Sjö sekúndur gætu hirt úrvalsdeildarsætið af Stjörnunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. apríl 2015 11:00 Mínútur Söru Diljá í úrvalsdeildinni gætu kostað Stjörnuna sæti á meðal þeirra bestu. vísir/valli Stjarnan tryggði sér sæti í Dominos-deild kvenna í körfubolta á þriðjudagskvöldið þegar liðið lagði Njarðvík, 57-54, á útivelli í oddaleik umspilsins um úrvalsdeildarsætið. Svo gæti þó farið að Stjarnan verði áfram í 1. deildinni næsta vetur en Njarðvík verði á meðal þeirra bestu á ný. Njarðvík er búið að leggja fram kæru til KKÍ vegna meints ólöglegs leikmanns sem Stjarnan tefldi fram, en þetta staðfestir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við Vísi. Njarðvík vill meina að Sara Diljá Sigurðardóttir, leikmaður Stjörnunnar, hafi ekki mátt spila með Garðabæjarliðinu í umspilinu þar sem hún er á meðal sjö leikjahæstu kvenna Valsliðsins í úrvalsdeildinni. Sara Diljá spilaði ekki fyrsta leikinn í umspilinu en spilaði leiki tvö og þrjú. Hún skoraði níu stig og tók 10 fráköst í oddaleiknum þegar Stjarnan tryggði sér sæti í efstu deild. Sara er á mála hjá Val en gerði venslasamning við Stjörnuna. Þeir eru notaðir fyrir stelpur sem fá minna að spila með úrvalsdeildarliðunum þannig þær fái mínútur í 1. deildinni. Reglan er þannig að þær sjö konur sem spila flestar mínútur að meðaltali með hverju úrvalsdeildarliði mega ekki spila með venslaliðum. Munurinn er ótrúlega lítill hjá Valsliðinu, en Sara Diljá er með 14 mínútur og 34 sekúndur að meðaltali í leik fyrir Val. Hún er sú sjöunda leikjahæsta, aðeins sjö sekúndum á undan Sóllilju Bjarnadóttur. Ef bikarinn er tekinn með er Sara Diljá þó langt fyrir neðan sjöunda sætið og lögleg með Stjörnunni í úrslitaeinvíginu, en nú á eftir að skera úr um hvort bara deildin telji eða deild og bikar. „Aga- og úrskurðarnefnd tekur þetta nú fyrir. Stjarnan fær tíma til að skila inn andmælum og sinni skýringu og svo verða lögfræðingar nefndarinnar að ákveða hvað verður,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi.Flestar mínútur hjá Val í Dominos-deild kvenna: Taleya Mayberry 35:13 Guðbjörg Sverrisdóttir 30:44 Ragnheiður Benónísdóttir 27:36 Ragna Margrét Brynjólfsdóttir 27:30 Fanney Lind Guðmundsdóttir 27:06 Kristrún Sigurjónsdóttir 26:22 Sara Diljá Sigurðardóttir 14:34 Sóllija Bjarnadóttir 14:27 Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Stjarnan tryggði sér sæti í Dominos-deild kvenna í körfubolta á þriðjudagskvöldið þegar liðið lagði Njarðvík, 57-54, á útivelli í oddaleik umspilsins um úrvalsdeildarsætið. Svo gæti þó farið að Stjarnan verði áfram í 1. deildinni næsta vetur en Njarðvík verði á meðal þeirra bestu á ný. Njarðvík er búið að leggja fram kæru til KKÍ vegna meints ólöglegs leikmanns sem Stjarnan tefldi fram, en þetta staðfestir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við Vísi. Njarðvík vill meina að Sara Diljá Sigurðardóttir, leikmaður Stjörnunnar, hafi ekki mátt spila með Garðabæjarliðinu í umspilinu þar sem hún er á meðal sjö leikjahæstu kvenna Valsliðsins í úrvalsdeildinni. Sara Diljá spilaði ekki fyrsta leikinn í umspilinu en spilaði leiki tvö og þrjú. Hún skoraði níu stig og tók 10 fráköst í oddaleiknum þegar Stjarnan tryggði sér sæti í efstu deild. Sara er á mála hjá Val en gerði venslasamning við Stjörnuna. Þeir eru notaðir fyrir stelpur sem fá minna að spila með úrvalsdeildarliðunum þannig þær fái mínútur í 1. deildinni. Reglan er þannig að þær sjö konur sem spila flestar mínútur að meðaltali með hverju úrvalsdeildarliði mega ekki spila með venslaliðum. Munurinn er ótrúlega lítill hjá Valsliðinu, en Sara Diljá er með 14 mínútur og 34 sekúndur að meðaltali í leik fyrir Val. Hún er sú sjöunda leikjahæsta, aðeins sjö sekúndum á undan Sóllilju Bjarnadóttur. Ef bikarinn er tekinn með er Sara Diljá þó langt fyrir neðan sjöunda sætið og lögleg með Stjörnunni í úrslitaeinvíginu, en nú á eftir að skera úr um hvort bara deildin telji eða deild og bikar. „Aga- og úrskurðarnefnd tekur þetta nú fyrir. Stjarnan fær tíma til að skila inn andmælum og sinni skýringu og svo verða lögfræðingar nefndarinnar að ákveða hvað verður,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi.Flestar mínútur hjá Val í Dominos-deild kvenna: Taleya Mayberry 35:13 Guðbjörg Sverrisdóttir 30:44 Ragnheiður Benónísdóttir 27:36 Ragna Margrét Brynjólfsdóttir 27:30 Fanney Lind Guðmundsdóttir 27:06 Kristrún Sigurjónsdóttir 26:22 Sara Diljá Sigurðardóttir 14:34 Sóllija Bjarnadóttir 14:27
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira