Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 23-20 | Afturelding tók frumkvæðið Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2015 18:27 Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Aftureldingar. vísir/stefán Afturelding vann frábæran sigur á ÍR, 23-20, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu. Stemningin í Mosfellsbænum var mögnuð og þétt setið á áhorfendapöllunum. Það var varnarleikur heimamanna og markvarsla sem skilaði liðinu sigrinum og einnig frammistaða Jóhanns Gunnars Einarssonar sem gerði átta mörk. Liðið leiðir því einvígið 1-0 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Davíð Svansson var magnaður í marki heimamanna og tók 19 skot. Það var töluverður taugatitringur í báðum liðum til að byrja með enda var stemningin í húsinu mögnuð. Aðeins eitt mark var skorað á fyrstu sex mínútum leiksins og voru það heimamenn í Aftureldingu sem gerðu það. ÍR-ingar skoruðu sitt fyrsta mark í leiknum þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum og þá var staðan 4-1 fyrir Aftureldingu. ÍR-ingar voru greinilega í sjokki, enda varla hægt að tala saman inni höllinni vegna hávaða. ÍR-ingar tóku leikhlé sem skilaði sér heldur betur og allt í einu var staðan 5-5. Jafnræði var á með liðunum út hálfleikinn og gríðarlega barátta inn á vellinum. Liðin þurftu að hafa mikið fyrir hverju marki og fyrri hálfleikurinn var mögnuð skemmtun. Jóhann Gunnar Einarsson var frábær í liði í liði heimamanna í hálfleiknum og gerði fimm mörk. Davíð Svansson hafði varið 10 skot í hálfleik en sex af þeim komu bara á upphafsmínútunum. Svavar Már í marki ÍR-inga tók sjö bolta í fyrri hálfleiknum og stóð fyrir sínu. Enginn leikmaður ÍR var með fleiri en tvö mörk í hálfleik og dreifðist skorið vel á leikmenn. Staðan í hálfleik var 11-10 fyrir ÍR, merkilegt og sérstaklega eftir dapra byrjun gestanna. Heimamenn byrjuðu betur í síðari hálfleik og gerði þrjú fyrstu mörkin og breyttu stöðunni strax í 13-11. Afturelding átti í vandræðum með að skora næstu mínútur og bæði lið í raun. Þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum var staðan 13-13. Þetta var leikur varnar og markvörslu í kvöld og eins og áður segir, gríðarlega barátta. Varnarleikur Aftureldingar var með ólíkindum á köflum og þá kom markvarslan vissulega með. ÍR-ingar vissu stundum ekkert hvað þeir áttu að gera og þegar tólf mínútur voru eftir var staðan 19-15 fyrir þá rauðu. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins einu marki, 21-20. ÍR-ingar voru komnir til baka. Heimamenn voru sterkari undir lokin og ÍR-ingar á sama tíma óskynsamir. Þeir rauðu unnu að lokum þriggja marka sigur, 23-20. Næstu leikur verður í Austurberginu á laugardaginn. Jóhann: Enginn pítsa og öllari, bara nudd„Það er bara heiður að fá að taka þátt í svona seríu,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigurinn í kvöld. „Ef þetta er það sem koma skal, þá verður þetta hrikalega gaman. Frábær stuðningslið báðum megin, frábær leikur og frábær dómgæsla. Maður er bara hrikalega ánægður að enda ofan á í þessum leik, það munaði ekki miklu.“ Jóhann segir að liðin séu bæði með virkilega góða varnarmenn og einvígið eigi eftir að ráðast þeim megin á vellinum. „Þetta eru tvær ólíkar, en frábærar varnir. Það er rosalega erfitt að skora fyrir bæði lið og fer mikið púður í hvert mark.“ Jóhann átti frábæran leik í kvöld og gerði átta mörk. „Þetta gekk ágætlega hjá mér í kvöld, en það telur lítið ef maður drullar á sig næst. Nú verður maður bara að hugsa vel um sig andlega og líkamlega, sérstaklega þar sem maður er kominn á þrítugsaldurinn. Það er ekkert pítsa og öllari hjá manni, bara nudd og eitthvað þægilegt.“ Einar: Við áttum bara að vinna þennan leik„Þetta var bara flottur leikur, gaman að vera hér og gaman að vera komnir í undanúrslit,“ segir Einar Hólmgeirsson, annar þjálfari ÍR, eftir tapið í kvöld. „Þetta er ástæðan fyrir því að menn eru í þessu sporti. Áhorfendur voru flottir í kvöld og maður er bara ánægður með svona leik. Þetta var algjör háspennu leikur. Við byrjuðum leikinn á því að skjóta virkilega illa en ég var ánægður með það hvernig strákarnir komu til baka.“ Einar segist hafa verið ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld. „Við misstum þá nokkrum mörkum frá okkur í seinni hálfleik og þurftum að elta eftir það. Við vorum samt alltaf inn í þessum leik og mér fannst að við hefðum einfaldlega átt að vinna hann.“ Einar vill sjá troðfullt Austurberg í næsta leik á laugardaginn. „Við Breiðhyltingar þurfum bara að sýna þeim hvernig á að fylla höllina almennilega.“ Olís-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Sjá meira
Afturelding vann frábæran sigur á ÍR, 23-20, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu. Stemningin í Mosfellsbænum var mögnuð og þétt setið á áhorfendapöllunum. Það var varnarleikur heimamanna og markvarsla sem skilaði liðinu sigrinum og einnig frammistaða Jóhanns Gunnars Einarssonar sem gerði átta mörk. Liðið leiðir því einvígið 1-0 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Davíð Svansson var magnaður í marki heimamanna og tók 19 skot. Það var töluverður taugatitringur í báðum liðum til að byrja með enda var stemningin í húsinu mögnuð. Aðeins eitt mark var skorað á fyrstu sex mínútum leiksins og voru það heimamenn í Aftureldingu sem gerðu það. ÍR-ingar skoruðu sitt fyrsta mark í leiknum þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum og þá var staðan 4-1 fyrir Aftureldingu. ÍR-ingar voru greinilega í sjokki, enda varla hægt að tala saman inni höllinni vegna hávaða. ÍR-ingar tóku leikhlé sem skilaði sér heldur betur og allt í einu var staðan 5-5. Jafnræði var á með liðunum út hálfleikinn og gríðarlega barátta inn á vellinum. Liðin þurftu að hafa mikið fyrir hverju marki og fyrri hálfleikurinn var mögnuð skemmtun. Jóhann Gunnar Einarsson var frábær í liði í liði heimamanna í hálfleiknum og gerði fimm mörk. Davíð Svansson hafði varið 10 skot í hálfleik en sex af þeim komu bara á upphafsmínútunum. Svavar Már í marki ÍR-inga tók sjö bolta í fyrri hálfleiknum og stóð fyrir sínu. Enginn leikmaður ÍR var með fleiri en tvö mörk í hálfleik og dreifðist skorið vel á leikmenn. Staðan í hálfleik var 11-10 fyrir ÍR, merkilegt og sérstaklega eftir dapra byrjun gestanna. Heimamenn byrjuðu betur í síðari hálfleik og gerði þrjú fyrstu mörkin og breyttu stöðunni strax í 13-11. Afturelding átti í vandræðum með að skora næstu mínútur og bæði lið í raun. Þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum var staðan 13-13. Þetta var leikur varnar og markvörslu í kvöld og eins og áður segir, gríðarlega barátta. Varnarleikur Aftureldingar var með ólíkindum á köflum og þá kom markvarslan vissulega með. ÍR-ingar vissu stundum ekkert hvað þeir áttu að gera og þegar tólf mínútur voru eftir var staðan 19-15 fyrir þá rauðu. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins einu marki, 21-20. ÍR-ingar voru komnir til baka. Heimamenn voru sterkari undir lokin og ÍR-ingar á sama tíma óskynsamir. Þeir rauðu unnu að lokum þriggja marka sigur, 23-20. Næstu leikur verður í Austurberginu á laugardaginn. Jóhann: Enginn pítsa og öllari, bara nudd„Það er bara heiður að fá að taka þátt í svona seríu,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigurinn í kvöld. „Ef þetta er það sem koma skal, þá verður þetta hrikalega gaman. Frábær stuðningslið báðum megin, frábær leikur og frábær dómgæsla. Maður er bara hrikalega ánægður að enda ofan á í þessum leik, það munaði ekki miklu.“ Jóhann segir að liðin séu bæði með virkilega góða varnarmenn og einvígið eigi eftir að ráðast þeim megin á vellinum. „Þetta eru tvær ólíkar, en frábærar varnir. Það er rosalega erfitt að skora fyrir bæði lið og fer mikið púður í hvert mark.“ Jóhann átti frábæran leik í kvöld og gerði átta mörk. „Þetta gekk ágætlega hjá mér í kvöld, en það telur lítið ef maður drullar á sig næst. Nú verður maður bara að hugsa vel um sig andlega og líkamlega, sérstaklega þar sem maður er kominn á þrítugsaldurinn. Það er ekkert pítsa og öllari hjá manni, bara nudd og eitthvað þægilegt.“ Einar: Við áttum bara að vinna þennan leik„Þetta var bara flottur leikur, gaman að vera hér og gaman að vera komnir í undanúrslit,“ segir Einar Hólmgeirsson, annar þjálfari ÍR, eftir tapið í kvöld. „Þetta er ástæðan fyrir því að menn eru í þessu sporti. Áhorfendur voru flottir í kvöld og maður er bara ánægður með svona leik. Þetta var algjör háspennu leikur. Við byrjuðum leikinn á því að skjóta virkilega illa en ég var ánægður með það hvernig strákarnir komu til baka.“ Einar segist hafa verið ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld. „Við misstum þá nokkrum mörkum frá okkur í seinni hálfleik og þurftum að elta eftir það. Við vorum samt alltaf inn í þessum leik og mér fannst að við hefðum einfaldlega átt að vinna hann.“ Einar vill sjá troðfullt Austurberg í næsta leik á laugardaginn. „Við Breiðhyltingar þurfum bara að sýna þeim hvernig á að fylla höllina almennilega.“
Olís-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Sjá meira