Handbolti

Óskar tekur við kvennaliði Hauka

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Óskar Ármannsson og Gunnar Magnússon þjálfa Haukaliðin á næsta tímabili.
Óskar Ármannsson og Gunnar Magnússon þjálfa Haukaliðin á næsta tímabili. Vísir/Vilhelm
Óskar Ármannsson stýrir Haukastúlkum næsta vetur í Olís-deildinni í handbolta.

Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari karlaliðs Hauka í handbolta, var í dag ráðinn þjálfari kvennaliðs félagsins.

Óskar skrifaði undir tveggja ára samning við Hafnarfjarðarliðið en hann hefur verið aðstoðarmaður karlaliðsins í mörg ár.

Óskar tekur við starfinu af Halldóri Harra Kristjánssyni sem sagði upp starfi sínu hjá Haukum eftir fjögurra ára veru og tók við Stjörnunni.

Haukastúlkur eru komnar í sumarfrí eftir tap gegn ÍBV í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar, en liðið komst einnig í undanúrslit bikarsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×