HPV, er bólusetning stúlkna nóg? sigga dögg skrifar 30. mars 2015 16:00 Vísir/Getty Stúlkum við 12 ára aldurinn er boðin bólusetning við HPV veirunni.HPV veiruna þekkja margir sem kynfæravörtur eða veira sem getur leitt til frumubreytinga í leghálsi sem getur verið ástæða til keiluskurðar eða getur í sumum tilfellum leitt til leghálskrabbameins. Í nýlegri umfjöllun á vefsíðunni GayIceland þá er fjallað um af hverju bólusetningin standi ekki drengjum til boða, sérstaklega þeim sem kunna að stunda endaþarmsmök. Svörin eru á þá leið að þetta er dýr bólusetning en menn geta kosið að fara í hana og þá kostar hún um 60.000 kr öll meðferðin (þrjár sprautur, best að fá þær innan árs). Þannig geta foreldrar kosið að bólusetja drengina sína en ákvöðrun var tekin um að bólusetja bara stúlkur því þær eru í auknum áhættuhópi. HPV veiran getur haft mörg afbrigði og er talið að bólusetningin ná til tveggja sem eru hvað skæðastar og orsaka um 70%af öllum tilfelllum af leghálskrabbameini. Einnig er hægt að fá krabbamein af völdum veirunnar í hálsi, rassi og á kynfærum. Drengir sem eru með stúlkum sem hafa verið bólusettar eru varðir en ekki drengir sem stunda kynlíf með öðrum drengjum. Samkvæmt vefsíðu Krabbameinsfélagsins þá er:Talið að um 80% kvenna smitist einhvern tímann af HPV og um 45-50% stúlkna yngri 25 ára hafi veiruna í sér. Í 92% tilfella myndar ónæmiskerfi líkamans mótefni sem eyðir veirunni á næstu 18 mánuðum eftir smit. Hægt er að greina nýlegt smit með því að taka strok frá leghálsi konu eða getnaðarlim karlmanns. Það er sjaldan gert því það þjónar litlum hagnýtum tilgangi.Ákveðnar tegundir HPV geta valdið kynfæravörtum hjá konum og körlum. Aðrar geta valdið leghálskrabbameini og enn aðrar geta valdið krabbameini á skapabörmum, í leggöngum, á getnaðarlim, í hálsi og öndunarvegi. Vitað er að HPV- veirur, sem smitast við samfarir, eru forsendur fyrir myndun frumubreytinga á leghálsi og eru þá ákveðnir stofnar algengari en aðrir. Leggja ber áherslu á að HPV- smit er mjög algengt og er undantekning að það leiði til leghálskrabbameins. Vísir/SkjáskotSamkvæmt vefsíðu Landlæknis þá er: Leghálskrabbamein er næstalgengasta krabbameinið hjá konum um heim allan. Á Íslandi greinast árlega um 1700 konur með forstigsbreytingar í leghálsi og 14-17 konur með leghálskrabbamein. Meðalaldur kvenna með forstigsbreytingar er um 30 ár og kvenna með leghálskrabbamein um 45 ár og lifa um 80% þeirra síðarnefndu í fimm ár eða lengur frá greiningu. Aukin hætta á HPV-smiti stúlkna tengist:Ungum aldri þeirra þegar þær eiga sín fyrstu kynmökFjölda þeirra sem stúlkur/konur eiga kynmök viðReykingumÖðru kynsmiti, svo sem klamydíu-smitiVeikluðu ónæmiskerfi Ef þú hefur áhyggjur af því að smitast, notaðu þá smokk og farðu reglulega í leghálsstrok hjá leitarstöð Krabbameins eða kvensjúkdómalækni. Heilsa Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Stúlkum við 12 ára aldurinn er boðin bólusetning við HPV veirunni.HPV veiruna þekkja margir sem kynfæravörtur eða veira sem getur leitt til frumubreytinga í leghálsi sem getur verið ástæða til keiluskurðar eða getur í sumum tilfellum leitt til leghálskrabbameins. Í nýlegri umfjöllun á vefsíðunni GayIceland þá er fjallað um af hverju bólusetningin standi ekki drengjum til boða, sérstaklega þeim sem kunna að stunda endaþarmsmök. Svörin eru á þá leið að þetta er dýr bólusetning en menn geta kosið að fara í hana og þá kostar hún um 60.000 kr öll meðferðin (þrjár sprautur, best að fá þær innan árs). Þannig geta foreldrar kosið að bólusetja drengina sína en ákvöðrun var tekin um að bólusetja bara stúlkur því þær eru í auknum áhættuhópi. HPV veiran getur haft mörg afbrigði og er talið að bólusetningin ná til tveggja sem eru hvað skæðastar og orsaka um 70%af öllum tilfelllum af leghálskrabbameini. Einnig er hægt að fá krabbamein af völdum veirunnar í hálsi, rassi og á kynfærum. Drengir sem eru með stúlkum sem hafa verið bólusettar eru varðir en ekki drengir sem stunda kynlíf með öðrum drengjum. Samkvæmt vefsíðu Krabbameinsfélagsins þá er:Talið að um 80% kvenna smitist einhvern tímann af HPV og um 45-50% stúlkna yngri 25 ára hafi veiruna í sér. Í 92% tilfella myndar ónæmiskerfi líkamans mótefni sem eyðir veirunni á næstu 18 mánuðum eftir smit. Hægt er að greina nýlegt smit með því að taka strok frá leghálsi konu eða getnaðarlim karlmanns. Það er sjaldan gert því það þjónar litlum hagnýtum tilgangi.Ákveðnar tegundir HPV geta valdið kynfæravörtum hjá konum og körlum. Aðrar geta valdið leghálskrabbameini og enn aðrar geta valdið krabbameini á skapabörmum, í leggöngum, á getnaðarlim, í hálsi og öndunarvegi. Vitað er að HPV- veirur, sem smitast við samfarir, eru forsendur fyrir myndun frumubreytinga á leghálsi og eru þá ákveðnir stofnar algengari en aðrir. Leggja ber áherslu á að HPV- smit er mjög algengt og er undantekning að það leiði til leghálskrabbameins. Vísir/SkjáskotSamkvæmt vefsíðu Landlæknis þá er: Leghálskrabbamein er næstalgengasta krabbameinið hjá konum um heim allan. Á Íslandi greinast árlega um 1700 konur með forstigsbreytingar í leghálsi og 14-17 konur með leghálskrabbamein. Meðalaldur kvenna með forstigsbreytingar er um 30 ár og kvenna með leghálskrabbamein um 45 ár og lifa um 80% þeirra síðarnefndu í fimm ár eða lengur frá greiningu. Aukin hætta á HPV-smiti stúlkna tengist:Ungum aldri þeirra þegar þær eiga sín fyrstu kynmökFjölda þeirra sem stúlkur/konur eiga kynmök viðReykingumÖðru kynsmiti, svo sem klamydíu-smitiVeikluðu ónæmiskerfi Ef þú hefur áhyggjur af því að smitast, notaðu þá smokk og farðu reglulega í leghálsstrok hjá leitarstöð Krabbameins eða kvensjúkdómalækni.
Heilsa Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira