Umfjöllun: ÍBV - Haukar 30-24 | Ester mögnuð og ÍBV tók forystu Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 6. apríl 2015 00:01 Ester Óskarsdóttir, leikmaður ÍBV. Vísir/Vilhelm ÍBV vann Hauka með sex marka mun í fyrsta leik í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni kvenna. Sigurinn var nokkuð öruggur en Ester Óskarsdóttir átti stórleik og skoraði þrettán mörk. Tvær sterkar voru fjarri góðu gamni hjá Haukum í dag en þær verða ekki meira með á tímabilinu. Þær Marija Gedroit og Viktoría Valdimarsdóttir höfðu leikið vel í vetur og var þeirra sárt saknað í dag. Sóknarleikur Haukakvenna var einhæfur og enduðu flestar sóknir þeirra á skotum frá tveimur leikmönnum Hauka. Hjá ÍBV vantaði einn besta leikmann liðsins en Telma Amado verður ekki meira með á tímabilinu. ÍBV tókst að fylla skarð hennar vel og spiluðu þær mjög vel í dag eins og í undanförnum leikjum. Stjarnan og Grótta töpuðu fyrir ÍBV í síðustu tveimur leikjum deildarinnar og geta stelpurnar tryggt sig í undanúrslitin með sigri á miðvikudaginn. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir ÍBV en Haukastúlkur virtust áhugalausar í upphafi. Lið ÍBV keyrði yfir gestina á upphafsmínútunum og var staðan orðin 6-1 eftir einungis fimm mínútur. Í stöðunni 8-4 fékk Anna Lillian Þrastardóttir að líta rauða spjaldið. Díana Dögg Magnúsdóttir var komin í hraðaupphlaup en Anna keyrði þá inn í hliðina á Díönu. Haukar mótmæltu dómnum ekki enda engin ástæða til þess. Margir héldu þá að engin leið væri til baka fyrir Haukastelpur. Þeim tókst þó að minnka muninn í þrjú mörk. Ester skoraði þá þrjú mörk á tveimur mínútum og ÍBV skyndilega komið átta mörkum yfir. Markvarslan í fyrri hálfleik var ömurleg en samtals vörðu markverðir liðanna sex skot. Liðin skoruðu því mjög mikið og staðan 19-15 í hálfleik. Halldór Harri Kristjánsson virðist hafa messað yfir sínum stelpum í hálfleik þar sem hann nýtti allar fimmtán mínúturnar. Í síðari hálfleik virtust Haukastúlkur hressari en ÍBV tók frábæra kafla inn á milli þar sem forystan jókst. ÍBV sýndi mikinn styrk í sókninni en þær nýttu sínar sóknir mjög vel. Lokastaðan, 30-24, en munurinn hefði getað orðið mun meiri. Sigrar ÍBV undir lok deildarinnar greinilega mikilvægir þar sem heimaleikjarétturinn vegur þungt. Liðin mætast aftur á miðvikudaginn og þar getur ÍBV tryggt sig áfram í undanúrslitin. Sigri Haukastúlkur verður úrslitaleikur, hér í Eyjum, á laugardaginn. Olís-deild kvenna Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Sjá meira
ÍBV vann Hauka með sex marka mun í fyrsta leik í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni kvenna. Sigurinn var nokkuð öruggur en Ester Óskarsdóttir átti stórleik og skoraði þrettán mörk. Tvær sterkar voru fjarri góðu gamni hjá Haukum í dag en þær verða ekki meira með á tímabilinu. Þær Marija Gedroit og Viktoría Valdimarsdóttir höfðu leikið vel í vetur og var þeirra sárt saknað í dag. Sóknarleikur Haukakvenna var einhæfur og enduðu flestar sóknir þeirra á skotum frá tveimur leikmönnum Hauka. Hjá ÍBV vantaði einn besta leikmann liðsins en Telma Amado verður ekki meira með á tímabilinu. ÍBV tókst að fylla skarð hennar vel og spiluðu þær mjög vel í dag eins og í undanförnum leikjum. Stjarnan og Grótta töpuðu fyrir ÍBV í síðustu tveimur leikjum deildarinnar og geta stelpurnar tryggt sig í undanúrslitin með sigri á miðvikudaginn. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir ÍBV en Haukastúlkur virtust áhugalausar í upphafi. Lið ÍBV keyrði yfir gestina á upphafsmínútunum og var staðan orðin 6-1 eftir einungis fimm mínútur. Í stöðunni 8-4 fékk Anna Lillian Þrastardóttir að líta rauða spjaldið. Díana Dögg Magnúsdóttir var komin í hraðaupphlaup en Anna keyrði þá inn í hliðina á Díönu. Haukar mótmæltu dómnum ekki enda engin ástæða til þess. Margir héldu þá að engin leið væri til baka fyrir Haukastelpur. Þeim tókst þó að minnka muninn í þrjú mörk. Ester skoraði þá þrjú mörk á tveimur mínútum og ÍBV skyndilega komið átta mörkum yfir. Markvarslan í fyrri hálfleik var ömurleg en samtals vörðu markverðir liðanna sex skot. Liðin skoruðu því mjög mikið og staðan 19-15 í hálfleik. Halldór Harri Kristjánsson virðist hafa messað yfir sínum stelpum í hálfleik þar sem hann nýtti allar fimmtán mínúturnar. Í síðari hálfleik virtust Haukastúlkur hressari en ÍBV tók frábæra kafla inn á milli þar sem forystan jókst. ÍBV sýndi mikinn styrk í sókninni en þær nýttu sínar sóknir mjög vel. Lokastaðan, 30-24, en munurinn hefði getað orðið mun meiri. Sigrar ÍBV undir lok deildarinnar greinilega mikilvægir þar sem heimaleikjarétturinn vegur þungt. Liðin mætast aftur á miðvikudaginn og þar getur ÍBV tryggt sig áfram í undanúrslitin. Sigri Haukastúlkur verður úrslitaleikur, hér í Eyjum, á laugardaginn.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Sjá meira