Aron Einar: „Forréttindi að bera fyrirliðabandið í landsliðinu" Hjörtur Hjartarson skrifar 11. apríl 2015 11:00 „Það gengur mjög vel. Bara eins og í sögu. Mér líður bara vel og ég er mjög ánægður og hamingjusamur,” sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði og nýbakaður faðir, í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborgi á X-inu í gær. Aron var meðal viðmælenda hjá Hirti og fóru þeir um víðan völl. „Við erum í svona “no man's land” hérna í Cardiff núna. Það er voða lítið undir í þeim leikjum sem við erum að spila. Við erum bara um miðja deild og við getum ekki farið upp né farið niður, þannig að það er ekki mikið að spila fyrir. Ég er þó að að spila mikið og spila fínt þannig ég er sáttur.” Aron segir að það sé mikilvægt að fara með nokkra góða sigra inn í sumarið, en Cardiff situr í þrettánda sæti deildarinnar með 52 stig. Cardiff mætir Leeds á útivelli í dag. „Það tekur mann inn í sumarið bara léttari og ánæðgari og í örlítið betra skapi. Það er mjög mikilvægt að enda tímabilið á góðu “runni”, sérstaklega eftir svona upp og niður tímabil eins og núna.” „Við höfum verið að spila vel í nokkrum leikjum og svo skelfilega í öðrum. Þetta er búið að vera langt og strembið tímabil í rauninni. Það yrði mjög sterkt að klára tímabilið vel og taka það inn í næsta tímabil, það skiptir öllu máli,” en Aron segir að það sé erfitt að vera ekki að spila uppá neitt. „Það er erfitt, sérstaklega í lok tímabils þegar maður er bara bíða eftir að tímabilið klárist svo maður geti farið að einbeita sér að næsta tímabili. Maður verður að kveikja í mönnum og hafa þetta “professional” til þess að vera jákvæðari og hafa meira gaman af þessu.” Voru væntingar manna að Cardiff myndi að minnsta kosti fara í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð? „Já fyrir tímabil og á miðju tímabili voru menn að tala um það að við ættum að vera þarna uppi og værum með mannskap í það, en þetta er búið að renna í burtu frá okkur. Svo vorum við komnir á fínan stað um daginn og vorum að klára erfiða leiki og spila vel, en svo koma leikir inn á milli eins og á móti Bolton þar sem við vorum að spila vel en fengum á okkur þrjú mörk sem er ekki nægilega gott.” „Við erum að spila allt í lagi eins og er og við viljum halda því áfram. Við erum allir í þessu til að bæta okkur og læra inn á liðið. Það eru margir nýjir leikmenn komnir og margir farnir og nýr þjálfari. Það er mikilvægt að blanda þessu aðeins saman.”Aron er stoltur að bera fyrirliðabandið.vísir/gettyAron Einar mætti félaga sínum úr landsliðinu, Eið Smára Guðjohnsen, í leik Bolton og Cardiff á dögunum. Eiður var á skotskónum í leiknum, en Aron segir að Eiður líti vel út og er ánægður með kappann. „Hann lítur mjög vel ut. Hann er í flottu formi og er að taka auka tímabil til þess að vera í standi fyrir landsliðið og hann hefur ennþá gaman af fótbolta. Hann er að spila vel með Bolton og á hrós skilið fyrir þetta tímabil.” „Hann kom líka mjög sterkur inn í Kazakstan leikinn og kom með ró inn í spilamennskuna. Einnig skoraði hann fyrsta markið sem var mjög mikilvægt og hann kemur með reynslu inn í landsliðið sem vantar stundum.” Íslenska landsliðið er í vænlegri stöðu til þess að komast á Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi sumarið 2016. Aron segir að liðið þurfi að nýta sér stuðninginn heima frá og halda áfram að þróa sinn leik. „Maður finnur fyrir miklum stuðning að heiman og miklum væntingum, en við höfum sett markmiðin sjálfir og erum óhræddir við að segja frá okkar markmiðum. Það hefur alltaf verið okkar markmið að komast á stórmót. Við vorum rosalega nálægt því síðast og ég held að það hafi bara kveikt aðeins meira í mönnum.” „Við þurfum bara að nýta okkur þennan stuðning sem við erum að fá og halda áfram. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur sem landslið því við eigum heilmikið inni. Það er enn langt í að við komust áfram þó að við séum að þokast nær því, sérstaklega þegar við erum að spila vel. „Við erum í góðri stöðu núna og verðum bara að nýta okkar reynslu úr síðustu keppni til að halda haus og láta ekkert stress eða væntingar fara með okkur. Aðalmálið er að halda haus og halda áfram að bæta okkur sem landslið og þá koma úrslitin eins og þau hafa verið að gera.” Í ágúst 2012 var Aron skipaður fyrirliði Íslands. Hann hefur borið bandið siðan þá og eru hann og Hjörtur sammála um að Aron sé orðinn gífurlega þroskaður maður og vel reyndur maður, enda orðinn faðir. „Heyrir þú það ekki á svörunum? Ég var aðeins öðruvísi þegar ég var yngri í viðtölum og það var gaman að því að sprella aðeins og láta allt flakka, en margt sem maður hefði ekkert átt að segja. Maður gerði mistök á ákveðnum tímapunktum og ég er reynslunni ríkari og er ánægður með mitt hlutverk í landsliðinu.” „Að bera fyrirliðabandið er algjör forréttindi og þessir strákar eru svo flottir og ég er einfaldlega gífurlega stoltur af því að bera fyrirliðbandið,” sagði Aron Einar Gunnarsson áður en Hjörtur Hjartarson þurfti að slíta viðtalinu vegna þess að sambandið var ekki uppá sitt besta. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Sjá meira
„Það gengur mjög vel. Bara eins og í sögu. Mér líður bara vel og ég er mjög ánægður og hamingjusamur,” sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði og nýbakaður faðir, í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborgi á X-inu í gær. Aron var meðal viðmælenda hjá Hirti og fóru þeir um víðan völl. „Við erum í svona “no man's land” hérna í Cardiff núna. Það er voða lítið undir í þeim leikjum sem við erum að spila. Við erum bara um miðja deild og við getum ekki farið upp né farið niður, þannig að það er ekki mikið að spila fyrir. Ég er þó að að spila mikið og spila fínt þannig ég er sáttur.” Aron segir að það sé mikilvægt að fara með nokkra góða sigra inn í sumarið, en Cardiff situr í þrettánda sæti deildarinnar með 52 stig. Cardiff mætir Leeds á útivelli í dag. „Það tekur mann inn í sumarið bara léttari og ánæðgari og í örlítið betra skapi. Það er mjög mikilvægt að enda tímabilið á góðu “runni”, sérstaklega eftir svona upp og niður tímabil eins og núna.” „Við höfum verið að spila vel í nokkrum leikjum og svo skelfilega í öðrum. Þetta er búið að vera langt og strembið tímabil í rauninni. Það yrði mjög sterkt að klára tímabilið vel og taka það inn í næsta tímabil, það skiptir öllu máli,” en Aron segir að það sé erfitt að vera ekki að spila uppá neitt. „Það er erfitt, sérstaklega í lok tímabils þegar maður er bara bíða eftir að tímabilið klárist svo maður geti farið að einbeita sér að næsta tímabili. Maður verður að kveikja í mönnum og hafa þetta “professional” til þess að vera jákvæðari og hafa meira gaman af þessu.” Voru væntingar manna að Cardiff myndi að minnsta kosti fara í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð? „Já fyrir tímabil og á miðju tímabili voru menn að tala um það að við ættum að vera þarna uppi og værum með mannskap í það, en þetta er búið að renna í burtu frá okkur. Svo vorum við komnir á fínan stað um daginn og vorum að klára erfiða leiki og spila vel, en svo koma leikir inn á milli eins og á móti Bolton þar sem við vorum að spila vel en fengum á okkur þrjú mörk sem er ekki nægilega gott.” „Við erum að spila allt í lagi eins og er og við viljum halda því áfram. Við erum allir í þessu til að bæta okkur og læra inn á liðið. Það eru margir nýjir leikmenn komnir og margir farnir og nýr þjálfari. Það er mikilvægt að blanda þessu aðeins saman.”Aron er stoltur að bera fyrirliðabandið.vísir/gettyAron Einar mætti félaga sínum úr landsliðinu, Eið Smára Guðjohnsen, í leik Bolton og Cardiff á dögunum. Eiður var á skotskónum í leiknum, en Aron segir að Eiður líti vel út og er ánægður með kappann. „Hann lítur mjög vel ut. Hann er í flottu formi og er að taka auka tímabil til þess að vera í standi fyrir landsliðið og hann hefur ennþá gaman af fótbolta. Hann er að spila vel með Bolton og á hrós skilið fyrir þetta tímabil.” „Hann kom líka mjög sterkur inn í Kazakstan leikinn og kom með ró inn í spilamennskuna. Einnig skoraði hann fyrsta markið sem var mjög mikilvægt og hann kemur með reynslu inn í landsliðið sem vantar stundum.” Íslenska landsliðið er í vænlegri stöðu til þess að komast á Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi sumarið 2016. Aron segir að liðið þurfi að nýta sér stuðninginn heima frá og halda áfram að þróa sinn leik. „Maður finnur fyrir miklum stuðning að heiman og miklum væntingum, en við höfum sett markmiðin sjálfir og erum óhræddir við að segja frá okkar markmiðum. Það hefur alltaf verið okkar markmið að komast á stórmót. Við vorum rosalega nálægt því síðast og ég held að það hafi bara kveikt aðeins meira í mönnum.” „Við þurfum bara að nýta okkur þennan stuðning sem við erum að fá og halda áfram. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur sem landslið því við eigum heilmikið inni. Það er enn langt í að við komust áfram þó að við séum að þokast nær því, sérstaklega þegar við erum að spila vel. „Við erum í góðri stöðu núna og verðum bara að nýta okkar reynslu úr síðustu keppni til að halda haus og láta ekkert stress eða væntingar fara með okkur. Aðalmálið er að halda haus og halda áfram að bæta okkur sem landslið og þá koma úrslitin eins og þau hafa verið að gera.” Í ágúst 2012 var Aron skipaður fyrirliði Íslands. Hann hefur borið bandið siðan þá og eru hann og Hjörtur sammála um að Aron sé orðinn gífurlega þroskaður maður og vel reyndur maður, enda orðinn faðir. „Heyrir þú það ekki á svörunum? Ég var aðeins öðruvísi þegar ég var yngri í viðtölum og það var gaman að því að sprella aðeins og láta allt flakka, en margt sem maður hefði ekkert átt að segja. Maður gerði mistök á ákveðnum tímapunktum og ég er reynslunni ríkari og er ánægður með mitt hlutverk í landsliðinu.” „Að bera fyrirliðabandið er algjör forréttindi og þessir strákar eru svo flottir og ég er einfaldlega gífurlega stoltur af því að bera fyrirliðbandið,” sagði Aron Einar Gunnarsson áður en Hjörtur Hjartarson þurfti að slíta viðtalinu vegna þess að sambandið var ekki uppá sitt besta. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Sjá meira