Hamilton lenti í vélavandræðum og komst aðeins fjóra hringi á fyrri æfingunni. Mercedes bíllinn er greinilega ekki alveg skotheldur.
Fernando Alonso snéri aftur og varð 14. en liðsfélagi hans hjá McLaren, Jenson Button varð 17. Alonso er greinilega fullfær um að aka á ný.
Manor liðinu tókst að setja tíma en Will Stevens á Manor var næstum 7 sekúndum á eftir Rosberg og Roberto Merhi á Manor var næstum 8 sekúndum hægari en Rosberg.
Ferrari mennirnir voru skammt á eftir Rosberg. Raikkonen var þriðjung úr sekúndu á eftir Rosberg og Sebastian Vettel hálfri sekúndu á eftir liðsfélaga sínum hjá Ferrari. Óvíst er hvort hraði Ferrari manna sé raunverulega sambærilegur við hraða Mercedes, það kemur í ljós í fyrramálið í tímatökunni.

Alonso náði 16. besta tímanum á seinni æfingunni 2,7 sekúndum á eftir Hamilton. Hann var rétt á undan Button. Honda hefur skrúað aflið í vélunum eitthvað upp fyrir helgina.
Tímatakan fyrir keppnina í Malasíu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 8:50 í fyrramálið. Bein útsending frá keppninni hefst á Stöð 2 Sport klukkan 6:30 á sunnudagsmorgunn.
Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt kort af brautinni sem uppfærist eftir því sem líður á keppnina.