Varar við innihaldslýsingum: Amman kom þriggja ára barnabarni til bjargar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2015 08:25 Glassúrinn sem var innkallaður er frá Kötlu. Lengst til hægri má sjá adrenalínsprautu sem notuð er til að bregðast við bráðaofnæmi. Vísir Þriggja ára stúlka var hætt komin á mánudaginn, bolludag, vegna glassúrs frá Kötlu sem innkallaður var í gær. Telpan, sem er með bráðaofnæmi fyrir eggjum, fékk bollu á leikskólanum sínum með glassúrnum en í honum má finna eggjaduft. Móðir stúlkunnar, Guðfinna Halldórsdóttir, segir að ofnæmið hafi ágerst mjög hratt. „Amma hennar fer að sækja hana á leikskólann og þegar hún kemur er dóttir mín byrjuð að bólgna upp í kringum augun. Ofnæmisviðbrögðin eru þá rétt að koma fram en þau ágerðust mjög hratt. Hún fékk til að mynda mikil útbrot og var bara mjög slöpp,“ segir Guðfinna. Um fimmtán mínútur liðu frá því að amman kom að sækja stúlkuna á leikskólann og þar til hún var búin að gefa henni adrenalínsprautu við ofnæminu. Einnig var hringt strax í 112 og kom sjúkrabíll á leikskólann um fimm mínútum eftir að stúlkan fékk sprautuna. Þá var Guðfinna komin á leikskólann líka. „Við förum með sjúkrabílnum beint upp á bráðamóttöku og þar var mæld súrefnismettun, öndun og blóðþrýstingur. Hún fékk svo sterapúst, það var settur upp leggur og hún fékk meiri ofnæmislyf. Við komum á spítalann um fjögurleytið og fórum heim um ellefu um kvöldið.“Ekki hika við að nota adrenalínpennaÞað sem er svo hættulegt við bráðaofnæmi er að öndunarfærin geta bólgnað upp og lokast. „Dóttir mín hefur það mjög fínt núna en ofnæmið gengur tiltölulega hratt yfir ef það er meðhöndlað réttt. Þó er mikilvægt að hafa í huga að það getur poppað upp aftur um 4-6 klukkustundum seinna. Það þarf því að fylgjast vel með viðkomandi og þess vegna vorum við fram á kvöld á spítalanum,“ segir Guðfinna. Dóttir Guðfinnu hafði aldrei fengið bráðaofnæmi áður en hún segir að það fari ekkert á milli mála þegar slíkt gerist. Hún segir að fólk eigi ekki að óttast að nota adrenalínsprautu, sambærilega þeirri sem notuð var vegna ofnæmis dóttur hennar. „Fólk á ekki að hika við að nota pennann. Það eru mjög góðar leiðbeiningar á honum og dóttir mín fór varla að gráta þegar við notuðum pennann.“Viðurkenndu strax að eggjaduft væri í glassúrnumDaginn eftir fór Guðfinna á leikskólann og fór yfir það ásamt starfsfólkinu hvað dóttir sín hefði borðað. „Ég var alls ekki viss um hvað það gæti verið sem orsakaði ofnæmið. Svo mundi ég reyndar eftir tilfelli með þennan glassúr og að hann hafi verið innkallaður fyrir nokkrum árum vegna þess að ekki var gefið upp í innihaldslýsingu að hann innihéldi eggjaafurðir. Ég hafði svo samband við Kötlu á miðvikudaginn og þeir viðurkenndu þetta strax. Þeir sögðu að þeim þætti þetta mjög leiðinlegt og báðust bara afsökunar enda ekki mikið annað sem þeir gátu gert.“ Guðfinna hafði svo samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í gær og glassúrinn var innkallaður. Aðspurð um hvað henni finnist um þau vinnubrögð að setja ekki ofnæmisvaldandi efni í innihaldslýsingu segir Guðfinna: „Þetta er náttúrulega bara óásættanlegt og maður verður svo reiður. Það sem er líka sérstaklega alvarlegt í þessu tilfelli er að þetta er að gerast í annað skiptið með nákvæmlega sömu vöru. Mér finnst sem eftirlitsskyldan hafi brugðist.“Mjög algengt að fólk fái ofnæmi vegna lélegra innihaldslýsingaHún segist ekki hafa heyrt af öðrum tilfellum varðandi glassúrinn, annað en það sem kom upp fyrir nokkrum árum, en þó sé mjög algengt að fólk fái ofnæmi vegna þess að mikið skortir upp á innihaldslýsingar. „Stundum vantar algjörlega eitthvað í innihaldslýsinguna sem er ofnæmisvaldandi og stundum eru lýsingarnar ónákvæmar. Ég get tekið dæmi um kanilsnúða. Á umbúðunum stóð að þeir innihéldu smjörlíka. Það stóð hins vegar ekkert um hvað væri í smjörlíkinu. Þegar mamman fór svo að spyrjast fyrir kom í ljós að það var soja í smjörlíkinu og dóttir hennar er með ofnæmi fyrir því.“ Þá nefnir hún einnig bakarí sem dæmi þar sem oft skortir algjörlega allar innihaldslýsingar á vörum sem eru þar til sölu. „Það er mjög mikilvægt að opna þessa umræðu því það skiptir öllu máli að matvæli séu rétt merkt, eins og sýnir sig í þessu tilfelli með dóttur mína.“ Bolludagur Tengdar fréttir Innkalla glassúr Katla ehf. tilkynnir í dag sölustöðvun og innköllun á Glassúr súkkulaði og Glassúr bleikur, merktum Kötlu, vegna ómerkts ofnæmis- og óþolsvalds. 19. febrúar 2015 11:20 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þriggja ára stúlka var hætt komin á mánudaginn, bolludag, vegna glassúrs frá Kötlu sem innkallaður var í gær. Telpan, sem er með bráðaofnæmi fyrir eggjum, fékk bollu á leikskólanum sínum með glassúrnum en í honum má finna eggjaduft. Móðir stúlkunnar, Guðfinna Halldórsdóttir, segir að ofnæmið hafi ágerst mjög hratt. „Amma hennar fer að sækja hana á leikskólann og þegar hún kemur er dóttir mín byrjuð að bólgna upp í kringum augun. Ofnæmisviðbrögðin eru þá rétt að koma fram en þau ágerðust mjög hratt. Hún fékk til að mynda mikil útbrot og var bara mjög slöpp,“ segir Guðfinna. Um fimmtán mínútur liðu frá því að amman kom að sækja stúlkuna á leikskólann og þar til hún var búin að gefa henni adrenalínsprautu við ofnæminu. Einnig var hringt strax í 112 og kom sjúkrabíll á leikskólann um fimm mínútum eftir að stúlkan fékk sprautuna. Þá var Guðfinna komin á leikskólann líka. „Við förum með sjúkrabílnum beint upp á bráðamóttöku og þar var mæld súrefnismettun, öndun og blóðþrýstingur. Hún fékk svo sterapúst, það var settur upp leggur og hún fékk meiri ofnæmislyf. Við komum á spítalann um fjögurleytið og fórum heim um ellefu um kvöldið.“Ekki hika við að nota adrenalínpennaÞað sem er svo hættulegt við bráðaofnæmi er að öndunarfærin geta bólgnað upp og lokast. „Dóttir mín hefur það mjög fínt núna en ofnæmið gengur tiltölulega hratt yfir ef það er meðhöndlað réttt. Þó er mikilvægt að hafa í huga að það getur poppað upp aftur um 4-6 klukkustundum seinna. Það þarf því að fylgjast vel með viðkomandi og þess vegna vorum við fram á kvöld á spítalanum,“ segir Guðfinna. Dóttir Guðfinnu hafði aldrei fengið bráðaofnæmi áður en hún segir að það fari ekkert á milli mála þegar slíkt gerist. Hún segir að fólk eigi ekki að óttast að nota adrenalínsprautu, sambærilega þeirri sem notuð var vegna ofnæmis dóttur hennar. „Fólk á ekki að hika við að nota pennann. Það eru mjög góðar leiðbeiningar á honum og dóttir mín fór varla að gráta þegar við notuðum pennann.“Viðurkenndu strax að eggjaduft væri í glassúrnumDaginn eftir fór Guðfinna á leikskólann og fór yfir það ásamt starfsfólkinu hvað dóttir sín hefði borðað. „Ég var alls ekki viss um hvað það gæti verið sem orsakaði ofnæmið. Svo mundi ég reyndar eftir tilfelli með þennan glassúr og að hann hafi verið innkallaður fyrir nokkrum árum vegna þess að ekki var gefið upp í innihaldslýsingu að hann innihéldi eggjaafurðir. Ég hafði svo samband við Kötlu á miðvikudaginn og þeir viðurkenndu þetta strax. Þeir sögðu að þeim þætti þetta mjög leiðinlegt og báðust bara afsökunar enda ekki mikið annað sem þeir gátu gert.“ Guðfinna hafði svo samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í gær og glassúrinn var innkallaður. Aðspurð um hvað henni finnist um þau vinnubrögð að setja ekki ofnæmisvaldandi efni í innihaldslýsingu segir Guðfinna: „Þetta er náttúrulega bara óásættanlegt og maður verður svo reiður. Það sem er líka sérstaklega alvarlegt í þessu tilfelli er að þetta er að gerast í annað skiptið með nákvæmlega sömu vöru. Mér finnst sem eftirlitsskyldan hafi brugðist.“Mjög algengt að fólk fái ofnæmi vegna lélegra innihaldslýsingaHún segist ekki hafa heyrt af öðrum tilfellum varðandi glassúrinn, annað en það sem kom upp fyrir nokkrum árum, en þó sé mjög algengt að fólk fái ofnæmi vegna þess að mikið skortir upp á innihaldslýsingar. „Stundum vantar algjörlega eitthvað í innihaldslýsinguna sem er ofnæmisvaldandi og stundum eru lýsingarnar ónákvæmar. Ég get tekið dæmi um kanilsnúða. Á umbúðunum stóð að þeir innihéldu smjörlíka. Það stóð hins vegar ekkert um hvað væri í smjörlíkinu. Þegar mamman fór svo að spyrjast fyrir kom í ljós að það var soja í smjörlíkinu og dóttir hennar er með ofnæmi fyrir því.“ Þá nefnir hún einnig bakarí sem dæmi þar sem oft skortir algjörlega allar innihaldslýsingar á vörum sem eru þar til sölu. „Það er mjög mikilvægt að opna þessa umræðu því það skiptir öllu máli að matvæli séu rétt merkt, eins og sýnir sig í þessu tilfelli með dóttur mína.“
Bolludagur Tengdar fréttir Innkalla glassúr Katla ehf. tilkynnir í dag sölustöðvun og innköllun á Glassúr súkkulaði og Glassúr bleikur, merktum Kötlu, vegna ómerkts ofnæmis- og óþolsvalds. 19. febrúar 2015 11:20 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Innkalla glassúr Katla ehf. tilkynnir í dag sölustöðvun og innköllun á Glassúr súkkulaði og Glassúr bleikur, merktum Kötlu, vegna ómerkts ofnæmis- og óþolsvalds. 19. febrúar 2015 11:20
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent