Viðskipti innlent

Fulltrúar Íslandspósts kallaðir fyrir fjárlaganefnd

Birgir Olgeirsson skrifar
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, og  Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts.
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, og Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts.
Fulltrúar Íslandspósts munu mæta fyrir fjárlaganefnd Alþingis á morgun þar sem rekstur fyrirtækisins verður til umfjöllunar.

„Fjárlaganefnd er eftirlitsnefnd og við höfum virkjað það enn frekar eftir að þessi meirihluti tók til starfa eftir kosningarnar 2013, þannig að við erum að viðhalda því verklagi. Það eru ákveðin atriði sem við þurfum að spyrja út í,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. Hún bendir á að fylgst hafi verið sérstaklega með Íslandspósti sem er virðist nú vera að rétta úr kútnum eftir taprekstur.

Vigdís sendi fyrr í vetur forstjórum Íslandspósts og Isavia tóninn og gagrnýndi þá harkalega.

„Það virðist vera sama steypan í rekstri Ísavia og Íslandspósts - bæði félögin eru ohf. Ég hef fyrir löngu efast um það rekstrarform - forstjórar og stjórnir ohf. félaga ríkisins haga sér eins og smákrakkar í sælgætisbúð - og svo er sagt við fjárveitingavaldið - ykkur kemur þetta ekki við,“ sagði Vigdís fyrr í vetur um Íslandspóst og Isavia.

Sjá einnig:Sukk og svínarí ríkisfyrirtækja í skálkaskjóli ohf-unar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×