Kolbeinn: Ég er hundrað prósent klár Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 25. mars 2015 14:30 Kolbeinn Sigþórsson er bjartsýnn á að geta spilað frá fyrstu mínútu er Ísland mætir Kasakstan í Astana á laugardaginn. Kolbeinn er nýbyrjaður að spila með liði sínu, Ajax í Hollandi, eftir langvarandi meiðsli. „Þetta lítur þokkalega út hjá mér,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag. „Ég spilaði í 90 mínútur um síðustu helgi og fann mig vel í þeim leik. Þó svo að ég sé ekki í miklu leikformi þá gekk mér vel. Ég held að ég sé hundrað prósent klár fyrir helgina.“ „Það tók langan tíma að jafna sig á þessum meiðslum en ég spilaði allan landsleikinn gegn Tékklandi í nóvember. Það passar því vel að vera orðinn klár aftur fyrir þennan leik og góðs viti fyrir mig að geta komið aftur ferskur inn í liðið.“ Ísland er í öðru sæti A-riðils undankeppni EM 2016 með níu stig af tólf mögulegum. Kasakar eru hins vegar í neðsta sæti með eitt stig. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur ef við ætlum að halda okkur í toppbaráttunni. Það er klárt mál að þetta er erfiður útivöllur og þó svo að þeir séu bara með eitt stig höfum við ekki efni á að vanmeta þá. Við verðum að koma vel gíraðir inn í leikinn.“ Hann segir að hingað til hafi tíminn farið í að greina það sem fór úrskeðis í 2-1 tapinu gegn Tékklandi. „Við vitum sjálfir hvað við gerðum rangt í þeim leik. Það voru nokkrir hlutir sem er vel hægt að laga og vonandi náum við að fínpússa það fyrir þennan mikilvæga leik.“ „Seinna í vikunni förum við yfir leikinn gegn Kasökunum. Þá veit ég kannski meira um það hvernig hann mun þróast. Ég býst bara við erfiðum leik sem við þurfum að vinna.“ Hann vildi þó lítið segja um hvað hafi klikkað í leiknum í Plzen. „Það er betra að halda því innan hópsins þó að það sé greinilegt hvað var að. Það er allt í góðu með það og við munum fara vel yfir málin.“ „Það er ekkert að stöðunni okkar í riðlinum. Við töpuðum á erfiðum útivelli á móti góðu liði. Við áttum möguleika á að ná í stig úr þeim leik. Það sýnir viss gæði að hafa verið nálægt því þó svo að við áttum ekki okkar besta leik.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er bjartsýnn á að geta spilað frá fyrstu mínútu er Ísland mætir Kasakstan í Astana á laugardaginn. Kolbeinn er nýbyrjaður að spila með liði sínu, Ajax í Hollandi, eftir langvarandi meiðsli. „Þetta lítur þokkalega út hjá mér,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag. „Ég spilaði í 90 mínútur um síðustu helgi og fann mig vel í þeim leik. Þó svo að ég sé ekki í miklu leikformi þá gekk mér vel. Ég held að ég sé hundrað prósent klár fyrir helgina.“ „Það tók langan tíma að jafna sig á þessum meiðslum en ég spilaði allan landsleikinn gegn Tékklandi í nóvember. Það passar því vel að vera orðinn klár aftur fyrir þennan leik og góðs viti fyrir mig að geta komið aftur ferskur inn í liðið.“ Ísland er í öðru sæti A-riðils undankeppni EM 2016 með níu stig af tólf mögulegum. Kasakar eru hins vegar í neðsta sæti með eitt stig. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur ef við ætlum að halda okkur í toppbaráttunni. Það er klárt mál að þetta er erfiður útivöllur og þó svo að þeir séu bara með eitt stig höfum við ekki efni á að vanmeta þá. Við verðum að koma vel gíraðir inn í leikinn.“ Hann segir að hingað til hafi tíminn farið í að greina það sem fór úrskeðis í 2-1 tapinu gegn Tékklandi. „Við vitum sjálfir hvað við gerðum rangt í þeim leik. Það voru nokkrir hlutir sem er vel hægt að laga og vonandi náum við að fínpússa það fyrir þennan mikilvæga leik.“ „Seinna í vikunni förum við yfir leikinn gegn Kasökunum. Þá veit ég kannski meira um það hvernig hann mun þróast. Ég býst bara við erfiðum leik sem við þurfum að vinna.“ Hann vildi þó lítið segja um hvað hafi klikkað í leiknum í Plzen. „Það er betra að halda því innan hópsins þó að það sé greinilegt hvað var að. Það er allt í góðu með það og við munum fara vel yfir málin.“ „Það er ekkert að stöðunni okkar í riðlinum. Við töpuðum á erfiðum útivelli á móti góðu liði. Við áttum möguleika á að ná í stig úr þeim leik. Það sýnir viss gæði að hafa verið nálægt því þó svo að við áttum ekki okkar besta leik.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn