Breiðablik og Stjarnan unnu leiki sína í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Breiðablik lagði Ísladsmeistaraefnin í FH af velli 3-0 og Stjarnan skoraði tvö mörk gegn engu hjá Keflavík.
Davíð Kristján Ólafsson kom Breiðablik yfir eftir smekklegan undirbúning frá Guðjóni Pétri Lýðssyni. Pétur Viðarsson, miðvörður FH, gerði svo sig sekan um klaufaleg mistök, Ellert Hreinsson stal af honum boltanum, en Pétur braut á Ellerti.
Erlendur Eiríksson gaf Pétri reisupassann og dæmdi réttilega víti. Arnór Sveinn Aðalsteinsson steig á punktinn og skoraði. Þannig var staðan í hálfleik. Arnór Sveinn bætti svo við öðru marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og lokatölur 3-0.
Með sigrinum fer Breiðablik upp í annað sætið, en þeir eru með þrettán stig, jafn mörg og Fylkir sem er á toppnum. FH er í þriðja sætinu með tólf stig þegar einn leikur er eftir.
Í Keflavík var Stjarnan í heimsókn. Jeppe Hansen skoraði bæði mörk Stjörnunnar, en bæði mörkin komu á síðasta stundarfjórðungnum. Daninn var að skora í þriðja leiknum í röð.
Með sigrinum fer Stjarnan í annað sætið, en þeir eru með tíu stig eftir fimm leiki. Keflavík er í fimta sæti með sjö stig eftir sex leiki.
Auðvelt hjá Blikum gegn FH | Jeppe sá um Keflavík
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Körfubolti




Mark Martinez lyfti Inter á toppinn
Fótbolti

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn

„Eigum skilið að finna til“
Enski boltinn

