KR hefur dregið sig út úr átta liða úrslitum Lengjubikars karla í fótbolta og þess vegna fá KA-menn sæti í útsláttarkeppninni.
Leiknir R og Stjarnan höfðu bæði tilkynnt að þau myndu ekki taka þátt í úrslitakeppni mótsins en eftir að drög að leikjaniðurröðun úrslitakeppninnar hafði verið birt á vef KSÍ, tilkynnti KR til mótanefndar KSÍ að þeir myndu ekki taka þátt.
KR-ingar fóru í morgun í æfingaferð til Spánar en leikirnir í átta liða úrslitunum er á fimmtudagskvöldið.
Mótanefnd KSÍ hefur gefið út leikjaniðurröðun í úrslitakeppni A-deildar Lengjubikars karla en síðustu leikir riðakeppninnar fóru fram um nýliðna helgi.
Leikir 8 liða úrslita fara fram fimmtudaginn 16. apríl. Leikið verður til undanúrslita, sunnudaginn 19. apríl og úrslitaleikurinn fer fram í Kórnum, fimmtudaginn 23. apríl.
Leikir í útsláttarkeppni Lengjubikarsins:
8-liða úrslit
fim. 16. apr. 18:00 Víkingur R. - FH Víkingsvöllur
fim. 16. apr. 18:00 ÍA - Fjölnir Akraneshöllin
fim. 16. apr. 19:00 Fylkir - KA Fylkisvöllur
fim. 16. apr. 19:00 Breiðablik - Valur Fífan
Undanúrslit
sun. 19. apr. 16:00 Víkingur R FH - Breiðablik/Valur
sun. 19. apr. 16:00 Fylkir / KA - ÍA / Fjölnir
Úrslitaleikur
fim. 23. apr. 19:00 Úrslitaleikur - Kórinn
Sé jafnt eftir venjulegan leiktíma í úrslitakeppnum mótsins, skal fara fram vítaspyrnukeppni til að úrskurða um sigurvegara. Það verður því engin framlenging í þessum leikjum.
