Skilur ekki hvað hafi verið óviðeigandi við framkomuna Stefán Árni Pálsson skrifar 11. apríl 2015 11:13 Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segist ekki skilja hvað sé átt með að hann hafi sýnt af sér óviðeigandi framkomu á fundi á Akureyri í fyrradag. Þetta kemur fram í skriflegu svari Isavia til fréttastofu en í gær greindi Vísir frá því að látbragð Björns á fundi um opnun fleiri gátta inn í landið fyrir erlenda ferðamenn hefði vakið furðu og jafnvel reiði margra fundarmanna. Í svari Björns og Isavia kemur fram að í stuttu ávarpi sínu á fundinum lýsti Björn miklum stuðningi við sjónarmið sem fram voru sett, t.d. af fulltrúum Háskólans á Akureyri, Markaðsstofu Austurlands og Air 66. Þær hugmyndir sem þar komu fram væru einmitt vænlegar til góðs árangurs.Sjá einnig: Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan „Isavia er eins og greint var frá virkur þáttakandi í markaðssetningu Akureyrarflugavallar og Egilsstaðaflugvallar erlendis og leggur umtalsverðar fjárupphæðir til verkefnisins. Fulltrúar félagsins verða væntanlega boðaðir innan tíðar til starfa í nefnd sem fjalla á enn frekar um slíka markaðssetningu,“ segir í svarinu. Einnig séu starfsmenn félagsins nú á leið á reglubundna alþjóðaráðstefnu flugvalla og flugfélaga þar sem áhersla verður á að kynna alla íslenska alþjóðaflugvelli eins og fyrr, m.a. með þátttöku flugvallarstjórans á Akureyri og fulltrúa markaðsstofu Norðurlands. Björn Óli segist jafnframt hafa svarað nokkrum athugasemdum sem gerðar voru á fundinum við það hvernig staðið þætti að umræddum verkefnum af hálfu Isavia. „Lagði hann í orðum sínum áherslu á að ásakanir manna milli væru ekki vænlegar til þess að skila árangri heldur yrði menn að einbeita sér að því að vinna að haldbærum lausnum með samvinnu allra sem að málinu stæðu,“ segir í svari Björns og Isavia. Einn þeirra sem tjáði sig um málið við Vísis er Karl Jónsson, formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar. Karl er jafnframt varamaður í stjórn Markaðsstofu Norðurlands og á og rekur Lamb Inn Öngulstöðum ásamt fjölskyldu sinni og tengdaföður. „Það skal líka sagt að á fundinum vakti athygli látbragð forstjóra ISAVIA þegar hann sat undir fyrirlestrunum. Hann hristi hausinn og flissaði ef framsögumenn sögðu eitthvað sem honum mislíkaði. Ráðning hans hlýtur að hafa verið einn stór misskilningur, því ekki bar hann það með sér að vera forstjóri yfir gríðarlega stóru opinberu hlutafélagi,“ segir Karl. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan Ferðamálafrömuðir norðan heiða vilja millilandaflugvöll á landsbyggðina. 10. apríl 2015 15:44 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segist ekki skilja hvað sé átt með að hann hafi sýnt af sér óviðeigandi framkomu á fundi á Akureyri í fyrradag. Þetta kemur fram í skriflegu svari Isavia til fréttastofu en í gær greindi Vísir frá því að látbragð Björns á fundi um opnun fleiri gátta inn í landið fyrir erlenda ferðamenn hefði vakið furðu og jafnvel reiði margra fundarmanna. Í svari Björns og Isavia kemur fram að í stuttu ávarpi sínu á fundinum lýsti Björn miklum stuðningi við sjónarmið sem fram voru sett, t.d. af fulltrúum Háskólans á Akureyri, Markaðsstofu Austurlands og Air 66. Þær hugmyndir sem þar komu fram væru einmitt vænlegar til góðs árangurs.Sjá einnig: Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan „Isavia er eins og greint var frá virkur þáttakandi í markaðssetningu Akureyrarflugavallar og Egilsstaðaflugvallar erlendis og leggur umtalsverðar fjárupphæðir til verkefnisins. Fulltrúar félagsins verða væntanlega boðaðir innan tíðar til starfa í nefnd sem fjalla á enn frekar um slíka markaðssetningu,“ segir í svarinu. Einnig séu starfsmenn félagsins nú á leið á reglubundna alþjóðaráðstefnu flugvalla og flugfélaga þar sem áhersla verður á að kynna alla íslenska alþjóðaflugvelli eins og fyrr, m.a. með þátttöku flugvallarstjórans á Akureyri og fulltrúa markaðsstofu Norðurlands. Björn Óli segist jafnframt hafa svarað nokkrum athugasemdum sem gerðar voru á fundinum við það hvernig staðið þætti að umræddum verkefnum af hálfu Isavia. „Lagði hann í orðum sínum áherslu á að ásakanir manna milli væru ekki vænlegar til þess að skila árangri heldur yrði menn að einbeita sér að því að vinna að haldbærum lausnum með samvinnu allra sem að málinu stæðu,“ segir í svari Björns og Isavia. Einn þeirra sem tjáði sig um málið við Vísis er Karl Jónsson, formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar. Karl er jafnframt varamaður í stjórn Markaðsstofu Norðurlands og á og rekur Lamb Inn Öngulstöðum ásamt fjölskyldu sinni og tengdaföður. „Það skal líka sagt að á fundinum vakti athygli látbragð forstjóra ISAVIA þegar hann sat undir fyrirlestrunum. Hann hristi hausinn og flissaði ef framsögumenn sögðu eitthvað sem honum mislíkaði. Ráðning hans hlýtur að hafa verið einn stór misskilningur, því ekki bar hann það með sér að vera forstjóri yfir gríðarlega stóru opinberu hlutafélagi,“ segir Karl.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan Ferðamálafrömuðir norðan heiða vilja millilandaflugvöll á landsbyggðina. 10. apríl 2015 15:44 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan Ferðamálafrömuðir norðan heiða vilja millilandaflugvöll á landsbyggðina. 10. apríl 2015 15:44