Lífsgæði batna þegar heita vatnið kemur í sveitirnar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2015 20:59 Íbúar 120 sveitabæja í Húnaþingi vestra sjá fram á bætt lífsgæði á næstu árum. Leggja á hitaveitu með ljósleiðara heim til þeirra með sjöhundruð milljóna króna framkvæmdum, sem nú eru að hefjast. Þorpið að Laugarbakka í Miðfirði byggðist upp með hitaveitu frá fyrstu tíð, sama gilti um Reykjaskóla í Hrútafirði, Hvammstangi fékk heita vatnið árið 1972 og nú er röðin komin að sveitunum í kring. Lykillinn að hitaveituvæðingu sveitanna eru einmitt jarðhitinn á Laugarbakka og Reykjum. Á Laugarbakka fást 30 til 40 sekúndulítrar af 97 stiga heitu vatni en aðeins um helmingur er nýttur í dag.Frá Laugarbakka í Miðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, segir í viðtali við Stöð 2 að áætlanir séu um miklar hitaveituframkvæmdir. Í sumar eigi að leggja hitaveitu í dreifbýli, bæði í Suður-Miðfjörð og Norður-Hrútafjörð. Þetta verða raunar einhverjar mestu framkvæmdir í héraðinu um langt árabil, fyrir um 700 milljónir króna. Í sumar er áætlað að 43 bæir og fyrirtæki í sveitunum fái hitaveituna og næsta sumar bætist við 50 í Víðidal. Næstu árin þar á eftir er svo vonast til að tengja yfir 30 til viðbótar. Þá eru áform um að leggja ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn með hitaveitunni. Nýja reiðhöllin í Víðidal, sem fjallað var um í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í vikunni, er meðal þeirra sem fá hitaveituna. Ísólfur Líndal Þórisson, hrossabóndi á Lækjamóti, segir að gert hafi verið ráð fyrir hitaveitunni. „Þannig að það er bara að tengja. Svo fáum við ljósleiðarann. Þannig að þá erum við aldeilis orðin tengd veröldinni,“ segir Ísólfur.Borholurnar á Laugarbakka eru taldar gefa 30-40 sekúndulítra af 97 stiga heitu vatni. Um helmingur er nýttur í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þrátt fyrir verulegan stofnkostnað notenda í upphafi vonast sveitarstjórinn til að hann náist til baka þegar dýr rafmagnskynding sparast. Jarðhitinn sé hlunnindi. „Gríðarleg hlunnindi. Að ég tali nú ekki um ef við fáum ljósleiðara með. Það er engin spurning að þetta verður breyting á lífsgæðum,“ segir Guðný Hrund. Sóknarhug Húnvetninga má kynnast í nýlegum þætti Stöðvar 2 frá Hvammstanga. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55 Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Íbúar 120 sveitabæja í Húnaþingi vestra sjá fram á bætt lífsgæði á næstu árum. Leggja á hitaveitu með ljósleiðara heim til þeirra með sjöhundruð milljóna króna framkvæmdum, sem nú eru að hefjast. Þorpið að Laugarbakka í Miðfirði byggðist upp með hitaveitu frá fyrstu tíð, sama gilti um Reykjaskóla í Hrútafirði, Hvammstangi fékk heita vatnið árið 1972 og nú er röðin komin að sveitunum í kring. Lykillinn að hitaveituvæðingu sveitanna eru einmitt jarðhitinn á Laugarbakka og Reykjum. Á Laugarbakka fást 30 til 40 sekúndulítrar af 97 stiga heitu vatni en aðeins um helmingur er nýttur í dag.Frá Laugarbakka í Miðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, segir í viðtali við Stöð 2 að áætlanir séu um miklar hitaveituframkvæmdir. Í sumar eigi að leggja hitaveitu í dreifbýli, bæði í Suður-Miðfjörð og Norður-Hrútafjörð. Þetta verða raunar einhverjar mestu framkvæmdir í héraðinu um langt árabil, fyrir um 700 milljónir króna. Í sumar er áætlað að 43 bæir og fyrirtæki í sveitunum fái hitaveituna og næsta sumar bætist við 50 í Víðidal. Næstu árin þar á eftir er svo vonast til að tengja yfir 30 til viðbótar. Þá eru áform um að leggja ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn með hitaveitunni. Nýja reiðhöllin í Víðidal, sem fjallað var um í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í vikunni, er meðal þeirra sem fá hitaveituna. Ísólfur Líndal Þórisson, hrossabóndi á Lækjamóti, segir að gert hafi verið ráð fyrir hitaveitunni. „Þannig að það er bara að tengja. Svo fáum við ljósleiðarann. Þannig að þá erum við aldeilis orðin tengd veröldinni,“ segir Ísólfur.Borholurnar á Laugarbakka eru taldar gefa 30-40 sekúndulítra af 97 stiga heitu vatni. Um helmingur er nýttur í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þrátt fyrir verulegan stofnkostnað notenda í upphafi vonast sveitarstjórinn til að hann náist til baka þegar dýr rafmagnskynding sparast. Jarðhitinn sé hlunnindi. „Gríðarleg hlunnindi. Að ég tali nú ekki um ef við fáum ljósleiðara með. Það er engin spurning að þetta verður breyting á lífsgæðum,“ segir Guðný Hrund. Sóknarhug Húnvetninga má kynnast í nýlegum þætti Stöðvar 2 frá Hvammstanga.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55 Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42
Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19
Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26
Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31
Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02
Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55
Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent