Í átt að nýjum hjónabandsskilningi Sigurvin Lárus Jónsson og Sunna Dóra Möller skrifar 7. apríl 2015 13:10 Í grein sem birtist á visi.is þann 24. mars færðum við rök fyrir því að þó lagalegu jafnrétti hafi verið náð með setningu einna hjúskaparlaga, höfum við sem samfélag og kirkja ekki enn náð sátt um hjónabandsskilning sem nær yfir öll hjúskaparform. „Af hefðbundnum hjónabandskilningi” er það að segja að hann er ekki ásættanlegur af þeim sökum að hann byggir á æxlunarforsendu, feðraveldishugmyndum og gagnkynhneigðarhyggju. Lykillinn að nýjum hjónabandsskilningi liggur í endurskilgreiningu á hugtökum um gagnkvæmni og á inntaki hjónabandsins. Með því að endurskoða þá nálgun sem liggur að baki hefðbundum hjónabandsskilningi og hugtakanotkun opnast gluggi til að frelsa hjónabandið úr viðjum karlaveldisins, frá gagnkynhneigðarhyggju og frá kúgandi sýn á samskipti kynjanna. Ein leið til að opna hjónabandsskilninginn til að hann rúmi alla, er að aðskilja hugmyndir um kynlíf og æxlun. Samkvæmt hefðinni á kynlíf í hjónabandi einungis að beinast að frjósemi, það er fela í sér þann möguleika að barn verði til. Með þeim rökum hafa kirkjudeildir bannað getnaðarvarnir og kynlíf utan hjónabands en slík fordæming hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega í lífi kvenna og á útbreiðslu alnæmis í Afríku. Nýtt viðmið í garð kynlífs felur í sér að horfa á samlífi frá sjónarhóli tengsla en ekki fjölgunar. Með því að gera það opnast möguleiki á að þróa nýja kynlífssiðfræði, sem hefur gæði kynlífs að leiðarljósi og það leiðir um leið til viðurkenningar á fjölbreyttari samlífisgerðum en sambandi karls og konu. Hið sama gildir um hugmyndina um gagnkvæmni en hana þarf að aðskilja frá þeirri forsendu að kynin séu andstæður og að til að hjónaband sé gilt þurfi karl og konu. Vestræn menning hefur sögulega gengið útfrá því að kynlíf byggist á yfirráðum og að valdaójafnvægi sé kynferðislega aðlaðandi. Hugmyndinni um kynferðisleg yfirráð þarf að hafna til að komast út úr þeirri krísu sem við stöndun frammi fyrir sem samfélag vegna hlutgervingar líkamans, kynferðisofbeldis og fordæmingu hinsegin ásta. Allt tengist það og á grunn sinn í hugmyndinni um kynferðisleg yfirráð yfir öðrum. Ný viðmið um gagnkvæmnina fela í sér þá hugsun að um tvo fullveðja einstaklinga sé að ræða, sem koma saman á jafningjagrunni og hafa að leiðarljósi gagnkvæma kynferðislega ánægju og nánd. Sú ánægja er háð sjálfræði og samþykki beggja aðila og ánægja í kynlífi vekur upp siðferðilegan vanda þegar slíkt jafnræði er ekki til staðar. Takist okkur sem samfélag og kirkja að brjótast úr viðjum úreltra hugmynda um hjónabandið og losa okkur undan æxlunar- og gagnkynhneigðarhyggju er til mikils að vinna. Slík þróun yrði ekki einungis skref í átt til aukins stuðnings og viðurkenningar á ólíkum fjölskylduformum, heldur jafnframt skref í átt til aukinnar velferðar í samfélaginu. Börn sem alast upp við þá hugmynd að yfirráð séu staðlandi í samskiptum, leita eðlislægt sjálf í slík sambönd. Þess vegna ber okkur að kenna börnum að vera gagnrýnin á þá ofbeldismenningu sem er ríkjandi í staðalmyndum um samskipti kynjanna í dægurmenningunni og reynast þeim fyrirmynd í þeim samböndum sem þau alast upp við. Það hefur það aldrei verið brýnna að snúa umræðunni í átt að samfélagslegri endurskilgreiningu á því hvað felst í ástarsambandi tveggja einstaklinga og hvernig viljum við sjá það samband þróast til framtíðar. Ef okkur tekst að ná samstöðu um ný viðmið um tilfinningasambönd jafningja leggjum við grundvöll að hjónabandsskilningi sem umfaðmar alla í einn veruleika á grundvelli þess sem Jesús Kristur boðaði. Sambönd sem eru laus við æxlunarhyggju, kynjahyggju og gagnkynhneigðarhyggju innifela gæði fyrir þau börn sem eru hluti af slíkum fjölskyldum, sem og þá hópa samfélagsins, sem eru á jaðrinum vegna karlaveldissjónarmiða og hafa fengið að ríkja um hjónabandið í allt of langan tíma. Slíkt inntak hjónabandsins vísar til framtíðar og leggur grunninn að umræðu um það hvernig við viljum sjá hjónabandið þróast á 21. öldinni. Okkar er að hafa kjark að stíga það mikilvæga skref og taka alvarlega skrif fræðimanna um hjónabandssiðfræði, á erlendri og íslenskri grundu, þar sem leitast er við að hefja hjónabandið til vegs og virðingar en umfaðma um leið alla óháð kyni og kynhneigð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Tengdar fréttir Af hefðbundnum hjónabandsskilningi Þann 19. mars birtist grein í Fréttablaðinu sem ber heitið "Af samvisku presta“ þar sem rætt er um þá kerfislægu mismunun sem enn ríkir innan Þjóðkirkjunnar í garð hjónavígslu hinsegin fólks. 24. mars 2015 11:08 Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist á visi.is þann 24. mars færðum við rök fyrir því að þó lagalegu jafnrétti hafi verið náð með setningu einna hjúskaparlaga, höfum við sem samfélag og kirkja ekki enn náð sátt um hjónabandsskilning sem nær yfir öll hjúskaparform. „Af hefðbundnum hjónabandskilningi” er það að segja að hann er ekki ásættanlegur af þeim sökum að hann byggir á æxlunarforsendu, feðraveldishugmyndum og gagnkynhneigðarhyggju. Lykillinn að nýjum hjónabandsskilningi liggur í endurskilgreiningu á hugtökum um gagnkvæmni og á inntaki hjónabandsins. Með því að endurskoða þá nálgun sem liggur að baki hefðbundum hjónabandsskilningi og hugtakanotkun opnast gluggi til að frelsa hjónabandið úr viðjum karlaveldisins, frá gagnkynhneigðarhyggju og frá kúgandi sýn á samskipti kynjanna. Ein leið til að opna hjónabandsskilninginn til að hann rúmi alla, er að aðskilja hugmyndir um kynlíf og æxlun. Samkvæmt hefðinni á kynlíf í hjónabandi einungis að beinast að frjósemi, það er fela í sér þann möguleika að barn verði til. Með þeim rökum hafa kirkjudeildir bannað getnaðarvarnir og kynlíf utan hjónabands en slík fordæming hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega í lífi kvenna og á útbreiðslu alnæmis í Afríku. Nýtt viðmið í garð kynlífs felur í sér að horfa á samlífi frá sjónarhóli tengsla en ekki fjölgunar. Með því að gera það opnast möguleiki á að þróa nýja kynlífssiðfræði, sem hefur gæði kynlífs að leiðarljósi og það leiðir um leið til viðurkenningar á fjölbreyttari samlífisgerðum en sambandi karls og konu. Hið sama gildir um hugmyndina um gagnkvæmni en hana þarf að aðskilja frá þeirri forsendu að kynin séu andstæður og að til að hjónaband sé gilt þurfi karl og konu. Vestræn menning hefur sögulega gengið útfrá því að kynlíf byggist á yfirráðum og að valdaójafnvægi sé kynferðislega aðlaðandi. Hugmyndinni um kynferðisleg yfirráð þarf að hafna til að komast út úr þeirri krísu sem við stöndun frammi fyrir sem samfélag vegna hlutgervingar líkamans, kynferðisofbeldis og fordæmingu hinsegin ásta. Allt tengist það og á grunn sinn í hugmyndinni um kynferðisleg yfirráð yfir öðrum. Ný viðmið um gagnkvæmnina fela í sér þá hugsun að um tvo fullveðja einstaklinga sé að ræða, sem koma saman á jafningjagrunni og hafa að leiðarljósi gagnkvæma kynferðislega ánægju og nánd. Sú ánægja er háð sjálfræði og samþykki beggja aðila og ánægja í kynlífi vekur upp siðferðilegan vanda þegar slíkt jafnræði er ekki til staðar. Takist okkur sem samfélag og kirkja að brjótast úr viðjum úreltra hugmynda um hjónabandið og losa okkur undan æxlunar- og gagnkynhneigðarhyggju er til mikils að vinna. Slík þróun yrði ekki einungis skref í átt til aukins stuðnings og viðurkenningar á ólíkum fjölskylduformum, heldur jafnframt skref í átt til aukinnar velferðar í samfélaginu. Börn sem alast upp við þá hugmynd að yfirráð séu staðlandi í samskiptum, leita eðlislægt sjálf í slík sambönd. Þess vegna ber okkur að kenna börnum að vera gagnrýnin á þá ofbeldismenningu sem er ríkjandi í staðalmyndum um samskipti kynjanna í dægurmenningunni og reynast þeim fyrirmynd í þeim samböndum sem þau alast upp við. Það hefur það aldrei verið brýnna að snúa umræðunni í átt að samfélagslegri endurskilgreiningu á því hvað felst í ástarsambandi tveggja einstaklinga og hvernig viljum við sjá það samband þróast til framtíðar. Ef okkur tekst að ná samstöðu um ný viðmið um tilfinningasambönd jafningja leggjum við grundvöll að hjónabandsskilningi sem umfaðmar alla í einn veruleika á grundvelli þess sem Jesús Kristur boðaði. Sambönd sem eru laus við æxlunarhyggju, kynjahyggju og gagnkynhneigðarhyggju innifela gæði fyrir þau börn sem eru hluti af slíkum fjölskyldum, sem og þá hópa samfélagsins, sem eru á jaðrinum vegna karlaveldissjónarmiða og hafa fengið að ríkja um hjónabandið í allt of langan tíma. Slíkt inntak hjónabandsins vísar til framtíðar og leggur grunninn að umræðu um það hvernig við viljum sjá hjónabandið þróast á 21. öldinni. Okkar er að hafa kjark að stíga það mikilvæga skref og taka alvarlega skrif fræðimanna um hjónabandssiðfræði, á erlendri og íslenskri grundu, þar sem leitast er við að hefja hjónabandið til vegs og virðingar en umfaðma um leið alla óháð kyni og kynhneigð.
Af hefðbundnum hjónabandsskilningi Þann 19. mars birtist grein í Fréttablaðinu sem ber heitið "Af samvisku presta“ þar sem rætt er um þá kerfislægu mismunun sem enn ríkir innan Þjóðkirkjunnar í garð hjónavígslu hinsegin fólks. 24. mars 2015 11:08
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun