Jay Z ætlar að steypa Spotify af stóli Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2015 10:15 Frá blaðamannafundinum í gær þar sem Tidal-streymisveitan var kynnt. Vísir/Getty Bandaríski rapparinn Jay Z ætlar að taka yfir tónlistarveitubransann með tónlistarveitunni Tidal sem er sögð fyrsti alvöru keppinautur Spotify. Á meðal þeirra sem styðja þetta framtak Jay Z opinberlega eru engir aukvisar. Má nefna tónlistarfólk á borð við Kanye West, Rihönnu, Madonnu, Aliciu Keys, Beyoncé og Jack White ásamt hljómsveitunum Coldplay og Daft Punk sem mættu til blaðamannafundar í gær þar sem veitan var kynnt. Tidal var stofnuð af norska fyrirtækinu Aspiro í október árið 2014 en Jay Z keypti veituna á 56 milljónir dollara, eða sem nemur rúmum 7,6 milljörðum íslenskra króna. Tidal mun ekki aðeins veita Spotify harða samkeppni heldur einnig fyrirhuguðum veitum Apple og YouTube. Er það markmið Jay Z að á Tidal finni notendur tónlist þekktustu listamanna dagsins í dag, þar á meðal hljóðversupptökur og prufur sem hafa áður ekki verið fáanlegar, og þá mun Tidal bjóða tónlistarmönnum upp á nýjar leiðir til að ná til aðdáenda sinna. Mun það verða krafa Tidal að ef tónlistarmenn, sem eru með samning við veituna, gefa út nýja tónlist, þá muni notendur Tidal hafa aðgang að henni viku áður en hún fer í almenna spilun. Undanfarið hafa stóru útgáfu fyrirtækinu þrýst á Spotify og farið fram á að það hækki hlutfall þeirra notenda sem greiða fyrir veituna en í dag er 15 milljónir notenda áskrifendur að Spotify en 45 milljónir notenda greiða ekki fyrir veituna. Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift tók nýverið tónlist sína af Spotify en verk hennar eru að finna á Tidal sem býður ekki upp á þann möguleika að notendur hlusti án þess að greiða fyrir þjónustuna. Talið er að Jay Z vilji með Tidal stofna vettvang sem er ekki ósvipaður kvikmyndaverinu United Artists sem leikarar og leikstjórar stofnuðu árið 1919 til að hafa stjórn á eigin verkum. Þá er rapparinn sagður vonast til að semja við stærstu tónlistarmenn dagsins í dag þegar útgáfusamningar þeirra renna út og þá verður Tidal ekki aðeins í samkeppni við Apple og Spotify, heldur einnig í beinni samkeppni við útgáfurisa á borð við Universal, Sony og Warner.Posted by Daft Punk on Monday, March 30, 2015 Tónlist Tækni Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Bandaríski rapparinn Jay Z ætlar að taka yfir tónlistarveitubransann með tónlistarveitunni Tidal sem er sögð fyrsti alvöru keppinautur Spotify. Á meðal þeirra sem styðja þetta framtak Jay Z opinberlega eru engir aukvisar. Má nefna tónlistarfólk á borð við Kanye West, Rihönnu, Madonnu, Aliciu Keys, Beyoncé og Jack White ásamt hljómsveitunum Coldplay og Daft Punk sem mættu til blaðamannafundar í gær þar sem veitan var kynnt. Tidal var stofnuð af norska fyrirtækinu Aspiro í október árið 2014 en Jay Z keypti veituna á 56 milljónir dollara, eða sem nemur rúmum 7,6 milljörðum íslenskra króna. Tidal mun ekki aðeins veita Spotify harða samkeppni heldur einnig fyrirhuguðum veitum Apple og YouTube. Er það markmið Jay Z að á Tidal finni notendur tónlist þekktustu listamanna dagsins í dag, þar á meðal hljóðversupptökur og prufur sem hafa áður ekki verið fáanlegar, og þá mun Tidal bjóða tónlistarmönnum upp á nýjar leiðir til að ná til aðdáenda sinna. Mun það verða krafa Tidal að ef tónlistarmenn, sem eru með samning við veituna, gefa út nýja tónlist, þá muni notendur Tidal hafa aðgang að henni viku áður en hún fer í almenna spilun. Undanfarið hafa stóru útgáfu fyrirtækinu þrýst á Spotify og farið fram á að það hækki hlutfall þeirra notenda sem greiða fyrir veituna en í dag er 15 milljónir notenda áskrifendur að Spotify en 45 milljónir notenda greiða ekki fyrir veituna. Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift tók nýverið tónlist sína af Spotify en verk hennar eru að finna á Tidal sem býður ekki upp á þann möguleika að notendur hlusti án þess að greiða fyrir þjónustuna. Talið er að Jay Z vilji með Tidal stofna vettvang sem er ekki ósvipaður kvikmyndaverinu United Artists sem leikarar og leikstjórar stofnuðu árið 1919 til að hafa stjórn á eigin verkum. Þá er rapparinn sagður vonast til að semja við stærstu tónlistarmenn dagsins í dag þegar útgáfusamningar þeirra renna út og þá verður Tidal ekki aðeins í samkeppni við Apple og Spotify, heldur einnig í beinni samkeppni við útgáfurisa á borð við Universal, Sony og Warner.Posted by Daft Punk on Monday, March 30, 2015
Tónlist Tækni Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira