Hefur áhyggjur af því að Geysissvæðið verði „geld kýr“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. mars 2015 21:54 Það kemur til greina að setja fjöldatakmarkanir inn á Geysissvæðið í Haukadal. Þetta segir talsmaður landeigenda á svæðinu en Geysissvæðið er þessa dagana eitt forarsvað. Landeigendur óttast óafturkræfar skemmdir á þessum vinsælasta ferðamannastað landsins. Kjartan Hreinn Njálsson var í Haukadal í morgun. Fréttastofa var mætt á Geysissvæðið klukkan 10 í morgun. Þá var ekki beinlínis margt um manninn en stuttu seinna birtust fyrstu rúturnar. Urmull ferðamanna hópaðist út úr rútunum og arkaði um svæðið. 30 til 40 mínútum síðar héldu ferðamennirnir á brott og för þeirra um Gullna hringinn hélt áfram. Landeigendur áætla að í kringum 700.000 ferðamenn heimsæki Geysissvæðið á ári hverju. Meðalfjöldi gesta á dag er í kringum 3.000. „Við höfum verulegar áhyggjur af því að þessi helsti ferðamannastaður landsins verði geld kú á einum sólarhringi þegar tjónið verður orðið óbætanlegt,“ segir Garðar Stefánsson, talsmaður Landeigendafélags Geysis. Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Landeigendafélags Geysis á dögunum harmar stjórn félagsins seinagang og áhugaleysi stjórnvalda á því að leysa vanda mest sótta ferðamannastaðar landsins, Geysis í Haukadal. Fjöldi ferðamanna sem heimsækir Geysissvæðið hefur margfaldast á síðustu árum og síðastliðinn febrúar var, samkvæmt landeigendum, álíka stór mánuður og júní fyrir nokkrum árum. Þessu fylgir gríðarlegt álag á svæðið og viðkvæma náttúru þess. Áform og hugmyndir um framtíðar skipulag Geysissvæðisins liggja fyrir en þetta verður dýrt verkefni. „Þeir fjármunir verða ekki teknir af skattfé. Þetta kostar á milli 600 og 800 milljónir. Þetta er nauðsynlegt til þess að bregðast við þessari auknu ásókn.“ Gjaldtaka á Geysissvæðinu sætti harðri gagnrýni og ríkið fékk samþykkt lögbann á hana. Ríkið á 35% af landinu en lítið er að frétta af umdeildu frumvarpi um náttúrupassa sem er í nefnd eftir fyrstu umræðu. Aðstæður á Geysissvæðinu eru beinlínis hættulegar og Garðar segir nauðsynlegt að hafa fólk á vakt til að tryggja öryggi gesta. En það er náttúran sem gefur eftir, það er hún sem skaðast varanlega. „Maður getur spurt sig, er það eðlilegt að gera út á eigur annarra. Án þess að um það sé samið?“ spyr Garðar.En verður náttúran ekki að fá að njóta vafans? „Við bætum ekki náttúruna ef hún hefur orðið fyrir óafturkræfum skemmdum. Það er einn af þeim kostum sem vert er að hugsa um. Að koma á fjöldatakmörkunum.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Það kemur til greina að setja fjöldatakmarkanir inn á Geysissvæðið í Haukadal. Þetta segir talsmaður landeigenda á svæðinu en Geysissvæðið er þessa dagana eitt forarsvað. Landeigendur óttast óafturkræfar skemmdir á þessum vinsælasta ferðamannastað landsins. Kjartan Hreinn Njálsson var í Haukadal í morgun. Fréttastofa var mætt á Geysissvæðið klukkan 10 í morgun. Þá var ekki beinlínis margt um manninn en stuttu seinna birtust fyrstu rúturnar. Urmull ferðamanna hópaðist út úr rútunum og arkaði um svæðið. 30 til 40 mínútum síðar héldu ferðamennirnir á brott og för þeirra um Gullna hringinn hélt áfram. Landeigendur áætla að í kringum 700.000 ferðamenn heimsæki Geysissvæðið á ári hverju. Meðalfjöldi gesta á dag er í kringum 3.000. „Við höfum verulegar áhyggjur af því að þessi helsti ferðamannastaður landsins verði geld kú á einum sólarhringi þegar tjónið verður orðið óbætanlegt,“ segir Garðar Stefánsson, talsmaður Landeigendafélags Geysis. Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Landeigendafélags Geysis á dögunum harmar stjórn félagsins seinagang og áhugaleysi stjórnvalda á því að leysa vanda mest sótta ferðamannastaðar landsins, Geysis í Haukadal. Fjöldi ferðamanna sem heimsækir Geysissvæðið hefur margfaldast á síðustu árum og síðastliðinn febrúar var, samkvæmt landeigendum, álíka stór mánuður og júní fyrir nokkrum árum. Þessu fylgir gríðarlegt álag á svæðið og viðkvæma náttúru þess. Áform og hugmyndir um framtíðar skipulag Geysissvæðisins liggja fyrir en þetta verður dýrt verkefni. „Þeir fjármunir verða ekki teknir af skattfé. Þetta kostar á milli 600 og 800 milljónir. Þetta er nauðsynlegt til þess að bregðast við þessari auknu ásókn.“ Gjaldtaka á Geysissvæðinu sætti harðri gagnrýni og ríkið fékk samþykkt lögbann á hana. Ríkið á 35% af landinu en lítið er að frétta af umdeildu frumvarpi um náttúrupassa sem er í nefnd eftir fyrstu umræðu. Aðstæður á Geysissvæðinu eru beinlínis hættulegar og Garðar segir nauðsynlegt að hafa fólk á vakt til að tryggja öryggi gesta. En það er náttúran sem gefur eftir, það er hún sem skaðast varanlega. „Maður getur spurt sig, er það eðlilegt að gera út á eigur annarra. Án þess að um það sé samið?“ spyr Garðar.En verður náttúran ekki að fá að njóta vafans? „Við bætum ekki náttúruna ef hún hefur orðið fyrir óafturkræfum skemmdum. Það er einn af þeim kostum sem vert er að hugsa um. Að koma á fjöldatakmörkunum.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira