Það nýjasta er að hann lét útbúa munnstykki fyrir bardaga sinn gegn Manny Pacquaio þann 2. maí. Þau eru skreytt með demöntum, gullflögum og peningaseðlum og kostuðu 25 þúsund dollara, jafnvirði 3,4 milljónum króna.
Þau eru sérsmíðuð af lækni í New York sem flýgur sérstaklega til Las Vegas til að taka mál af tanngarði Mayweather fyrir bardaga.
„Ég á nítján ára feril að baki og hef tekist að varðveita brosið mitt,“ sagði Mayweather aðspurður um munnstykkin sín.
Mayweather hefur efni á munaði sem þessum enda tekjuhæsti íþróttamaður heims undanfarin þrjú ár samkvæmt úttekt Forbes-tímaritsins. Líklegt er að bardaginn gegn Pacquaio muni sjá til þess að hann verði einnig tekjuhæstur allra í ár.