Varðhaldi hafnað yfir hælisleitanda sem sagðist „elska“ ISIS Bjarki Ármannsson skrifar 23. febrúar 2015 18:09 Grunur leikur á að maðurinn hafi gefið upp rangar persónuupplýsingar. Vísir/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir tveimur hælisleitendum var hafnað. Annar þeirra sagðist við skýrslutöku lögreglu „elska“ hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið og skoðaði efni á tölvu sinni þar sem sjá má aftökur á fólki, að því er segir í ákæru.Gáfu sig fram án skilríkja Samkvæmt greinargerð lögreglu gáfu mennirnir tveir sig fram við lögreglustöðina á Hverfisgötu í síðasta mánuði og lögðu fram beiðni um hæli. Sögðust þeir vera bræður og að þeir hefðu ferðast frá heimalandi sínu, sem ekki er tilgreint í dómsorðum, fyrir nokkrum árum síðan með viðkomu í öðrum löndum. Þeir voru ekki með skilríki á sér og sögðust aldrei hafa átt slíkt. Þeim var komið fyrir í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Verkefnastjóri í málefnum hælisleitenda á svo að hafa greint frá því að annar hælisleitendanna tveggja, sem segist fæddur árið 1998, hafi fljótlega farið að sýna af sér „sjálfsskaðandi hegðun.“ Meðal annars hafi hann kveikt í rúmi sínu og sýnt starfsfólki húsnæðisins ógnandi tilburði. Lögregla fékk heimild til þess að spegla tölvu sem ungi hælisleitandinn notaði á meðan hann dvaldi á heimilinu en þar kom í ljós að hann hafi skoðað mikið af efni sem tengdist hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið og Boko Haram. Meðal annars á hann að hafa skoðað efni þar sem sjá má aftökur á fólki.Sagðist vilja taka þátt í stríði fyrir guð Lögregla tók ljósmyndir og fingraför af hælisleitendunum tveimur er þeir gáfu sig fram en samkvæmt ákærunni leiddi það í ljós að mennirnir höfðu ekki gefið upp rétt nöfn og fæðingarár. Samkvæmt upplýsingum Interpol séu þeir þekktir undir öðrum nöfnum og sá sem sagðist fæddur 1998 í raun fæddur 1992. Þeir séu eftirlýstir erlendis fyrir að hafa ekki sinnt boðunum vegna hælisumsókna og að brottvísa eigi þeim úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sá ákærði játaði í skýrslutöku í síðustu viku að hafa gefið upp rangar persónuupplýsingar, að því er segir í ákærunni. Þá hafi hann, aðspurður hvort hann styddi aðferðir Íslamska ríkisins, sagst „elska“ samtökin, þau væru ekki fyrir stríð og ekki fyrir pyntingar. Hafi hann sagst vilja fara úr landi og taka þátt í „stríði fyrir guð.“ Í dómsorðum héraðsdóms er fallist á að rökstuddur grunur leiki á að hinn ákærði hafi gefið upp rangar upplýsingar um hvenær hann er fæddur. Álit kunnugra liggi þó ekki fyrir um hvort hann geti ekki verið frá því landi sem hann segist vera frá. Þar segir jafnframt að ekki megi beita útlending varðhaldi nema það sé nauðsynlegt til að ná lögmætu markmiði og að því verði ekki náð með öðru og vægara móti. Hæstiréttur og héraðsdómur benda á að til mögulegra vægari úrræða hafi ekki verið gripið af lögreglu og því ekki grundvöllur fyrir því að vista mennina í gæsluvarðhald. Mið-Austurlönd Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir tveimur hælisleitendum var hafnað. Annar þeirra sagðist við skýrslutöku lögreglu „elska“ hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið og skoðaði efni á tölvu sinni þar sem sjá má aftökur á fólki, að því er segir í ákæru.Gáfu sig fram án skilríkja Samkvæmt greinargerð lögreglu gáfu mennirnir tveir sig fram við lögreglustöðina á Hverfisgötu í síðasta mánuði og lögðu fram beiðni um hæli. Sögðust þeir vera bræður og að þeir hefðu ferðast frá heimalandi sínu, sem ekki er tilgreint í dómsorðum, fyrir nokkrum árum síðan með viðkomu í öðrum löndum. Þeir voru ekki með skilríki á sér og sögðust aldrei hafa átt slíkt. Þeim var komið fyrir í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Verkefnastjóri í málefnum hælisleitenda á svo að hafa greint frá því að annar hælisleitendanna tveggja, sem segist fæddur árið 1998, hafi fljótlega farið að sýna af sér „sjálfsskaðandi hegðun.“ Meðal annars hafi hann kveikt í rúmi sínu og sýnt starfsfólki húsnæðisins ógnandi tilburði. Lögregla fékk heimild til þess að spegla tölvu sem ungi hælisleitandinn notaði á meðan hann dvaldi á heimilinu en þar kom í ljós að hann hafi skoðað mikið af efni sem tengdist hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið og Boko Haram. Meðal annars á hann að hafa skoðað efni þar sem sjá má aftökur á fólki.Sagðist vilja taka þátt í stríði fyrir guð Lögregla tók ljósmyndir og fingraför af hælisleitendunum tveimur er þeir gáfu sig fram en samkvæmt ákærunni leiddi það í ljós að mennirnir höfðu ekki gefið upp rétt nöfn og fæðingarár. Samkvæmt upplýsingum Interpol séu þeir þekktir undir öðrum nöfnum og sá sem sagðist fæddur 1998 í raun fæddur 1992. Þeir séu eftirlýstir erlendis fyrir að hafa ekki sinnt boðunum vegna hælisumsókna og að brottvísa eigi þeim úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sá ákærði játaði í skýrslutöku í síðustu viku að hafa gefið upp rangar persónuupplýsingar, að því er segir í ákærunni. Þá hafi hann, aðspurður hvort hann styddi aðferðir Íslamska ríkisins, sagst „elska“ samtökin, þau væru ekki fyrir stríð og ekki fyrir pyntingar. Hafi hann sagst vilja fara úr landi og taka þátt í „stríði fyrir guð.“ Í dómsorðum héraðsdóms er fallist á að rökstuddur grunur leiki á að hinn ákærði hafi gefið upp rangar upplýsingar um hvenær hann er fæddur. Álit kunnugra liggi þó ekki fyrir um hvort hann geti ekki verið frá því landi sem hann segist vera frá. Þar segir jafnframt að ekki megi beita útlending varðhaldi nema það sé nauðsynlegt til að ná lögmætu markmiði og að því verði ekki náð með öðru og vægara móti. Hæstiréttur og héraðsdómur benda á að til mögulegra vægari úrræða hafi ekki verið gripið af lögreglu og því ekki grundvöllur fyrir því að vista mennina í gæsluvarðhald.
Mið-Austurlönd Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira