Allt að tvö þúsund fyrirtæki skaðast af verkfalli á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2015 20:10 Allt að tvö þúsund fyrirtæki í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og á fleiri sviðum verða fyrir skakkaföllum þegar verkfall sextán stéttarfélaga hefst á hádegi á morgun. Erlendir fjölmiðlar hafa grennslast fyrir um áhrif verkfallsins á ferðaþjónustuna. Krafa sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um 300 þúsund króna lágmarkslaun að loknu þriggja ára samningstímabili hefur ekki hlotið náð hjá forystu Samtaka atvinnulífsins. En samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir fyrir Starfsgreinasambandið eru yfir 90 prósent landsmanna hlyntir því að lágmarkslaun verði hækkuð í þessa tölu. „Það er grafalvarlegt ástand. Það eru tíu þúsund manns út um allt land að leggja niður störf á morgun. Þetta er í þjónustugreinunum, þetta er í matvælagreinunum, vöruflutningum og fólksflutningum og svo framvegis,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Aðgerðirnar sem hefjast á hádegi á morgun og standa til miðnættis snerta nánast hverja einustu atvinnugrein á landsbyggðinni. „Við áætlum að þetta séu fimmtánhundruð til tvö þúsund fyrirtæki sem þetta snertir. Þannig að þetta mun hafa gríðarlega víðtæk áhrif,“ segir Drífa. Þetta er svona eins og viðvörunarskot hjá ykkur á morgun, hálfur sólarhringur, en svo þyngjast aðgerðir eftir því sem líður á mánuðinn? „Já í næstu viku eru það tveir dagar. Svo gefum við um tveggja vikna hlé áður en við leggjum aftur niður vinnu í tvo daga. Síðan erum við að skipulegga ótímabundið verkfall frá og með 26. maí,“ segir Drífa. Fyrirtæki í fiskvinnslu, kjötvinnslu og ekki hvað síst í ferðamennsku geta orðið fyrir töluverðum skakkaföllum vegna þessara verkfalla og erlendir blaðamenn hafa þegar spurst fyrir um aðgerðirnar. Blaðamennirnir hafi fyrst og fremst áhuga á ferðaþjónustunni. „Já, þeir hafa það og áhrif þessara aðgerða á ferðaþjónustuna á Íslandi og erlenda ferðamenn sem hingað hafa áætlað að koma,“ segir Drífa. Drífa segir ómögulegt að spá fyrir um hvort deilurnar endi í ótímabundnu verkfalli en alger pattstaða er við samningaborðið og ekki reiknað með neinum árangri á fundi í fyrramálið. Þetta er auðvitað mikill skaði fyrir þessi fyrirtæki? „Það er það. Alveg gríðarlegt tjón sem gæti orðið. En við erum nauðbeigð að nota þennan kost. Það hefur ekki komið neitt raunhæft frá samtökum atvinnulífsins sem er einhver umræðugrundvöllur. Þannig að við sjáum ekki annan kost en nota þetta neyðarúrræði,“ segir Drífa Snædal Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Allt að tvö þúsund fyrirtæki í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og á fleiri sviðum verða fyrir skakkaföllum þegar verkfall sextán stéttarfélaga hefst á hádegi á morgun. Erlendir fjölmiðlar hafa grennslast fyrir um áhrif verkfallsins á ferðaþjónustuna. Krafa sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um 300 þúsund króna lágmarkslaun að loknu þriggja ára samningstímabili hefur ekki hlotið náð hjá forystu Samtaka atvinnulífsins. En samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir fyrir Starfsgreinasambandið eru yfir 90 prósent landsmanna hlyntir því að lágmarkslaun verði hækkuð í þessa tölu. „Það er grafalvarlegt ástand. Það eru tíu þúsund manns út um allt land að leggja niður störf á morgun. Þetta er í þjónustugreinunum, þetta er í matvælagreinunum, vöruflutningum og fólksflutningum og svo framvegis,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Aðgerðirnar sem hefjast á hádegi á morgun og standa til miðnættis snerta nánast hverja einustu atvinnugrein á landsbyggðinni. „Við áætlum að þetta séu fimmtánhundruð til tvö þúsund fyrirtæki sem þetta snertir. Þannig að þetta mun hafa gríðarlega víðtæk áhrif,“ segir Drífa. Þetta er svona eins og viðvörunarskot hjá ykkur á morgun, hálfur sólarhringur, en svo þyngjast aðgerðir eftir því sem líður á mánuðinn? „Já í næstu viku eru það tveir dagar. Svo gefum við um tveggja vikna hlé áður en við leggjum aftur niður vinnu í tvo daga. Síðan erum við að skipulegga ótímabundið verkfall frá og með 26. maí,“ segir Drífa. Fyrirtæki í fiskvinnslu, kjötvinnslu og ekki hvað síst í ferðamennsku geta orðið fyrir töluverðum skakkaföllum vegna þessara verkfalla og erlendir blaðamenn hafa þegar spurst fyrir um aðgerðirnar. Blaðamennirnir hafi fyrst og fremst áhuga á ferðaþjónustunni. „Já, þeir hafa það og áhrif þessara aðgerða á ferðaþjónustuna á Íslandi og erlenda ferðamenn sem hingað hafa áætlað að koma,“ segir Drífa. Drífa segir ómögulegt að spá fyrir um hvort deilurnar endi í ótímabundnu verkfalli en alger pattstaða er við samningaborðið og ekki reiknað með neinum árangri á fundi í fyrramálið. Þetta er auðvitað mikill skaði fyrir þessi fyrirtæki? „Það er það. Alveg gríðarlegt tjón sem gæti orðið. En við erum nauðbeigð að nota þennan kost. Það hefur ekki komið neitt raunhæft frá samtökum atvinnulífsins sem er einhver umræðugrundvöllur. Þannig að við sjáum ekki annan kost en nota þetta neyðarúrræði,“ segir Drífa Snædal
Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira