Íslendingar enn lélegastir að innleiða EES-tilskipanir Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2015 09:55 Innleiðingarhalli Íslands er 2,8 prósent sem svarar til þess að 31 tilskipun hafi ekki verið innleidd að fullu á réttum tíma. Vísir/GVA Ísland í neðsta sæti þegar innleiðingarhalli EES-ríkjanna er tekinn saman samkvæmt nýju frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Innleiðingarhalli Íslands er 2,8 prósent sem svarar til þess að 31 tilskipun hafi ekki verið innleidd að fullu á réttum tíma. Innleiðingarhalli Íslands er sá mesti á öllum innri markaðnum en á eftir fylgir Noregur með 2 prósenta halla eða 23 óinnleiddar tilskipanir í nóvember. Til samanburðar er innleiðingarhallinn að meðaltali 0,5 prósent í öllum ríkjum ESB og Slóvenía eitt ríkja er með innleiðingarhalla umfram 1 prósenta viðmiðið. Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA, segir það óneitanlega mikil vonbrigði að ekki hafi tekist betur að framfylgja Evrópustefnu sem íslensk stjórnvöld kynntu fyrir ári. „Þá samþykkti ríkisstjórn það markmið að á fyrri hluta árs 2015 verði innleiðingarhalli orðinn undir 1% en mælingin í nóvember 2014 sýnir 2,8% halla. Jafnframt samþykkti ríkisstjórnin að ekkert dómsmál verði fyrir EFTA-dómstólnum vegna skorts á innleiðingu EES-gerða en þau reyndust 13 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Stjórn ESA sá sérstakt tilefni til að fagna stefnumörkun ríkisstjórnarinnar varðandi framkvæmd EES-samningsins í fyrra og getur ekki annað en áréttað að frammistaða Íslands eins og hún hefur verið undanfarin ár er mikið áhyggjuefni.“Í frétt á heimasíðu ESA kemur fram að frammistöðumat innri markaðarins er birt tvisvar á ári og sýnir hvernig stjórnvöldum á Íslandi, Liechtenstein og Noregi gengur að innleiða tilskipanir og reglugerðir innri markaðarins á réttum tíma. „Innleiðingarhalli tilskipana sýnir hlutfall tilskipana sem ekki hafa verið innleiddar eða ESA hefur ekki verið tilkynnt um innleiðingu á innan réttra tímamarka. Innleiðingarhallinn tekur aðeins til þeirra gerða sem EFTA-ríkin hafa skuldbundið sig til að innleiða á grundvelli EES-samningsins. Varðandi innleiðingu reglugerða innan tímamarka hefur Ísland þó tekið framförum. Í nóvember voru 34 reglugerðir komnar fram yfir tímamörk og hafði fækkað um 42 frá síðasta frammistöðumati. Samningsbrotamál í nóvember voru 244 talsins og voru 164 þeirra gegn Íslandi, óbreytt frá síðasta frammistöðumati.“ Helga segir jafnframt að innri markaður Evrópuríkjanna og óhindruð samskipti og viðskipti fyrir fólk og fyrirtæki, þar á meðal Íslendinga, byggist á því að lagareglurnar um þau mál séu samskonar. „Tímanleg innleiðing sameiginlegra reglna er forsenda þess að hægt sé að tryggja jafnræði á innri markaðnum og öll EES ríkin eru skuldbundin til að virða tímamörk í því efni. EFTA ríkin þurfa öll að taka sig á en það á þó sérstaklega við Ísland þar sem hallinn hefur verið langvarandi og sá langmesti á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.“ Innleiðingarhalli Íslands í síðasta frammistöðumati var 3,1 prósent. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Ísland í neðsta sæti þegar innleiðingarhalli EES-ríkjanna er tekinn saman samkvæmt nýju frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Innleiðingarhalli Íslands er 2,8 prósent sem svarar til þess að 31 tilskipun hafi ekki verið innleidd að fullu á réttum tíma. Innleiðingarhalli Íslands er sá mesti á öllum innri markaðnum en á eftir fylgir Noregur með 2 prósenta halla eða 23 óinnleiddar tilskipanir í nóvember. Til samanburðar er innleiðingarhallinn að meðaltali 0,5 prósent í öllum ríkjum ESB og Slóvenía eitt ríkja er með innleiðingarhalla umfram 1 prósenta viðmiðið. Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA, segir það óneitanlega mikil vonbrigði að ekki hafi tekist betur að framfylgja Evrópustefnu sem íslensk stjórnvöld kynntu fyrir ári. „Þá samþykkti ríkisstjórn það markmið að á fyrri hluta árs 2015 verði innleiðingarhalli orðinn undir 1% en mælingin í nóvember 2014 sýnir 2,8% halla. Jafnframt samþykkti ríkisstjórnin að ekkert dómsmál verði fyrir EFTA-dómstólnum vegna skorts á innleiðingu EES-gerða en þau reyndust 13 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Stjórn ESA sá sérstakt tilefni til að fagna stefnumörkun ríkisstjórnarinnar varðandi framkvæmd EES-samningsins í fyrra og getur ekki annað en áréttað að frammistaða Íslands eins og hún hefur verið undanfarin ár er mikið áhyggjuefni.“Í frétt á heimasíðu ESA kemur fram að frammistöðumat innri markaðarins er birt tvisvar á ári og sýnir hvernig stjórnvöldum á Íslandi, Liechtenstein og Noregi gengur að innleiða tilskipanir og reglugerðir innri markaðarins á réttum tíma. „Innleiðingarhalli tilskipana sýnir hlutfall tilskipana sem ekki hafa verið innleiddar eða ESA hefur ekki verið tilkynnt um innleiðingu á innan réttra tímamarka. Innleiðingarhallinn tekur aðeins til þeirra gerða sem EFTA-ríkin hafa skuldbundið sig til að innleiða á grundvelli EES-samningsins. Varðandi innleiðingu reglugerða innan tímamarka hefur Ísland þó tekið framförum. Í nóvember voru 34 reglugerðir komnar fram yfir tímamörk og hafði fækkað um 42 frá síðasta frammistöðumati. Samningsbrotamál í nóvember voru 244 talsins og voru 164 þeirra gegn Íslandi, óbreytt frá síðasta frammistöðumati.“ Helga segir jafnframt að innri markaður Evrópuríkjanna og óhindruð samskipti og viðskipti fyrir fólk og fyrirtæki, þar á meðal Íslendinga, byggist á því að lagareglurnar um þau mál séu samskonar. „Tímanleg innleiðing sameiginlegra reglna er forsenda þess að hægt sé að tryggja jafnræði á innri markaðnum og öll EES ríkin eru skuldbundin til að virða tímamörk í því efni. EFTA ríkin þurfa öll að taka sig á en það á þó sérstaklega við Ísland þar sem hallinn hefur verið langvarandi og sá langmesti á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.“ Innleiðingarhalli Íslands í síðasta frammistöðumati var 3,1 prósent.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira