Aron Einar: Þetta er skyldusigur - svo einfalt er það Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 25. mars 2015 16:45 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, mætti degi síðar en aðrir leikmenn íslenska liðsins til Astana. Hann var þó mættur á æfingu í dag þar sem allir tóku þátt fyrir leikinn mikilvæga gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016 á laugardaginn. „Þetta er mikilvægur leikur upp á framhaldið og við viljum halda í Tékka og í burtu frá Hollandi,“ sagði Aron Einar í samtali við Vísi eftir æfingu í dag. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, sagði í viðtali í gær að íslenska liðið væri mætt til að vinna leikinn og allir mættu gera þær kröfur til strákanna. Fyrirliðinn tekur undir orð þjálfarans. „Þetta verður erfiður leikur en skyldsigur ef við ætlum okkur eitthvað. Svo einfalt er það. Við þurfum bara þrjú stig en við vitum það að þetta verður ekki auðvelt því þeir eru ekki að fara að gefa okkur neitt.“ Hverju býst Aron Einar við frá liði Kasakstan sem er með eitt stig í riðlinum eftir fjóra leiki. „Þeir eru djúpir og þeir verjast vel. Við sjáum það að Hollendingarnir skoruðu ekki fyrr en á 60. mínútu á móti þeim. Þeir koma til með að verjast vel, sitja til baka og keyra síðan hratt á okkur þegar þeir eiga tök á því. Við þurfum að búast við því eins og er en við förum betur yfir leikinn þeirra á morgun,“ segir hann. Ísland tapaði fyrsta leiknum í riðlinum gegn Tékkalandi í október en er með níu stig eftir fjóra leiki. „Við höfum verið að fara yfir Tékkaleikinn í gær og í morgun. Við höfum farið yfir það hvað fór úrskeiðis þar sem var ýmislegt. Þetta er jákvætt og við verðum að halda áfram að bæta okkur og ef að við náum því þá eru allir sáttir,“ segir Aron Einar, en hvað með spurningamerkin í liðinu? „Ég veit ekki betur en að allir séu klárir. Kolli er að koma til baka úr meiðslum en spilaði 90 mínútur um daginn. Svo eru fleiri ekki alveg búnir að fá að spila jafnmikið og þeir gerðu fyrir fyrri leikina í riðlinum. Menn eru samt klárir og það eru engin meiðsli að fara að stoppa menn fyrir þennan leik sérstaklega þar sem að þetta er svona mikilvægur leikur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. 25. mars 2015 07:15 Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, mætti degi síðar en aðrir leikmenn íslenska liðsins til Astana. Hann var þó mættur á æfingu í dag þar sem allir tóku þátt fyrir leikinn mikilvæga gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016 á laugardaginn. „Þetta er mikilvægur leikur upp á framhaldið og við viljum halda í Tékka og í burtu frá Hollandi,“ sagði Aron Einar í samtali við Vísi eftir æfingu í dag. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, sagði í viðtali í gær að íslenska liðið væri mætt til að vinna leikinn og allir mættu gera þær kröfur til strákanna. Fyrirliðinn tekur undir orð þjálfarans. „Þetta verður erfiður leikur en skyldsigur ef við ætlum okkur eitthvað. Svo einfalt er það. Við þurfum bara þrjú stig en við vitum það að þetta verður ekki auðvelt því þeir eru ekki að fara að gefa okkur neitt.“ Hverju býst Aron Einar við frá liði Kasakstan sem er með eitt stig í riðlinum eftir fjóra leiki. „Þeir eru djúpir og þeir verjast vel. Við sjáum það að Hollendingarnir skoruðu ekki fyrr en á 60. mínútu á móti þeim. Þeir koma til með að verjast vel, sitja til baka og keyra síðan hratt á okkur þegar þeir eiga tök á því. Við þurfum að búast við því eins og er en við förum betur yfir leikinn þeirra á morgun,“ segir hann. Ísland tapaði fyrsta leiknum í riðlinum gegn Tékkalandi í október en er með níu stig eftir fjóra leiki. „Við höfum verið að fara yfir Tékkaleikinn í gær og í morgun. Við höfum farið yfir það hvað fór úrskeiðis þar sem var ýmislegt. Þetta er jákvætt og við verðum að halda áfram að bæta okkur og ef að við náum því þá eru allir sáttir,“ segir Aron Einar, en hvað með spurningamerkin í liðinu? „Ég veit ekki betur en að allir séu klárir. Kolli er að koma til baka úr meiðslum en spilaði 90 mínútur um daginn. Svo eru fleiri ekki alveg búnir að fá að spila jafnmikið og þeir gerðu fyrir fyrri leikina í riðlinum. Menn eru samt klárir og það eru engin meiðsli að fara að stoppa menn fyrir þennan leik sérstaklega þar sem að þetta er svona mikilvægur leikur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. 25. mars 2015 07:15 Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Sjá meira
Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. 25. mars 2015 07:15