Fótbolti

Þrjú 1-1 jafntefli hjá Lilleström í þremur leikjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar í KR-gallanum.
Rúnar í KR-gallanum. vísir/getty
Lilleström gerði þriðja 1-1 jafnteflið í röð í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið er þó bara með tvö stig eftir leikina þrjá, því liðið byrjaði með mínus eitt stig vegna fjárhagsvandræða.

Lærisveinar Rúnars komust yfir með marki frá Erling Knudzton, en tveimur mínútum síðar jafnaði Gjermund Aasen. Þannig enduðu leikar.

Finnur Orri Margeirsson spilaði allan leikinn fyrir Lilleström, en Árni Vilhjálmsson kom inná sem varamaður á níundu mínútu.

Indriði Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson voru báðir í byrjunarliði Viking Stavanger sem tapaði gegn Stabæk á útivelli, 1-0. Sigurmarkið kom þremur mínútum fyrir leikslok.

Indriði fór af velli á 55. mínútu, Jón Daði á 65. mínútu, en Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inná í stað Jóns Daða. Björn Daníel Sverrisson er meiddur, en Viking er með þrjú stig eftir þrjá leiki.

Það gengur ekki né rekur hjá Álasund, en liðið er einungis með eitt stig eftir þrjá leiki. Það tapaði í dag 5-1 fyrir meisturunum í Molde, en þeir höfðu fengið á sig sex mörk í fyrstu tveimur leikjunum.

Daníel Leó Grétarsson sat allan tímann á varamannabekk Álasund, en Aron Elís Þrándarson var ekki í leikmannahópnum vegna meiðsla. Liðið er með mínus níu í markatölu eftir þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×