Þjálfarastarfið er lífsstíll | Kíkt á bak við tjöldin hjá Nordsjælland 30. mars 2015 14:09 Vísir kíkti í heimsókn í Íslendinganýlenduna hjá danska liðinu FC Nordjsælland á dögunum. Ólafur Kristjánsson þjálfar liðið en með því leika Guðjón Baldvinsson, Guðmundur Þórarinsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Adam Örn Arnarson. Ólafur hafði unnið áður fyrir félagið og meðal annars njósnað fyrir þá er liðið keppti í Meistaradeildinni. Það kom því ekki mörgum á óvart er hann fékk tækifærið. „Þetta er skipulagt félag sem hefur metnað að vera á toppnum en ekki endilega meistari á hverju ári. Félagið skilgreinir sig sem uppeldisfélag," segir Ólafur og bætir við að félagið vilji sjá liðið spila góðan fótbolta og ala upp leikmenn. „Þetta er ungt félag og því erum við í neðri hlutanum með aðsókn og stemningu. Miðað við að þetta sé fjölskyldufélag þá byggist upp kjarni sem endar á því að verða harðir stuðningsmenn félagsins. Við eigum samt langt í land." Þjálfarinn segir líf sitt hafa breyst talsvert eftir að hafa orðið þjálfari hjá atvinnumannafélagi þar sem hann er með marga aðstoðarmenn. „Ég er að breytast úr B-manneskju í A. Ég reyni að mæta í vinnuna um sjö. Svo er ég kominn heim fyrir um kvöldmat venjulega. Að vera þjálfari er ekki eins og vinna. Þetta er lífsstíll og þetta er alltaf í hausnum á manni." Strákarnir bera Ólafi vel söguna. „Óli er taktískasti þjálfari sem ég hef kynnst. Hann elskar taktík. Hann er nútímalegur þjálfari sem vill spila boltanum með jörðinni," segir Rúnar Alex meðal annars í innslaginu. Guðmundur Þórarinsson hefur sífellt verið að bæta sinn leik. Var góður með U-21 árs liðinu og vill fara að fá tækifæri með A-landsliðinu. „Mér finnst ég eiga skilið að vera búinn að fá sénsinn hjá landsliðinu ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er eitthvað sem ég horfi á og vill vera hluti af," segir Guðmundur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Það voru þeir Garðar Örn Arnarson og Viggó Hansson sem hittu strákana í Danmörku en Stefán Snær Geirmundsson klippti innslagið. Fótbolti Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Vísir kíkti í heimsókn í Íslendinganýlenduna hjá danska liðinu FC Nordjsælland á dögunum. Ólafur Kristjánsson þjálfar liðið en með því leika Guðjón Baldvinsson, Guðmundur Þórarinsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Adam Örn Arnarson. Ólafur hafði unnið áður fyrir félagið og meðal annars njósnað fyrir þá er liðið keppti í Meistaradeildinni. Það kom því ekki mörgum á óvart er hann fékk tækifærið. „Þetta er skipulagt félag sem hefur metnað að vera á toppnum en ekki endilega meistari á hverju ári. Félagið skilgreinir sig sem uppeldisfélag," segir Ólafur og bætir við að félagið vilji sjá liðið spila góðan fótbolta og ala upp leikmenn. „Þetta er ungt félag og því erum við í neðri hlutanum með aðsókn og stemningu. Miðað við að þetta sé fjölskyldufélag þá byggist upp kjarni sem endar á því að verða harðir stuðningsmenn félagsins. Við eigum samt langt í land." Þjálfarinn segir líf sitt hafa breyst talsvert eftir að hafa orðið þjálfari hjá atvinnumannafélagi þar sem hann er með marga aðstoðarmenn. „Ég er að breytast úr B-manneskju í A. Ég reyni að mæta í vinnuna um sjö. Svo er ég kominn heim fyrir um kvöldmat venjulega. Að vera þjálfari er ekki eins og vinna. Þetta er lífsstíll og þetta er alltaf í hausnum á manni." Strákarnir bera Ólafi vel söguna. „Óli er taktískasti þjálfari sem ég hef kynnst. Hann elskar taktík. Hann er nútímalegur þjálfari sem vill spila boltanum með jörðinni," segir Rúnar Alex meðal annars í innslaginu. Guðmundur Þórarinsson hefur sífellt verið að bæta sinn leik. Var góður með U-21 árs liðinu og vill fara að fá tækifæri með A-landsliðinu. „Mér finnst ég eiga skilið að vera búinn að fá sénsinn hjá landsliðinu ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er eitthvað sem ég horfi á og vill vera hluti af," segir Guðmundur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Það voru þeir Garðar Örn Arnarson og Viggó Hansson sem hittu strákana í Danmörku en Stefán Snær Geirmundsson klippti innslagið.
Fótbolti Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira