Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - ÍR 30-28 | Mikilvægur sigur Eyjamanna Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 9. mars 2015 15:48 vísir/þórdís Nýkrýndir bikarmeistarar Eyjamanna unnu í kvöld 30-28 sigur á ÍR-ingum í Vestmannaeyjum. Frábær kafli Eyjamanna í upphafi síðari hálfleiks lagði grunninn að sigrinum. Eyjamenn töpuðu stórt gegn Valsmönnum í síðustu umferð en þeir sýndu mun betri hliðar hér í dag. Liðið fékk aragrúa af hraðaupphlaupum en nýttu ekkert alltof vel. Þrátt fyrir það skoraði liðið sjö mörk úr þeim. Mikið jafnræði var í leiknum en Eyjamenn voru þó skrefinu á undan fyrstu fimmtán mínúturnar. Heimamenn virtust hafa hrist af sér slenið frá síðasta leik og skoruðu mikið af flottum mörkum. Vörnin var einnig mjög góð og Kolbeinn þar fyrir aftan. Leikurinn snerist þá við en seinni hluta fyrri hálfleiks léku gestirnir mjög vel. Þá tókst þeim að galopna vörn Eyjamanna og loka sinni eigin. Þeir leiddu því leikinn í nokkurn tíma þar sem Brynjar Valgeir Steinarsson og Bjarni Fritzson léku frábærlega. Bjarni þurfti að hlusta á söngva um hann úr stúkunni og virtist það trufla hann örlítið í síðari hálfleik. Þá fór að koma meiri hiti í leikinn og var Bjarni oft miðpunkturinn í því. Góður kafli ÍBV undir lok fyrri hálfleiks gerði það að verkum að staðan var 14-13 þeim í vil í hálfleik. Ef að kaflinn undir lok fyrri hálfleiks var góður, þá var kaflinn í upphafi síðari hálfleiks frábær. ÍR-ingum tókst að jafna í 14-14 en þá tóku við sex mörk í röð frá Eyjamönnum. Það var eins og hornamenn ÍBV væru í kapphlaupi við hvorn annan, þeir voru svo snöggir fram völlinn. Hákon Daði Styrmisson átti flotta innkomu en hann skoraði fimm mörk alls í leiknum. Heimamenn héldu áfram að breikka bilið sem var sjö mörk í dálítinn tíma. Þar hélt vörn Eyjamanna vel og leit út fyrir að liðið ætlaði að sigla heim öruggum sigri. ÍR-ingar voru þó alls ekki á sama máli og minnkuðu muninn í 26-23. Þeir héldu áfram að saxa á forskotið sem var fljótt komið niður í tvö mörk. Örlítil heppni í dómgæslu olli því að ÍR-ingar minnkuðu í eitt mark þegar minna en tvær mínútur voru eftir. Þá var Sturla Ásgeirsson fyrstur fram völlinn og skoraði örugglega. Eyjamönnum tókst þó að svara strax og náðu eins og áður segir að sigla sigrinum í höfn. Sigurinn þýðir að ÍBV lyftir sér upp að FH-ingum í 4. sæti deildarinnar. ÍR-ingar sitja þó einu sæti en sjö stigum ofar.Gunnar Magnússon: Hefði viljað klára leikinn betur „Ég er hrikalega ánægður með þetta, gríðarlega mikilvæg tvö stig. Ég er ánægður með karakterinn og að klára sterkt lið ÍR,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir flottan sigur á ÍR-ingum. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en Eyjamenn sigldu síðan fram úr þegar líða fór á síðari hálfleik. „Þetta var frábær kafli en að sama skapi hefði ég viljað klára þetta betur. Við missum einbeitinguna í skamman tíma og ÍR-ingarnir eru mjög seigir, um leið og þú slakar á þá refsa þeir strax.“ „Liðsheildin skóp þennan sigur, menn stigu upp í dag sóknarlega. Við náðum að leysa þeirra varnarleik þegar þeir tóku Agnar út.“ Það er þétt leikið í Olís-deildinni þessa dagana, eru allir leikmennirnir klárir? „Við erum að draga Sindra á lappir aðeins fyrr en við ætluðum okkur og Maggi lenti í bílslysi. Það er þó nóg af heilum mönnum, ég er ánægður með ungu strákana sem fengu frábært tækifæri í dag,“ sagði Gunnar en fyrirliði liðsins lenti í bílslysi á dögunum og hefur verið að finna til í annarri öxlinni. „Þetta er gott tækifæri fyrir aðra að stíga upp þegar það vantar lykilmenn. Næsta markmið er að bæta okkur áfram og að halda áfram að vinna í okkur,“ sagði Gunnar að lokum en hann horfir bjartsýnum augum á framhaldið.Einar Hólmgeirsson: Björgvin nennti ekki með til Eyja „Maður er aldrei ánægður með að tapa, en miðað við hvernig við spiluðum hér síðast í Eyjum er þetta mikil framför,“ sagði Einar Hólmgeirsson, annar þjálfara ÍR-inga eftir sárt tap í Vestmannaeyjum. Björgvin Þór Hólmgeirsson lék ekki með ÍR-ingum í dag en hann hefur verið algjör lykilmaður í liðinu. „Hann nennti bara ekki með til Eyja,“ sagði Einar og glotti. Síðan gaf Einar það út að Björgvin hefði meiðst í leiknum gegn HK líkt og Aron, þeir verða skoðaðir vel í vikunni en Einar vonar augljóslega að þeir verði ekki lengi frá. „Ég var nokkuð ánægður með baráttuna hjá strákunum í dag. Við missum auðvitað tvo lykilmenn út fyrir leikinn í dag en þeir sem komu inn í staðinn stóðu sig frábærlega.“ „Þetta er fimm mínútna kafli í síðari hálfleik sem drap okkur. Á móti ÍBV er það erfitt, þeir eru helvíti grimmir í þessum atriðum og þrífast á þessu. Því miður réttum við þeim þetta þarna á fimm mínútum,“ sagði Einar en þar á hann við kafla þar sem að Eyjamenn skoruðu sex mörk gegn engu frá ÍR-ingum. „Við vorum að spila vel í fyrri hálfleik en menn fóru að gleyma því sem þeir voru að gera vel. Þetta voru aðallega rangar ákvarðanir og stress. ÍBV er ekki lið sem er gott að gera svona mistök á móti.“ Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Nýkrýndir bikarmeistarar Eyjamanna unnu í kvöld 30-28 sigur á ÍR-ingum í Vestmannaeyjum. Frábær kafli Eyjamanna í upphafi síðari hálfleiks lagði grunninn að sigrinum. Eyjamenn töpuðu stórt gegn Valsmönnum í síðustu umferð en þeir sýndu mun betri hliðar hér í dag. Liðið fékk aragrúa af hraðaupphlaupum en nýttu ekkert alltof vel. Þrátt fyrir það skoraði liðið sjö mörk úr þeim. Mikið jafnræði var í leiknum en Eyjamenn voru þó skrefinu á undan fyrstu fimmtán mínúturnar. Heimamenn virtust hafa hrist af sér slenið frá síðasta leik og skoruðu mikið af flottum mörkum. Vörnin var einnig mjög góð og Kolbeinn þar fyrir aftan. Leikurinn snerist þá við en seinni hluta fyrri hálfleiks léku gestirnir mjög vel. Þá tókst þeim að galopna vörn Eyjamanna og loka sinni eigin. Þeir leiddu því leikinn í nokkurn tíma þar sem Brynjar Valgeir Steinarsson og Bjarni Fritzson léku frábærlega. Bjarni þurfti að hlusta á söngva um hann úr stúkunni og virtist það trufla hann örlítið í síðari hálfleik. Þá fór að koma meiri hiti í leikinn og var Bjarni oft miðpunkturinn í því. Góður kafli ÍBV undir lok fyrri hálfleiks gerði það að verkum að staðan var 14-13 þeim í vil í hálfleik. Ef að kaflinn undir lok fyrri hálfleiks var góður, þá var kaflinn í upphafi síðari hálfleiks frábær. ÍR-ingum tókst að jafna í 14-14 en þá tóku við sex mörk í röð frá Eyjamönnum. Það var eins og hornamenn ÍBV væru í kapphlaupi við hvorn annan, þeir voru svo snöggir fram völlinn. Hákon Daði Styrmisson átti flotta innkomu en hann skoraði fimm mörk alls í leiknum. Heimamenn héldu áfram að breikka bilið sem var sjö mörk í dálítinn tíma. Þar hélt vörn Eyjamanna vel og leit út fyrir að liðið ætlaði að sigla heim öruggum sigri. ÍR-ingar voru þó alls ekki á sama máli og minnkuðu muninn í 26-23. Þeir héldu áfram að saxa á forskotið sem var fljótt komið niður í tvö mörk. Örlítil heppni í dómgæslu olli því að ÍR-ingar minnkuðu í eitt mark þegar minna en tvær mínútur voru eftir. Þá var Sturla Ásgeirsson fyrstur fram völlinn og skoraði örugglega. Eyjamönnum tókst þó að svara strax og náðu eins og áður segir að sigla sigrinum í höfn. Sigurinn þýðir að ÍBV lyftir sér upp að FH-ingum í 4. sæti deildarinnar. ÍR-ingar sitja þó einu sæti en sjö stigum ofar.Gunnar Magnússon: Hefði viljað klára leikinn betur „Ég er hrikalega ánægður með þetta, gríðarlega mikilvæg tvö stig. Ég er ánægður með karakterinn og að klára sterkt lið ÍR,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir flottan sigur á ÍR-ingum. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en Eyjamenn sigldu síðan fram úr þegar líða fór á síðari hálfleik. „Þetta var frábær kafli en að sama skapi hefði ég viljað klára þetta betur. Við missum einbeitinguna í skamman tíma og ÍR-ingarnir eru mjög seigir, um leið og þú slakar á þá refsa þeir strax.“ „Liðsheildin skóp þennan sigur, menn stigu upp í dag sóknarlega. Við náðum að leysa þeirra varnarleik þegar þeir tóku Agnar út.“ Það er þétt leikið í Olís-deildinni þessa dagana, eru allir leikmennirnir klárir? „Við erum að draga Sindra á lappir aðeins fyrr en við ætluðum okkur og Maggi lenti í bílslysi. Það er þó nóg af heilum mönnum, ég er ánægður með ungu strákana sem fengu frábært tækifæri í dag,“ sagði Gunnar en fyrirliði liðsins lenti í bílslysi á dögunum og hefur verið að finna til í annarri öxlinni. „Þetta er gott tækifæri fyrir aðra að stíga upp þegar það vantar lykilmenn. Næsta markmið er að bæta okkur áfram og að halda áfram að vinna í okkur,“ sagði Gunnar að lokum en hann horfir bjartsýnum augum á framhaldið.Einar Hólmgeirsson: Björgvin nennti ekki með til Eyja „Maður er aldrei ánægður með að tapa, en miðað við hvernig við spiluðum hér síðast í Eyjum er þetta mikil framför,“ sagði Einar Hólmgeirsson, annar þjálfara ÍR-inga eftir sárt tap í Vestmannaeyjum. Björgvin Þór Hólmgeirsson lék ekki með ÍR-ingum í dag en hann hefur verið algjör lykilmaður í liðinu. „Hann nennti bara ekki með til Eyja,“ sagði Einar og glotti. Síðan gaf Einar það út að Björgvin hefði meiðst í leiknum gegn HK líkt og Aron, þeir verða skoðaðir vel í vikunni en Einar vonar augljóslega að þeir verði ekki lengi frá. „Ég var nokkuð ánægður með baráttuna hjá strákunum í dag. Við missum auðvitað tvo lykilmenn út fyrir leikinn í dag en þeir sem komu inn í staðinn stóðu sig frábærlega.“ „Þetta er fimm mínútna kafli í síðari hálfleik sem drap okkur. Á móti ÍBV er það erfitt, þeir eru helvíti grimmir í þessum atriðum og þrífast á þessu. Því miður réttum við þeim þetta þarna á fimm mínútum,“ sagði Einar en þar á hann við kafla þar sem að Eyjamenn skoruðu sex mörk gegn engu frá ÍR-ingum. „Við vorum að spila vel í fyrri hálfleik en menn fóru að gleyma því sem þeir voru að gera vel. Þetta voru aðallega rangar ákvarðanir og stress. ÍBV er ekki lið sem er gott að gera svona mistök á móti.“
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira