Dansarar í siguratriði Maríu verða eftir heima Bjarki Ármannsson skrifar 8. mars 2015 21:22 Dansararnir í atriði Maríu fara ekki með til Vínar. Vísir/Andri Marinó Dönsurum verður sleppt við lagið Unbroken með Maríu Ólafsdóttur, framlag Íslands til Eurovision-keppninnar í ár, og bakröddum fjölgað í staðinn. Lagahöfundar segjast hafa ráðfært sig við fagfólk sem hefur reynslu af því að keppa í Eurovison og breytingarnar séu til þess fallnar að styðja við sönginn. DV greindi fyrr í dag frá ákvörðun Stop Wait Go-lagahópsins um að sleppa dönsurum. Ákvörðunin var tilkynnt dönsurunum tveimur, þeim Ellen Margréti Bæhrenz og Þóreyju Birgisdóttur, á fundi í vikunni. „Þetta kemur sér virkilega illa fyrir okkur því við höfum þurft að hafna verkefnum og höfum bara verið að einbeita okkur að atriðinu og dansinum fyrir aðalkeppnina í Vín,“ segir Þórey í samtali við miðilinn. Þá segir hún fjölskyldur þeirra beggja þegar hafa keypt flugmiða út til Austurríkis.Sjá einnig: Verzló góður undirbúningur Í viðtali við RÚV í kvöld segir svo Pálmi Ragnar Ásgeirsson, meðlimur Stop Wait Go, að hópurinn sé allur af vilja gerður til að koma til móts við fjölskyldurnar. Aðeins sex megi vera á sviðinu í keppninni en ekki liggi fyrir að svo stöddu hvort tveimur eða þremur söngvurum verði bætt við atriðið til viðbótar við þá þrjá sem fyrir eru. Þegar hefur verið greint frá því að einn þessara söngvara verður Friðrik Dór Jónsson, sem keppti við Maríu í úrslitum forkeppninnar. „Það er virkilega erfitt að láta söng hljóma vel í beinni útsendingu í sjónvarpi - það er sama hvort það sé frá Super Bowl eða Söngvakeppninni - og við viljum gera allt til að styrkja sönginn,“ segir Pálmi við RÚV. Eurovision Tengdar fréttir María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00 Friðrik Dór er klár í slaginn með Maríu "Þetta var bara lauslega rætt á laugardagskvöldið og ég er alveg opinn fyrir því að fara til Vínar, er það ekki bara frábær borg?,“ segir Friðrik Dór, sem stendur til boða að syngja bakraddir með Maríu Ólafs í lokakeppni Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. 17. febrúar 2015 10:15 Verzló góður undirbúningur María Ólafsdóttir sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í gær en hún, Friðrik Dór og meðlimir StopWaitGo eru öll fyrrverandi nemendur Verzlunarskóla Íslands. 16. febrúar 2015 11:00 María fagnar því að Frikki Dór syngi með Söngkonan María Ólafsdóttir segir Friðrik Dór Jónsson ekki hafa troðið sér með til Austurríkis. 18. febrúar 2015 09:00 FM95BLÖ: „Mér fannst þú syngja vel, en það var greinilega ekki nóg“ María Ólafsdóttir var látin hringja í Friðrik Dór og gorta sig af Eurovision-sigri. 20. febrúar 2015 21:23 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Dönsurum verður sleppt við lagið Unbroken með Maríu Ólafsdóttur, framlag Íslands til Eurovision-keppninnar í ár, og bakröddum fjölgað í staðinn. Lagahöfundar segjast hafa ráðfært sig við fagfólk sem hefur reynslu af því að keppa í Eurovison og breytingarnar séu til þess fallnar að styðja við sönginn. DV greindi fyrr í dag frá ákvörðun Stop Wait Go-lagahópsins um að sleppa dönsurum. Ákvörðunin var tilkynnt dönsurunum tveimur, þeim Ellen Margréti Bæhrenz og Þóreyju Birgisdóttur, á fundi í vikunni. „Þetta kemur sér virkilega illa fyrir okkur því við höfum þurft að hafna verkefnum og höfum bara verið að einbeita okkur að atriðinu og dansinum fyrir aðalkeppnina í Vín,“ segir Þórey í samtali við miðilinn. Þá segir hún fjölskyldur þeirra beggja þegar hafa keypt flugmiða út til Austurríkis.Sjá einnig: Verzló góður undirbúningur Í viðtali við RÚV í kvöld segir svo Pálmi Ragnar Ásgeirsson, meðlimur Stop Wait Go, að hópurinn sé allur af vilja gerður til að koma til móts við fjölskyldurnar. Aðeins sex megi vera á sviðinu í keppninni en ekki liggi fyrir að svo stöddu hvort tveimur eða þremur söngvurum verði bætt við atriðið til viðbótar við þá þrjá sem fyrir eru. Þegar hefur verið greint frá því að einn þessara söngvara verður Friðrik Dór Jónsson, sem keppti við Maríu í úrslitum forkeppninnar. „Það er virkilega erfitt að láta söng hljóma vel í beinni útsendingu í sjónvarpi - það er sama hvort það sé frá Super Bowl eða Söngvakeppninni - og við viljum gera allt til að styrkja sönginn,“ segir Pálmi við RÚV.
Eurovision Tengdar fréttir María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00 Friðrik Dór er klár í slaginn með Maríu "Þetta var bara lauslega rætt á laugardagskvöldið og ég er alveg opinn fyrir því að fara til Vínar, er það ekki bara frábær borg?,“ segir Friðrik Dór, sem stendur til boða að syngja bakraddir með Maríu Ólafs í lokakeppni Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. 17. febrúar 2015 10:15 Verzló góður undirbúningur María Ólafsdóttir sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í gær en hún, Friðrik Dór og meðlimir StopWaitGo eru öll fyrrverandi nemendur Verzlunarskóla Íslands. 16. febrúar 2015 11:00 María fagnar því að Frikki Dór syngi með Söngkonan María Ólafsdóttir segir Friðrik Dór Jónsson ekki hafa troðið sér með til Austurríkis. 18. febrúar 2015 09:00 FM95BLÖ: „Mér fannst þú syngja vel, en það var greinilega ekki nóg“ María Ólafsdóttir var látin hringja í Friðrik Dór og gorta sig af Eurovision-sigri. 20. febrúar 2015 21:23 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00
Friðrik Dór er klár í slaginn með Maríu "Þetta var bara lauslega rætt á laugardagskvöldið og ég er alveg opinn fyrir því að fara til Vínar, er það ekki bara frábær borg?,“ segir Friðrik Dór, sem stendur til boða að syngja bakraddir með Maríu Ólafs í lokakeppni Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. 17. febrúar 2015 10:15
Verzló góður undirbúningur María Ólafsdóttir sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í gær en hún, Friðrik Dór og meðlimir StopWaitGo eru öll fyrrverandi nemendur Verzlunarskóla Íslands. 16. febrúar 2015 11:00
María fagnar því að Frikki Dór syngi með Söngkonan María Ólafsdóttir segir Friðrik Dór Jónsson ekki hafa troðið sér með til Austurríkis. 18. febrúar 2015 09:00
FM95BLÖ: „Mér fannst þú syngja vel, en það var greinilega ekki nóg“ María Ólafsdóttir var látin hringja í Friðrik Dór og gorta sig af Eurovision-sigri. 20. febrúar 2015 21:23