Nei takk launahækkun? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 22. febrúar 2015 11:22 Atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat framhaldsskólakennara hefst þann 23.febrúar, eða á mánudagsmorgun. Þetta nýja vinnumat er ein af niðurstöðum verkfalls framhaldsskólakennara sem stóð í þrjár vikur síðastliðið vor og lamaði þá allt skólastarf í framhaldsskólum landsins. Markmið verkfallsins var að ná fram launaleiðréttingu sökum þess hve framhaldsskólakennarar höfðu dregist aftur úr í launum miðað við viðmiðunarhópa. Sá samningur sem náðist tryggir um 30% launaleiðréttingu og hækkun, þegar allt er innreiknað. Samþykki kennarar vinnumatið fá þeir um 11% launahækkun, um níu prósent% í kjölfar samþykktar og önnur tvö í byrjun næsta árs. Felli kennarar hinsvegar dettur þetta um sjálft sig og samningar eru lausir á ný. Taka ber einnig fram að verði þátttakan í atkvæðagreiðslunni (sem er rafræn) verður undir 50% telst þetta vinnumat samþykkt. Hópastærðin tekin inn Meginatriðið í vinnumatinu er sú hugsun að þeir kennarar sem kenni meira og eru með stóra hópa fái meira borgað og raunverulega umbun fyrir að vera með stóra hópa. Þetta er gamalt baráttumál kennara, þ.e.a.s hópastærðin. Ekki er óalgengt að hópar í stórum framhaldsskólum í bóknámsgreinum séu á bilinu 25-32 nemendur. Ekki síst eftir hrun, þegar skólarnir fylltust af fólki. Það hljómar því nokkuð skringilega að loksins þegar á að koma til móts við eina háværustu kröfu framhaldsskólakennara, að þá séu mótmælin einnig sem hæst. Ímynd kennara Að mínu mati snýst þetta líka að stórum hluta um ímynd framhaldsskólakennara á Íslandi og framtíðarsýnina á starfið. Mikið hefur verið rætt um að kennarar njóti ekki virðingar í samfélaginu og gjarnan borið saman við Finnland, þar sem það þykir flott að vera kennari. Ég tel að einmitt einn liður í því að efla virðingu og stöðu kennara, sé einmitt að hækka launin. Og ætla kennarar sjálfir þá að fella eina mestu launahækkun sem í boði er á íslenskum vinnumarkaði um þessar mundir? Hvaða skilaboð sendir það út í samfélagið og til þeirra sem eru jafnvel að hugsa um það að verða kennarar? Getur það mögulega verið: ,,Nei, ekki verða kennari, gerðu eitthvað annað!“ Fleira mætti ef til vill tína til en að lokum vil ég segja þetta: Menntun er ein af grunnstoðum samfélaga. Ég vil hvetja alla framhaldsskólakennara til þess að skoða þetta nýja mat með opnum huga. Síðustu samningar eru taldir (af nánast öllum) fela í sér umtalsverða leiðréttingu og hækkun launa framhaldsskólakennara. Ég spyr: Viljum við ekki fá hana? Höfundur er kennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat framhaldsskólakennara hefst þann 23.febrúar, eða á mánudagsmorgun. Þetta nýja vinnumat er ein af niðurstöðum verkfalls framhaldsskólakennara sem stóð í þrjár vikur síðastliðið vor og lamaði þá allt skólastarf í framhaldsskólum landsins. Markmið verkfallsins var að ná fram launaleiðréttingu sökum þess hve framhaldsskólakennarar höfðu dregist aftur úr í launum miðað við viðmiðunarhópa. Sá samningur sem náðist tryggir um 30% launaleiðréttingu og hækkun, þegar allt er innreiknað. Samþykki kennarar vinnumatið fá þeir um 11% launahækkun, um níu prósent% í kjölfar samþykktar og önnur tvö í byrjun næsta árs. Felli kennarar hinsvegar dettur þetta um sjálft sig og samningar eru lausir á ný. Taka ber einnig fram að verði þátttakan í atkvæðagreiðslunni (sem er rafræn) verður undir 50% telst þetta vinnumat samþykkt. Hópastærðin tekin inn Meginatriðið í vinnumatinu er sú hugsun að þeir kennarar sem kenni meira og eru með stóra hópa fái meira borgað og raunverulega umbun fyrir að vera með stóra hópa. Þetta er gamalt baráttumál kennara, þ.e.a.s hópastærðin. Ekki er óalgengt að hópar í stórum framhaldsskólum í bóknámsgreinum séu á bilinu 25-32 nemendur. Ekki síst eftir hrun, þegar skólarnir fylltust af fólki. Það hljómar því nokkuð skringilega að loksins þegar á að koma til móts við eina háværustu kröfu framhaldsskólakennara, að þá séu mótmælin einnig sem hæst. Ímynd kennara Að mínu mati snýst þetta líka að stórum hluta um ímynd framhaldsskólakennara á Íslandi og framtíðarsýnina á starfið. Mikið hefur verið rætt um að kennarar njóti ekki virðingar í samfélaginu og gjarnan borið saman við Finnland, þar sem það þykir flott að vera kennari. Ég tel að einmitt einn liður í því að efla virðingu og stöðu kennara, sé einmitt að hækka launin. Og ætla kennarar sjálfir þá að fella eina mestu launahækkun sem í boði er á íslenskum vinnumarkaði um þessar mundir? Hvaða skilaboð sendir það út í samfélagið og til þeirra sem eru jafnvel að hugsa um það að verða kennarar? Getur það mögulega verið: ,,Nei, ekki verða kennari, gerðu eitthvað annað!“ Fleira mætti ef til vill tína til en að lokum vil ég segja þetta: Menntun er ein af grunnstoðum samfélaga. Ég vil hvetja alla framhaldsskólakennara til þess að skoða þetta nýja mat með opnum huga. Síðustu samningar eru taldir (af nánast öllum) fela í sér umtalsverða leiðréttingu og hækkun launa framhaldsskólakennara. Ég spyr: Viljum við ekki fá hana? Höfundur er kennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun