Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. febrúar 2015 19:06 Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. Hann segir að rætt hafi verið um að krefjast þess að börn séu bólusett til að þau geti gengið í skóla hér á landi. Í vikunni var birt svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þar sem fram kemur að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Ráðherrann segir að vel sé fylgst með þróun mála. „Við höfum áhyggjur af því ef það fer að slakna á þessu,“ segir Kristján Þór. „Við Íslendingar stöndum okkur mjög vel í samanburði við aðrar þjóðir í bólusetningum en við verðum að sjálfsögðu að vera reiðubúin til þess að grípa þá til einhverra aðgerða og inn í þá þróun ef við förum að slaka eitthvað meira á en þetta. Að mati embætti sóttvarnalæknis þá er ekki ástæða til þess á þessari stundu en við fylgjumst að sjálfsögðu vel með þessu.“Sjá einnig: Vill ekki bólusetja börnin sín Dæmi eru um það, til að mynda í Bandaríkjunum, að þess sé krafist að börn séu bólusett gegn ákveðnum sjúkdómum til að þau megi ganga í opinbera skóla. Foreldrar þurfa þá oft að framvísa bólusetningarskírteinum svo hægt sé að skrá börnin í skóla. Kristján Þór segir að rætt hafi verið hvort að hægt sé að fara slíka leið á leikskólum hér á landi ef börnum sem eru bólusett heldur áfram að fækka. „Við höfum rætt það en það hefur í sjálfu sér ekkert náð lengra,“ segir hann. „Það er ein af þeim leiðum sem hefur komið upp til umræðu en á þessu stigi tel ég ekki vera ástæðu til slíkra inngripa. Þróunin hefur ekki verið það hröð eða slakinn. Þvert á móti metur embætti sóttvarnalæknis að við séum í ágætis málum enn. En að sjálfsögðu er ég reiðubúinn ef að á þarf að reyna að íhuga og ræða þá við embætti sóttvarnalæknis allar þær aðgerðir sem þarf til svo Íslendingar haldi stöðu sinni í þessum efnum.“ Bólusetningar Tengdar fréttir Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15 Obama hvetur foreldra til að láta bólusetja börnin „Það eru margar ástæður fyrir bólusetningu en engar fyrir því að gera það ekki“ 2. febrúar 2015 22:43 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. Hann segir að rætt hafi verið um að krefjast þess að börn séu bólusett til að þau geti gengið í skóla hér á landi. Í vikunni var birt svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þar sem fram kemur að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Ráðherrann segir að vel sé fylgst með þróun mála. „Við höfum áhyggjur af því ef það fer að slakna á þessu,“ segir Kristján Þór. „Við Íslendingar stöndum okkur mjög vel í samanburði við aðrar þjóðir í bólusetningum en við verðum að sjálfsögðu að vera reiðubúin til þess að grípa þá til einhverra aðgerða og inn í þá þróun ef við förum að slaka eitthvað meira á en þetta. Að mati embætti sóttvarnalæknis þá er ekki ástæða til þess á þessari stundu en við fylgjumst að sjálfsögðu vel með þessu.“Sjá einnig: Vill ekki bólusetja börnin sín Dæmi eru um það, til að mynda í Bandaríkjunum, að þess sé krafist að börn séu bólusett gegn ákveðnum sjúkdómum til að þau megi ganga í opinbera skóla. Foreldrar þurfa þá oft að framvísa bólusetningarskírteinum svo hægt sé að skrá börnin í skóla. Kristján Þór segir að rætt hafi verið hvort að hægt sé að fara slíka leið á leikskólum hér á landi ef börnum sem eru bólusett heldur áfram að fækka. „Við höfum rætt það en það hefur í sjálfu sér ekkert náð lengra,“ segir hann. „Það er ein af þeim leiðum sem hefur komið upp til umræðu en á þessu stigi tel ég ekki vera ástæðu til slíkra inngripa. Þróunin hefur ekki verið það hröð eða slakinn. Þvert á móti metur embætti sóttvarnalæknis að við séum í ágætis málum enn. En að sjálfsögðu er ég reiðubúinn ef að á þarf að reyna að íhuga og ræða þá við embætti sóttvarnalæknis allar þær aðgerðir sem þarf til svo Íslendingar haldi stöðu sinni í þessum efnum.“
Bólusetningar Tengdar fréttir Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15 Obama hvetur foreldra til að láta bólusetja börnin „Það eru margar ástæður fyrir bólusetningu en engar fyrir því að gera það ekki“ 2. febrúar 2015 22:43 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Sjá meira
Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15
Obama hvetur foreldra til að láta bólusetja börnin „Það eru margar ástæður fyrir bólusetningu en engar fyrir því að gera það ekki“ 2. febrúar 2015 22:43
Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“