Þetta segir eini maðurinn sem hefur viðurkennt að hafa orðið vitni að morði Jihadi John á gísl ISIS. Hann fylgdist meðal annars því þegar Kenji Goto var tekinn af lífi.
Sky News ræddu við mann sem kallar sig Saleh, en hann flúði frá Sýrlandi vegna þess sem hann hafði séð þar og gert. Saleh var túlkur áður en hann gekk til liðs við ISIS, en starf hans þar var að tala við gíslana og róa þá.
Í viðtali sínu við Sky segir Saleh að hann hafi sagt gíslunum að hafa ekki áhyggjur, þeir yrðu ekki myrtir, það væri bara verið að taka upp myndband. Hann sagði að þeir vildu ekki myrða þá, heldur vildu þeir að ríkisstjórnir þeirra hættu árásum gegn ISIS.
„Ég sagði þeim að hafa ekki áhyggjur, þetta væri ekki hættulegt. En ég var handviss um að þeir myndu deyja,“ segir Saleh.
Viðtal Sky við liðhlaupann Saleh má sjá hér að neðan.