Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. apríl 2015 17:14 Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. Vísir/Ernir Drengirnir tveir sem voru hætt komnir við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði voru að reyna að sækja bolta sem hafði verið fastur í rennu fyrir affall af stíflunni í nokkra daga. Yngri strákurinn fór út í vatnið til að reyna að sækja boltann en þegar út í var komið fór hann að sökkva og hringsnerist í hyl sem er neðst í rennunni. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni sem hefur haft málið til rannsóknar.Sjá einnig: Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Aðstæður voru það erfiðar að karlmaður á þrítugsaldri sem kom til aðstoðar sem og lögreglumaður festust í hylnum og þurftu á björgun að halda. Drengirnir, sem eru bræður, voru við stífluna ásamt ellefu ára systur sinni en eldri bróðir drengsins fór út í til að hjálpa bróður sínum. Við það festist hann sjálfur í hylnum og voru þeir því báðir komnir í sjálfheldu. Systirin hringdi þá í móður sína sem hringdi á Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð við að ná drengjunum upp úr. Áður en björgunarlið kom á vettvang reyndi móðirin ásamt 16 ára stúlku sem kom að slysstaðnum að ná drengjunum tveimur upp úr. Náðu þær fljótlega taki á eldri drengnum án þess að ná honum upp úr hylnum. Björgunarlið var komið á staðinn fjórum mínútum eftir að kallað var eftir aðstoð. Ellefu ára systir drengjanna var í samskipti við Neyðarlínuna á meðan björgunartilraun móður stóð. Hún stöðvaði ökumann, karlmann um þrítugt, sem átti leið hjá en hann kom móðurinni og stúlkunni til aðstoðar. Með hans aðstoð náðu þau eldri drengnum upp úr hylnum. Endurlífgunartilraunir hófust þá á honum og var hann farinn að anda fljótlega eftir að vera kominn upp úr hylnum. Þegar þau reyndu að bjarga yngri drengnum úr hylnum féll maðurinn hins vegar sjálfur í hylinn og lenti þá í sjálfheldu. Á þeim tímapunkti kom björgunarlið á staðinn og fóru lögreglumenn strax í að koma þeim til aðstoðar. Fljótlega náðist karlmaðurinn einnig upp úr hylnum. Lögreglumaður freistaði þá því að ná til yngri drengsins en lenti sjálfur í sjálfheldu í hylnum. „Eftir einhvern tíma og tilraunir náðist í fótlegg lögreglumannsins og þannig að draga hann upp úr hylnum, en þá hafði lögreglumaðurinn náð taki á yngri drengnum og þeir báðir dregnir úr hylnum. Í framhaldinu voru hafnar endurlífgunartilraunir á yngri drengnum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglan og fjölskylda barnanna vilja þakka þeim sem komu til aðstoðar þarna á vettvangi fyrir ótrúlega yfirvegun og þrekvirki, sem hinir sömu sýndu af sér við afar erfiðar aðstæður. Einnig vill lögreglan senda fjölskyldu barnanna, og ekki síst yngri drengnum, baráttu- og batakveðjur. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Drengurinn sem fluttur var án meðvitundar á slysadeild eftir slys í Hafnarfirði er kominn úr öndunarvél. 17. apríl 2015 16:59 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Drengirnir tveir sem voru hætt komnir við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði voru að reyna að sækja bolta sem hafði verið fastur í rennu fyrir affall af stíflunni í nokkra daga. Yngri strákurinn fór út í vatnið til að reyna að sækja boltann en þegar út í var komið fór hann að sökkva og hringsnerist í hyl sem er neðst í rennunni. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni sem hefur haft málið til rannsóknar.Sjá einnig: Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Aðstæður voru það erfiðar að karlmaður á þrítugsaldri sem kom til aðstoðar sem og lögreglumaður festust í hylnum og þurftu á björgun að halda. Drengirnir, sem eru bræður, voru við stífluna ásamt ellefu ára systur sinni en eldri bróðir drengsins fór út í til að hjálpa bróður sínum. Við það festist hann sjálfur í hylnum og voru þeir því báðir komnir í sjálfheldu. Systirin hringdi þá í móður sína sem hringdi á Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð við að ná drengjunum upp úr. Áður en björgunarlið kom á vettvang reyndi móðirin ásamt 16 ára stúlku sem kom að slysstaðnum að ná drengjunum tveimur upp úr. Náðu þær fljótlega taki á eldri drengnum án þess að ná honum upp úr hylnum. Björgunarlið var komið á staðinn fjórum mínútum eftir að kallað var eftir aðstoð. Ellefu ára systir drengjanna var í samskipti við Neyðarlínuna á meðan björgunartilraun móður stóð. Hún stöðvaði ökumann, karlmann um þrítugt, sem átti leið hjá en hann kom móðurinni og stúlkunni til aðstoðar. Með hans aðstoð náðu þau eldri drengnum upp úr hylnum. Endurlífgunartilraunir hófust þá á honum og var hann farinn að anda fljótlega eftir að vera kominn upp úr hylnum. Þegar þau reyndu að bjarga yngri drengnum úr hylnum féll maðurinn hins vegar sjálfur í hylinn og lenti þá í sjálfheldu. Á þeim tímapunkti kom björgunarlið á staðinn og fóru lögreglumenn strax í að koma þeim til aðstoðar. Fljótlega náðist karlmaðurinn einnig upp úr hylnum. Lögreglumaður freistaði þá því að ná til yngri drengsins en lenti sjálfur í sjálfheldu í hylnum. „Eftir einhvern tíma og tilraunir náðist í fótlegg lögreglumannsins og þannig að draga hann upp úr hylnum, en þá hafði lögreglumaðurinn náð taki á yngri drengnum og þeir báðir dregnir úr hylnum. Í framhaldinu voru hafnar endurlífgunartilraunir á yngri drengnum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglan og fjölskylda barnanna vilja þakka þeim sem komu til aðstoðar þarna á vettvangi fyrir ótrúlega yfirvegun og þrekvirki, sem hinir sömu sýndu af sér við afar erfiðar aðstæður. Einnig vill lögreglan senda fjölskyldu barnanna, og ekki síst yngri drengnum, baráttu- og batakveðjur.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Drengurinn sem fluttur var án meðvitundar á slysadeild eftir slys í Hafnarfirði er kominn úr öndunarvél. 17. apríl 2015 16:59 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Drengurinn sem fluttur var án meðvitundar á slysadeild eftir slys í Hafnarfirði er kominn úr öndunarvél. 17. apríl 2015 16:59