Íslenskur fiðlusnillingur vann til alþjóðlegra verðlauna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2015 22:39 Rannveig Marta er einn efnilegasti tónlistarmaður Íslands. Hún verður tvítug í haust. Vísir/Stefán Fiðluleikarinn Rannveig Marta Sarc vann til fyrstu verðlauna á TEMSIG, tónlistarkeppni ungs fólks í Slóveníu sem er nýlokið. Þá hlaut hún einnig fyrstu verðlaun fyrir flutning á skylduverki og slóvnesku tónverki. Hún greinir frá þessu á Instagram síðu sinni og er eðlilega í skýjunum. Rannveig Marta, sem á íslenska móður og slóvenskan föður, hóf nám við Juilliard haustið 2014 eftir að hafa slegið í gegn í umsóknarferlinu þar sem hún flakkaði á milli skóla vestan hafs í von um inngöngu og skólastyrki. Skemmst frá því að segja að hún komst inn í alla skólana og gat valið á milli þeirra. „Þetta var alveg það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni,“ sagði Rannveig Marta við það tilefni í samtali við Fréttablaðið. Svo fór að hún valdi Juilliard í New York. Awarded 1st Prize at the TEMSIG- Slovenian Music Competition for Youth! Also received a special prize for the compulsory piece and for the commissioned Slovene piece. Very happy to say I will be performing Prokofiev 1st Violin Concerto with the Slovene Philharmonic Orchestra next year! #temsig A photo posted by Rannveig Marta Sarc (@rannveigmarta) on Mar 25, 2015 at 1:46pm PDT Meðal verðlauna sem Rannveig Marta hlaut fyrir árangur sinn er að flytja einleik með Fílharmóníusveit Slóveníu á næsta ári. Mun hún flytja 1. fiðlukonsert Prokofiev. Hér að neðan má heyra Rannveigu Mörtu flytja fyrsta kaflann úr konsertnum. Rannveig hefur spilað á fiðlu síðan hún var fjögurra ára en Guðný Guðmundsdóttir, fyrrverandi konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var kennarinn hennar síðustu sex árin hér á landi áður en hún hélt utan í framhaldsnám. Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Fiðluleikarinn Rannveig Marta Sarc vann til fyrstu verðlauna á TEMSIG, tónlistarkeppni ungs fólks í Slóveníu sem er nýlokið. Þá hlaut hún einnig fyrstu verðlaun fyrir flutning á skylduverki og slóvnesku tónverki. Hún greinir frá þessu á Instagram síðu sinni og er eðlilega í skýjunum. Rannveig Marta, sem á íslenska móður og slóvenskan föður, hóf nám við Juilliard haustið 2014 eftir að hafa slegið í gegn í umsóknarferlinu þar sem hún flakkaði á milli skóla vestan hafs í von um inngöngu og skólastyrki. Skemmst frá því að segja að hún komst inn í alla skólana og gat valið á milli þeirra. „Þetta var alveg það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni,“ sagði Rannveig Marta við það tilefni í samtali við Fréttablaðið. Svo fór að hún valdi Juilliard í New York. Awarded 1st Prize at the TEMSIG- Slovenian Music Competition for Youth! Also received a special prize for the compulsory piece and for the commissioned Slovene piece. Very happy to say I will be performing Prokofiev 1st Violin Concerto with the Slovene Philharmonic Orchestra next year! #temsig A photo posted by Rannveig Marta Sarc (@rannveigmarta) on Mar 25, 2015 at 1:46pm PDT Meðal verðlauna sem Rannveig Marta hlaut fyrir árangur sinn er að flytja einleik með Fílharmóníusveit Slóveníu á næsta ári. Mun hún flytja 1. fiðlukonsert Prokofiev. Hér að neðan má heyra Rannveigu Mörtu flytja fyrsta kaflann úr konsertnum. Rannveig hefur spilað á fiðlu síðan hún var fjögurra ára en Guðný Guðmundsdóttir, fyrrverandi konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var kennarinn hennar síðustu sex árin hér á landi áður en hún hélt utan í framhaldsnám.
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira