daníel Forsætisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta í vikunni af fyrirspurn sem barst forsætisráðuneytinu frá Epli, umboðsaðila tölvurisans Apple hér á landi varðandi aðstoð við að semja við Apple um byggingu gagnavers á Íslandi, var aldrei svarað. Apple aflaði sér á sínum tíma upplýsinga um Ísland en tilkynnti í gærmorgun að það muni byggja 120 milljarða króna gagnaver í Danmörku. Í yfirlýsingunni segir að í mars 2014 hafi fyrirtækið Skakkiturn ehf. sent tölvupóst til forsætisráðuneytisins þar sem óskað var eftir aðstoð forsætisráðherra við að koma á fundi milli Skakkaturns ehf. og Apple Inc. í Bandaríkjunum. Skakkiturn ehf. er viðurkenndur söluaðili hér á landi á tölvubúnaði frá Apple og rekur verslanir undir heitinu Epli.Sjá einnig: Svöruðu ekki beiðni um að aðstoða við Apple-samning „Í tölvupóstinum óskaði starfsmaður Skakkaturns ehf. eftir aðstoð forsætisráðherra við að koma á fundi milli ráðamanna Apple og forsvarsmanna Skakkaturns ehf. Í tölvupóstinum kom fram að forsvarsmenn Skakkaturns ehf. hefðu verið í sambandi við fólk í höfuðstöðvum Apple, sem væri reiðubúið að koma á fundi ef forsætisráðherra hugnaðist að heimsækja höfuðstöðvar Apple í Kaliforníu.“ Forsætisráðherra sinnir árlega fjölda erinda frá innlendum og erlendum aðilum til að liðka fyrir fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu hér á landi. Enn fremur kemur fram í yfirlýsingunni að ekki hafi tíðkast að forsætisráðherra ferðist sérstaklega milli landa til að koma á fundum milli einstakra fyrirtækja og því taldi ráðuneytið að ekki væri hægt að verða við ósk starfsmanns Skakkaturns ehf. „Ráðuneytið harmar að tölvupóstinum frá Skakkaturni ehf. hafi ekki verið svarað og kannar nú ástæður þess.“Pósturinn ekki sendur á Íslandsstofu Ráðuneytið vill að gefnu tilefni benda á, að Fjárfestingasvið Íslandsstofu sinnir hundruðum fyrirspurna frá erlendum fjárfestum á hverju ári, fær heimsóknir erlendis frá og kynnir Ísland fyrir erlendum aðilum. „Á síðasta ári átti Íslandsstofa 47 fundi erlendis vegna gagnavera og sex erlendar sendinefndir komu til Íslands til að kynna sér aðstæður. Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Íslandsstofa m.a. verið í beinu sambandi við Apple. Rétt er að ítreka að umræddur tölvupóstur frá starfsmanni Skakkaturns ehf. var ekki sendur til Íslandsstofu,“ segir í tilkynningunni. Tækni Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta í vikunni af fyrirspurn sem barst forsætisráðuneytinu frá Epli, umboðsaðila tölvurisans Apple hér á landi varðandi aðstoð við að semja við Apple um byggingu gagnavers á Íslandi, var aldrei svarað. Apple aflaði sér á sínum tíma upplýsinga um Ísland en tilkynnti í gærmorgun að það muni byggja 120 milljarða króna gagnaver í Danmörku. Í yfirlýsingunni segir að í mars 2014 hafi fyrirtækið Skakkiturn ehf. sent tölvupóst til forsætisráðuneytisins þar sem óskað var eftir aðstoð forsætisráðherra við að koma á fundi milli Skakkaturns ehf. og Apple Inc. í Bandaríkjunum. Skakkiturn ehf. er viðurkenndur söluaðili hér á landi á tölvubúnaði frá Apple og rekur verslanir undir heitinu Epli.Sjá einnig: Svöruðu ekki beiðni um að aðstoða við Apple-samning „Í tölvupóstinum óskaði starfsmaður Skakkaturns ehf. eftir aðstoð forsætisráðherra við að koma á fundi milli ráðamanna Apple og forsvarsmanna Skakkaturns ehf. Í tölvupóstinum kom fram að forsvarsmenn Skakkaturns ehf. hefðu verið í sambandi við fólk í höfuðstöðvum Apple, sem væri reiðubúið að koma á fundi ef forsætisráðherra hugnaðist að heimsækja höfuðstöðvar Apple í Kaliforníu.“ Forsætisráðherra sinnir árlega fjölda erinda frá innlendum og erlendum aðilum til að liðka fyrir fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu hér á landi. Enn fremur kemur fram í yfirlýsingunni að ekki hafi tíðkast að forsætisráðherra ferðist sérstaklega milli landa til að koma á fundum milli einstakra fyrirtækja og því taldi ráðuneytið að ekki væri hægt að verða við ósk starfsmanns Skakkaturns ehf. „Ráðuneytið harmar að tölvupóstinum frá Skakkaturni ehf. hafi ekki verið svarað og kannar nú ástæður þess.“Pósturinn ekki sendur á Íslandsstofu Ráðuneytið vill að gefnu tilefni benda á, að Fjárfestingasvið Íslandsstofu sinnir hundruðum fyrirspurna frá erlendum fjárfestum á hverju ári, fær heimsóknir erlendis frá og kynnir Ísland fyrir erlendum aðilum. „Á síðasta ári átti Íslandsstofa 47 fundi erlendis vegna gagnavera og sex erlendar sendinefndir komu til Íslands til að kynna sér aðstæður. Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Íslandsstofa m.a. verið í beinu sambandi við Apple. Rétt er að ítreka að umræddur tölvupóstur frá starfsmanni Skakkaturns ehf. var ekki sendur til Íslandsstofu,“ segir í tilkynningunni.
Tækni Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira