Krabbamein - og hvað svo? Heilsuvísir skrifar 13. apríl 2015 14:00 visir/ureinkaeigu Krabbamein er gildishlaðið orð og fyrir mörgum enn þá samhljóma við dauðadóm. Enda ekki svo langt síðan lífshorfur þeirra sem greindust voru afar slæmar. Krabbamein hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda og verður algengara eftir því sem menn lifa lengur. Elstu heimilidir um krabbamein eru taldar vera frá 2500 f. Kr. og koma frá egypsku kennsluriti í skurðlækningum. Um sjúkdóminn stendur: “Það er engin meðferð.” Sem betur fer hefur margt breyst og gríðarlegar framfarir hafa orðið í krabbameinslækningum undanfarin sextíu ár. Fyrir þann tíma voru einungis um 25% á lífi fimm árum eftir greiningu. Nú lifa um 70% þeirra sem fá krabbamein lengur en fimm ár frá greiningu en það er sá tími sem oftast er notaður til viðmiðunar um hvort viðkomandi telst læknaður af sjúkdómnum. Þó svo að lífshorfur hafi batnað svo um munar þá er það engu að síður áfall að greinast með krabbamein. Við erum ólík og við vinnum jafnólíkt úr áföllum. Sumir vilja halda sjúkdómnum leyndum meðan aðrir leyfa öllum að fylgjast og allt þar á milli. Rannsóknir sýna að flestir vinna betur úr áföllum og líður almennt betur ef þeir tala við einhvern. Það er ekki hægt að tala sig frá krabbameini en það hjálpar og getur bætt líðan að tala um veikindin. Bæði þeir sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur geta leitað til Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þar sem hægt er að fá viðtal við hjúkrunarfræðing og félagsráðgjafa. Daglega kemur fólk til að fá fræðslu, ráðgjöf, sálfélagslegan stuðning eða til að fá upplýsingar um réttindamál. Sú þjónusta er fólki að kostnaðarlausu. Fjölmörg námskeið eru í boði ásamt fræðslufyrirlestrum yfir vetrartímann. Má þar nefna fyrirlestrarröð sem endurhæfingarteymi Landspítalans og Krabbameinsfélagið standa saman að fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Í stuðningshópum félagsins er hægt að komast í kynni við aðra sem greinst hafa með krabbamein, eru í meðferð eða hafa lokið henni. Við höfum séð hvað máttur jafningjastuðningsins er mikill og rannsóknir sýna það einnig að þeim sem fá slíkan stuðning líður oft betur og upplifa aukin lífsgæði. Við greiningu krabbameins er margt sem breytist í eigin lífi og margt sem reynist erfitt að hafa stjórn á. Mikilvægt er að viða að sér því sem gagnast við þessar aðstæður til að ná aftur jafnvægi í lífinu. Þó svo að ekki sé hægt að koma í veg fyrir vanmátt gagnvart aðstæðum þá getur það verið gagnlegt að tileinka sér leiðir til að efla heilsu sína og styrk eftir megni.Lára G. Sigurðardóttir, læknir og fræðslustjóri KrabbameinsfélagsinsSigrún Lillie Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins Heilsa Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Krabbamein er gildishlaðið orð og fyrir mörgum enn þá samhljóma við dauðadóm. Enda ekki svo langt síðan lífshorfur þeirra sem greindust voru afar slæmar. Krabbamein hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda og verður algengara eftir því sem menn lifa lengur. Elstu heimilidir um krabbamein eru taldar vera frá 2500 f. Kr. og koma frá egypsku kennsluriti í skurðlækningum. Um sjúkdóminn stendur: “Það er engin meðferð.” Sem betur fer hefur margt breyst og gríðarlegar framfarir hafa orðið í krabbameinslækningum undanfarin sextíu ár. Fyrir þann tíma voru einungis um 25% á lífi fimm árum eftir greiningu. Nú lifa um 70% þeirra sem fá krabbamein lengur en fimm ár frá greiningu en það er sá tími sem oftast er notaður til viðmiðunar um hvort viðkomandi telst læknaður af sjúkdómnum. Þó svo að lífshorfur hafi batnað svo um munar þá er það engu að síður áfall að greinast með krabbamein. Við erum ólík og við vinnum jafnólíkt úr áföllum. Sumir vilja halda sjúkdómnum leyndum meðan aðrir leyfa öllum að fylgjast og allt þar á milli. Rannsóknir sýna að flestir vinna betur úr áföllum og líður almennt betur ef þeir tala við einhvern. Það er ekki hægt að tala sig frá krabbameini en það hjálpar og getur bætt líðan að tala um veikindin. Bæði þeir sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur geta leitað til Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þar sem hægt er að fá viðtal við hjúkrunarfræðing og félagsráðgjafa. Daglega kemur fólk til að fá fræðslu, ráðgjöf, sálfélagslegan stuðning eða til að fá upplýsingar um réttindamál. Sú þjónusta er fólki að kostnaðarlausu. Fjölmörg námskeið eru í boði ásamt fræðslufyrirlestrum yfir vetrartímann. Má þar nefna fyrirlestrarröð sem endurhæfingarteymi Landspítalans og Krabbameinsfélagið standa saman að fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Í stuðningshópum félagsins er hægt að komast í kynni við aðra sem greinst hafa með krabbamein, eru í meðferð eða hafa lokið henni. Við höfum séð hvað máttur jafningjastuðningsins er mikill og rannsóknir sýna það einnig að þeim sem fá slíkan stuðning líður oft betur og upplifa aukin lífsgæði. Við greiningu krabbameins er margt sem breytist í eigin lífi og margt sem reynist erfitt að hafa stjórn á. Mikilvægt er að viða að sér því sem gagnast við þessar aðstæður til að ná aftur jafnvægi í lífinu. Þó svo að ekki sé hægt að koma í veg fyrir vanmátt gagnvart aðstæðum þá getur það verið gagnlegt að tileinka sér leiðir til að efla heilsu sína og styrk eftir megni.Lára G. Sigurðardóttir, læknir og fræðslustjóri KrabbameinsfélagsinsSigrún Lillie Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins
Heilsa Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira