Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. apríl 2015 17:39 Jóhann Birgir í leik með FH gegn Haukum. vísir/pjetur Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. Jóhann Birgir Ingvarsson féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV. Nú hefur komið í ljós að B-sýni sýndi sömu niðurstöðu. Jóhann er því á leið í leikbann. Jóhann og handknattleiksdeild FH fordæma fréttaflutning ákveðinna miðla í yfirlýsingu sem send var frá þeim nú síðdegis. Þar er meðal annars verið að vitna í frétt Morgunblaðsins frá því í morgun. Þar er því haldið fram að leikmaðurinn hafi játað notkun ólöglegra efna og hafi ekki óskað eftir því að B-sýni yrði rannsakað. „Þessi frétt sem birtist í Morgunblaðinu er algjört kjaftæði. Flest í þeirri frétt er einfaldlega kolrangt," sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi fyrr í dag. „Ég óttast þessa blaðamennsku svolítið því Mogginn hefði getað haft samband við okkur og komist að því rétta í málinu sem er enn í ferli." Að því er fram kemur í yfirlýsingunni þá var það fæðubótarefni sem felldi Jóhann Birgi. Þó svo hann hafi talið sig vera að taka inn efnið í góðri trú þá tekur hann fulla ábyrgð og mun sætta sig við niðurstöðu dómstóls ÍSÍ.Yfirlýsing FH og Jóhanns Birgis:Eftir bikarúrslitaleik karla í handknattleik, þann 28. febrúar sl., var leikmaður félagsins, Jóhann Birgir Ingvarsson, tekinn í lyfjapróf sem mældist jákvætt. Leikmaðurinn, í samráði við félagið, óskaði eftir að B-sýni yrði tekið til rannsóknar. Niðurstaða B-sýnis er í samræmi við niðurstöðu úr A-sýni, eða jákvæð. Leikmaðurinn og félagið hafa aðstoðað lyfjaeftirlit ÍSÍ við rannsókn málsins af fremsta megni allt frá upphafi, en harma jafnframt að málið hafi komið upp.Jóhann Birgir tók inn fæðubótarefni í góðri trú, sem er leyfilegt í sölu á Íslandi. Þó virðist vera að ákveðið efni sem finna má á bannlista lyfjaeftirlits ÍSÍ, sé í þessu ákveðna fæðubótarefni.Jóhann Birgir, ásamt handknattleiksdeild FH, fordæma fréttaflutning ákveðinna miðla í dag, þar sem að rangfærslur eru settar fram bæði vegna rannsóknar lyfjaeftirlitsins á B-sýni, sem og meintri játningu hans á notkun ólöglegra efna. Leikmaðurinn gekkst frá upphafi við því að hafa neitt þessa ákveðna fæðubótarefnis, en í góðri trú og óskaði strax eftir því að B-sýni yrði tekið til rannsóknar.Jóhann Birgir og handknattleiksdeild FH vilja koma á framfæri ábendingu til íþróttamanna á Íslandi að vera vel á verði gagnvart þeim fæðubótarefnum sem verið er að neyta. Það er ávallt á ábyrgð hvers og eins íþróttamanns hvað hann lætur ofan í sig og mun Jóhann Birgir því ávallt taka fulla ábyrgð og sætta sig við niðurstöðu dómstóls ÍSÍ, sama hver hún kann að vera. Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir munu ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða dómstóls ÍSÍ liggur fyrir.Fyrir hönd handknattleiksdeildar FH,Ásgeir Jónsson formaðurJóhann Birgir Ingvarsson Olís-deild karla Tengdar fréttir Leikmaður FH sagður hafa fallið á lyfjaprófi Á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann vegna steranotkunar. 9. apríl 2015 09:15 FH vill ekki staðfesta neitt Formaður handknattleiksdeildar FH, Ásgeir Jónsson, vildi hvorki neita því né játa í samtali við Vísi í dag að leikmaður liðsins hefði fallið á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik ÍBV og FH þann 28. febrúar. 9. apríl 2015 13:15 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. Jóhann Birgir Ingvarsson féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV. Nú hefur komið í ljós að B-sýni sýndi sömu niðurstöðu. Jóhann er því á leið í leikbann. Jóhann og handknattleiksdeild FH fordæma fréttaflutning ákveðinna miðla í yfirlýsingu sem send var frá þeim nú síðdegis. Þar er meðal annars verið að vitna í frétt Morgunblaðsins frá því í morgun. Þar er því haldið fram að leikmaðurinn hafi játað notkun ólöglegra efna og hafi ekki óskað eftir því að B-sýni yrði rannsakað. „Þessi frétt sem birtist í Morgunblaðinu er algjört kjaftæði. Flest í þeirri frétt er einfaldlega kolrangt," sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi fyrr í dag. „Ég óttast þessa blaðamennsku svolítið því Mogginn hefði getað haft samband við okkur og komist að því rétta í málinu sem er enn í ferli." Að því er fram kemur í yfirlýsingunni þá var það fæðubótarefni sem felldi Jóhann Birgi. Þó svo hann hafi talið sig vera að taka inn efnið í góðri trú þá tekur hann fulla ábyrgð og mun sætta sig við niðurstöðu dómstóls ÍSÍ.Yfirlýsing FH og Jóhanns Birgis:Eftir bikarúrslitaleik karla í handknattleik, þann 28. febrúar sl., var leikmaður félagsins, Jóhann Birgir Ingvarsson, tekinn í lyfjapróf sem mældist jákvætt. Leikmaðurinn, í samráði við félagið, óskaði eftir að B-sýni yrði tekið til rannsóknar. Niðurstaða B-sýnis er í samræmi við niðurstöðu úr A-sýni, eða jákvæð. Leikmaðurinn og félagið hafa aðstoðað lyfjaeftirlit ÍSÍ við rannsókn málsins af fremsta megni allt frá upphafi, en harma jafnframt að málið hafi komið upp.Jóhann Birgir tók inn fæðubótarefni í góðri trú, sem er leyfilegt í sölu á Íslandi. Þó virðist vera að ákveðið efni sem finna má á bannlista lyfjaeftirlits ÍSÍ, sé í þessu ákveðna fæðubótarefni.Jóhann Birgir, ásamt handknattleiksdeild FH, fordæma fréttaflutning ákveðinna miðla í dag, þar sem að rangfærslur eru settar fram bæði vegna rannsóknar lyfjaeftirlitsins á B-sýni, sem og meintri játningu hans á notkun ólöglegra efna. Leikmaðurinn gekkst frá upphafi við því að hafa neitt þessa ákveðna fæðubótarefnis, en í góðri trú og óskaði strax eftir því að B-sýni yrði tekið til rannsóknar.Jóhann Birgir og handknattleiksdeild FH vilja koma á framfæri ábendingu til íþróttamanna á Íslandi að vera vel á verði gagnvart þeim fæðubótarefnum sem verið er að neyta. Það er ávallt á ábyrgð hvers og eins íþróttamanns hvað hann lætur ofan í sig og mun Jóhann Birgir því ávallt taka fulla ábyrgð og sætta sig við niðurstöðu dómstóls ÍSÍ, sama hver hún kann að vera. Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir munu ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða dómstóls ÍSÍ liggur fyrir.Fyrir hönd handknattleiksdeildar FH,Ásgeir Jónsson formaðurJóhann Birgir Ingvarsson
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leikmaður FH sagður hafa fallið á lyfjaprófi Á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann vegna steranotkunar. 9. apríl 2015 09:15 FH vill ekki staðfesta neitt Formaður handknattleiksdeildar FH, Ásgeir Jónsson, vildi hvorki neita því né játa í samtali við Vísi í dag að leikmaður liðsins hefði fallið á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik ÍBV og FH þann 28. febrúar. 9. apríl 2015 13:15 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Leikmaður FH sagður hafa fallið á lyfjaprófi Á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann vegna steranotkunar. 9. apríl 2015 09:15
FH vill ekki staðfesta neitt Formaður handknattleiksdeildar FH, Ásgeir Jónsson, vildi hvorki neita því né játa í samtali við Vísi í dag að leikmaður liðsins hefði fallið á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik ÍBV og FH þann 28. febrúar. 9. apríl 2015 13:15