Strandminjar á Íslandi: Menningarlegt stórslys að eiga sér stað Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2015 14:38 Eyþór Eðvarðsson átti frumkvæði að átakinu. Vísir/Róbert Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. Um gríðarlegt magn ómetanlegra menningarverðmæta er að ræða og munu að óbreyttu hverfa í sjóinn. Áhugahópur um strandminjar í hættu ásamt Minjastofnun mun standa fyrir ráðstefnu þann 18. apríl þar sem þessi mál verða til umræðu. Eyþór Eðvarðsson átti frumkvæði að átakinu og segir stöðuna í þessum málum vera alveg skelfilega. „Það er menningarlegt stórslys að eiga sér stað við strendurnar þar sem þær minjar sem standa næst sjónum eru að hverfa á svakalegri ferð þessa dagana og þessi árin.“ Eyþór segir að sem dæmi megi nefna að norðan við Skagaströnd þá eru um 40 prósent af um 400 skráðum strandminjum í mikilli hættu. „40 prósent til viðbótar eru einnig í hættu. Það þýðir að 80 prósent af minjum á því svæði eru að hverfa.“ Í tilkynningu segir að gríðarlega mikið af stórmerkilegum sjávarútvegsminjum séu þessi árin að hverfa í sjó allt í kringum landið. Mest séu þetta verbúðir, naust, hróf, fiskgarðar og fleira sem liggja við strendur landsins. „Þessi flokkur minja hefur litla athygli fengið og er nær ekkert rannsakaður. Með hækkandi sjávaryfirborði erum við ásamt öðrum strandþjóðum farin að glíma við meira brim og sjávarrof en áður. Í dag er ástandið hvað verst á þeim stöðum sem snúa mót vestanvindum. Sem dæmi þá var á Sæbóli á Ingjaldssandi frá landnámi mikil verstöð, sem núna er öll horfin. Það er nær allt horfið á Suðurlandi og ástandið er mjög slæmt á Norðurlandi. Á Siglunesið í Siglufirði var stór verstöð frá fyrstu tíð en þar er allt á undanhaldi. Siglunesið sjálft verður miðað við áframhaldandi sjávarrof horfið eftir um 10-15 ár.“ Ráðstefnan verður haldin á Radisson Blu (Hótel Sögu), laugardaginn 18. apríl, milli klukkan 13 og16.30. Hún ber heitið Strandminjar í hættu – lífróður. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. Um gríðarlegt magn ómetanlegra menningarverðmæta er að ræða og munu að óbreyttu hverfa í sjóinn. Áhugahópur um strandminjar í hættu ásamt Minjastofnun mun standa fyrir ráðstefnu þann 18. apríl þar sem þessi mál verða til umræðu. Eyþór Eðvarðsson átti frumkvæði að átakinu og segir stöðuna í þessum málum vera alveg skelfilega. „Það er menningarlegt stórslys að eiga sér stað við strendurnar þar sem þær minjar sem standa næst sjónum eru að hverfa á svakalegri ferð þessa dagana og þessi árin.“ Eyþór segir að sem dæmi megi nefna að norðan við Skagaströnd þá eru um 40 prósent af um 400 skráðum strandminjum í mikilli hættu. „40 prósent til viðbótar eru einnig í hættu. Það þýðir að 80 prósent af minjum á því svæði eru að hverfa.“ Í tilkynningu segir að gríðarlega mikið af stórmerkilegum sjávarútvegsminjum séu þessi árin að hverfa í sjó allt í kringum landið. Mest séu þetta verbúðir, naust, hróf, fiskgarðar og fleira sem liggja við strendur landsins. „Þessi flokkur minja hefur litla athygli fengið og er nær ekkert rannsakaður. Með hækkandi sjávaryfirborði erum við ásamt öðrum strandþjóðum farin að glíma við meira brim og sjávarrof en áður. Í dag er ástandið hvað verst á þeim stöðum sem snúa mót vestanvindum. Sem dæmi þá var á Sæbóli á Ingjaldssandi frá landnámi mikil verstöð, sem núna er öll horfin. Það er nær allt horfið á Suðurlandi og ástandið er mjög slæmt á Norðurlandi. Á Siglunesið í Siglufirði var stór verstöð frá fyrstu tíð en þar er allt á undanhaldi. Siglunesið sjálft verður miðað við áframhaldandi sjávarrof horfið eftir um 10-15 ár.“ Ráðstefnan verður haldin á Radisson Blu (Hótel Sögu), laugardaginn 18. apríl, milli klukkan 13 og16.30. Hún ber heitið Strandminjar í hættu – lífróður.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira