Spennandi viðureign á milli Luke Rockhold og Lyoto Machida í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. apríl 2015 10:00 Það verður nóg um að vera þegar UFC on Fox 15 bardagakvöldið fer fram í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Lyoto Machida og Luke Rockhold. Luke Rockhold og Lyoto Machida eru tveir af skemmtilegustu bardagamönnunum í millivigt UFC og verður viðureign þeirra annað kvöld vafalaust æsispennandi. Lyoto Machida er fyrrum léttþungavigtarmeistari UFC og barðist um millivigtartitilinn síðasta sumar. Þar beið hann í lægra haldi gegn núverandi meistara, Chris Weidman. Síðan þá hefur hann sigrað C.B. Dollaway og gæti fengið annan séns á beltinu með sigri hér í kvöld. Luke Rockhold er fyrrum Strikeforce millivigtarmeistarinn og hefur klárað síðustu þrjá bardaga sína afar sannfærandi. Bardagaaðdáendur slefa yfir tilhugsuninni um titilbardaga milli Chris Weidman og Luke Rockhold. Með sigri í kvöld er líklegt að Rockhold fái næsta titilbardaga í millivigtinni. Kapparnir eru báðir frábærir standandi en þó með gjörólíka stíla. Báðir standa í örvhentri stöðu (hægri löppin fram) og eru með eitruð spörk. Luke Rockhold setur mikla pressu á andstæðinga sína og er með kröftugt vinstri spark. Það skiptir ekki máli hvort andstæðingurinn verji skrokkinn með olnboganum, Rockhold sparkar samt. Þegar Rockhold er settur undir pressu svarar hann með hægri krók sem hittir undarlega oft. Lyoto Machida er á sama tíma með einstakan karate-stíl þar sem hann bakkar mikið og beitir hnitmiðuðum gagnárásum. Líkt og Rockhold er hann með virkilega kröftugt vinstri spark. Síðustu tveir sigrar Machida hafa komið eftir vinstri spark – háspark rotaði Mark Munoz og spark í skrokkinn kláraði C.B. Dollaway. Þrátt fyrir að vera með ólíkan stíl standandi eiga þeir margt sameiginlegt. Báðir eru með góða fótavinnu, eru ekki góðir boxarar og eru mjög góðir í gólfinu. Hvorugur mun þó leitast við að taka bardagann í gólfið í kvöld. Rockhold er bestur þegar hann stjórnar ferðinni en lendir í vandræðum sé hann settur undir pressu (líkt og gerðist gegn Vitor Belfort). Á sama tíma líður Machida ágætlega þegar andstæðingurinn pressar og Machida getur beitt gagnárásum. Það stefnir því allt í verulega spennandi viðureign milli þessara kappa í kvöld. Bardaginn milli Machida og Rockhold er síðasti bardagi kvöldsins. Útsendingin hefst á miðnætti á Stöð 2 Sport í kvöld en eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá. Millivigt: Lyoto Machida gegn Luke Rockhold Millivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Chris Camozzi Fjaðurvigt: Cub Swanson gegn Max Holloway Strávigt kvenna: Felice Herrig gegn Paige VanZant MMA Tengdar fréttir UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Sjá meira
Það verður nóg um að vera þegar UFC on Fox 15 bardagakvöldið fer fram í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Lyoto Machida og Luke Rockhold. Luke Rockhold og Lyoto Machida eru tveir af skemmtilegustu bardagamönnunum í millivigt UFC og verður viðureign þeirra annað kvöld vafalaust æsispennandi. Lyoto Machida er fyrrum léttþungavigtarmeistari UFC og barðist um millivigtartitilinn síðasta sumar. Þar beið hann í lægra haldi gegn núverandi meistara, Chris Weidman. Síðan þá hefur hann sigrað C.B. Dollaway og gæti fengið annan séns á beltinu með sigri hér í kvöld. Luke Rockhold er fyrrum Strikeforce millivigtarmeistarinn og hefur klárað síðustu þrjá bardaga sína afar sannfærandi. Bardagaaðdáendur slefa yfir tilhugsuninni um titilbardaga milli Chris Weidman og Luke Rockhold. Með sigri í kvöld er líklegt að Rockhold fái næsta titilbardaga í millivigtinni. Kapparnir eru báðir frábærir standandi en þó með gjörólíka stíla. Báðir standa í örvhentri stöðu (hægri löppin fram) og eru með eitruð spörk. Luke Rockhold setur mikla pressu á andstæðinga sína og er með kröftugt vinstri spark. Það skiptir ekki máli hvort andstæðingurinn verji skrokkinn með olnboganum, Rockhold sparkar samt. Þegar Rockhold er settur undir pressu svarar hann með hægri krók sem hittir undarlega oft. Lyoto Machida er á sama tíma með einstakan karate-stíl þar sem hann bakkar mikið og beitir hnitmiðuðum gagnárásum. Líkt og Rockhold er hann með virkilega kröftugt vinstri spark. Síðustu tveir sigrar Machida hafa komið eftir vinstri spark – háspark rotaði Mark Munoz og spark í skrokkinn kláraði C.B. Dollaway. Þrátt fyrir að vera með ólíkan stíl standandi eiga þeir margt sameiginlegt. Báðir eru með góða fótavinnu, eru ekki góðir boxarar og eru mjög góðir í gólfinu. Hvorugur mun þó leitast við að taka bardagann í gólfið í kvöld. Rockhold er bestur þegar hann stjórnar ferðinni en lendir í vandræðum sé hann settur undir pressu (líkt og gerðist gegn Vitor Belfort). Á sama tíma líður Machida ágætlega þegar andstæðingurinn pressar og Machida getur beitt gagnárásum. Það stefnir því allt í verulega spennandi viðureign milli þessara kappa í kvöld. Bardaginn milli Machida og Rockhold er síðasti bardagi kvöldsins. Útsendingin hefst á miðnætti á Stöð 2 Sport í kvöld en eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá. Millivigt: Lyoto Machida gegn Luke Rockhold Millivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Chris Camozzi Fjaðurvigt: Cub Swanson gegn Max Holloway Strávigt kvenna: Felice Herrig gegn Paige VanZant
MMA Tengdar fréttir UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Sjá meira
UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30