Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. maí 2025 18:01 Það var hart barist á grænum vellinum í Grindavík. Vísir/Hulda Margrét Manni færri jafnaði Fjölnir í blálokin í því sem var fyrsti alvöru heimaleikur Grindavíkur í háa herrans tíð. Lokatölur á Stakkavíkurvelli 3-3 og bæði lið enn án sigurs að lokinni 2. umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu. Undanfarið hafa Grindvíkingar unnið að því að gera Stakkavíkurvöll kláran eftir að hafa fengið grænt ljós frá yfirvöldum sem og Knattspyrnusambandi Íslands að öruggt sé að leikir fari þar fram. Þá stefnir körfuboltalið bæjarins á að spila eitthvað af heimaleikjum sínum í Grindavík á næstu leiktíð. Það var því blásið til veislu þegar Fjölnir mætti í heimsókn en gestirnir úr Grafarvogi virtust ekki hafa fengið minnisblaðið um að dagurinn ætti að vera sem eftirminnilegastur fyrir gula Grindvíkinga. Rafael Máni Þrastarson kom gestunum yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Ármann Ingi Finnbogason jafnaði á 9. mínútu og stefndi í sannkallaðan markaleik. Rafael Máni kom gestunum yfir á nýjan leik aðeins fjórum mínútum síðar en það reyndist síðasta mark fyrri hálfleiks, staðan að honum loknum 1-2. Adam Árni Róbertsson steig hins vegar upp í síðari hálfleik og reyndist hetja heimamanna. Hann jafnaði metin á 52. mínútu og skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 65. mínútu leiksins. Hilmar Elís Hilmarsson fékk að líta rauða spjaldið í liði gestanna þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Manni færri gerðu gestirnir sér lítið fyrir og jöfnuðu metin. Þar var að verki varamaðurinn Kristófer Dagur Arnarsson. Lokatölur 3-3 og bæði lið með eitt stig að loknum tveimur umferðum eftir tap í 1. umferð. Þá vann Njarðvík öruggan 5-1 sigur þegar nýliðar Völsungs komu í heimsókn. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net. Fótbolti Lengjudeild karla Grindavík UMF Grindavík Völsungur Tengdar fréttir Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Grindavíkurvöllur hefur verið metinn öruggur til æfinga og keppni og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að Grindvíkingar taki þar á móti Fjölni úr Grafarvogi á laugardaginn, í fyrsta heimaleik sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í ár. 8. maí 2025 11:02 Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. 2. maí 2025 11:30 Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Ungmennafélagið Grindavík mun snúa aftur til Grindavíkur. Munu meistaraflokkar í fótbolta og körfubolta leika leiki sína, allavega að hluta, innan bæjarmarkanna á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. 1. maí 2025 17:22 „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Grindvíkingar nýttu margir hverjir sumardaginn fyrsta í sjálfboðaliðastarf á fótboltavelli bæjarins. Ekki hafa farið fram íþróttakappleikir í bænum í um 18 mánuði, en það á að breytast í sumar. 25. apríl 2025 08:02 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Undanfarið hafa Grindvíkingar unnið að því að gera Stakkavíkurvöll kláran eftir að hafa fengið grænt ljós frá yfirvöldum sem og Knattspyrnusambandi Íslands að öruggt sé að leikir fari þar fram. Þá stefnir körfuboltalið bæjarins á að spila eitthvað af heimaleikjum sínum í Grindavík á næstu leiktíð. Það var því blásið til veislu þegar Fjölnir mætti í heimsókn en gestirnir úr Grafarvogi virtust ekki hafa fengið minnisblaðið um að dagurinn ætti að vera sem eftirminnilegastur fyrir gula Grindvíkinga. Rafael Máni Þrastarson kom gestunum yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Ármann Ingi Finnbogason jafnaði á 9. mínútu og stefndi í sannkallaðan markaleik. Rafael Máni kom gestunum yfir á nýjan leik aðeins fjórum mínútum síðar en það reyndist síðasta mark fyrri hálfleiks, staðan að honum loknum 1-2. Adam Árni Róbertsson steig hins vegar upp í síðari hálfleik og reyndist hetja heimamanna. Hann jafnaði metin á 52. mínútu og skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 65. mínútu leiksins. Hilmar Elís Hilmarsson fékk að líta rauða spjaldið í liði gestanna þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Manni færri gerðu gestirnir sér lítið fyrir og jöfnuðu metin. Þar var að verki varamaðurinn Kristófer Dagur Arnarsson. Lokatölur 3-3 og bæði lið með eitt stig að loknum tveimur umferðum eftir tap í 1. umferð. Þá vann Njarðvík öruggan 5-1 sigur þegar nýliðar Völsungs komu í heimsókn. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.
Fótbolti Lengjudeild karla Grindavík UMF Grindavík Völsungur Tengdar fréttir Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Grindavíkurvöllur hefur verið metinn öruggur til æfinga og keppni og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að Grindvíkingar taki þar á móti Fjölni úr Grafarvogi á laugardaginn, í fyrsta heimaleik sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í ár. 8. maí 2025 11:02 Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. 2. maí 2025 11:30 Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Ungmennafélagið Grindavík mun snúa aftur til Grindavíkur. Munu meistaraflokkar í fótbolta og körfubolta leika leiki sína, allavega að hluta, innan bæjarmarkanna á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. 1. maí 2025 17:22 „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Grindvíkingar nýttu margir hverjir sumardaginn fyrsta í sjálfboðaliðastarf á fótboltavelli bæjarins. Ekki hafa farið fram íþróttakappleikir í bænum í um 18 mánuði, en það á að breytast í sumar. 25. apríl 2025 08:02 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Grindavíkurvöllur hefur verið metinn öruggur til æfinga og keppni og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að Grindvíkingar taki þar á móti Fjölni úr Grafarvogi á laugardaginn, í fyrsta heimaleik sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í ár. 8. maí 2025 11:02
Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. 2. maí 2025 11:30
Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Ungmennafélagið Grindavík mun snúa aftur til Grindavíkur. Munu meistaraflokkar í fótbolta og körfubolta leika leiki sína, allavega að hluta, innan bæjarmarkanna á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. 1. maí 2025 17:22
„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Grindvíkingar nýttu margir hverjir sumardaginn fyrsta í sjálfboðaliðastarf á fótboltavelli bæjarins. Ekki hafa farið fram íþróttakappleikir í bænum í um 18 mánuði, en það á að breytast í sumar. 25. apríl 2025 08:02