Kynnir nýja áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma um mitt ár Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2015 16:00 Kristján Þór Júlíusson flutti ávarp við upphaf ársfundar Landspítala í dag. Vísir/Valli Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra stefnir að því að kynna nýja framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma um mitt ár 2015. Þetta kom fram í máli ráðherra þegar hann flutti ávarp við upphaf ársfundar Landspítala í dag. Ráðherra segir að gera megi ráð fyrir að á næstu fimm til sex árum þurfi að bæta við um fimm hundruð nýjum hjúkrunarrýmum, flestum á höfuðborgarsvæðinu, til að mæta aukinni þörf vegna fjölgunar aldraðra. Kristján Þór sagði umtalsverða fjölgun hjúkrunarrýma vera óhjákvæmilega, en lagði áherslu á að úrbætur í öldrunarþjónustu þurfi að hafa mun víðari skírskotun þar sem samhliða sé lögð áhersla á að efla þjónustu við fólk í heimahúsum, sinna forvörnum og endurhæfingu. Hann sagði öldruðum fjölga ört og verða æ hærra hlutfall af þjóðinni. „Þetta gerir auknar kröfur til heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustu. Núna, árið 2015, telja þeir sem eru 67 ára og eldri um 38 þúsund manns. Árið 2020 verða þeir um 45.300 sem er tæplega 19 prósent fjölgun á fimm árum. Á sama tímabili fjölgar landsmönnum sem yngri eru um tæp fjögur prósent. Tölurnar tala sínu máli – hlutfall aldraðra í þjóðfélaginu er að hækka – og við verðum að takast á við staðreyndirnar sem að baki liggja.“ Ráðherra sagðist hafa látið vinna í ráðuneytinu drög að framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila á næstu árum sem hann vonast til að geta kynnt um mitt þetta ár. Í frétt velferðarráðuneytisins segir að stofnkostnaður vegna fimm hundruð nýrra hjúkrunarrýma nemi um tólf til fimmtán milljörðum króna, þar sem hlutur ríkisins og Framkvæmdasjóðs aldraðra sé 85 prósent á móti 15 prósent hlut sveitarfélaga samkvæmt hefðbundinni kostnaðarskiptingu. „Árlegur rekstrarkostnaður 500 hjúkrunarrýma er um 4,8 milljarðar króna.“ Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra stefnir að því að kynna nýja framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma um mitt ár 2015. Þetta kom fram í máli ráðherra þegar hann flutti ávarp við upphaf ársfundar Landspítala í dag. Ráðherra segir að gera megi ráð fyrir að á næstu fimm til sex árum þurfi að bæta við um fimm hundruð nýjum hjúkrunarrýmum, flestum á höfuðborgarsvæðinu, til að mæta aukinni þörf vegna fjölgunar aldraðra. Kristján Þór sagði umtalsverða fjölgun hjúkrunarrýma vera óhjákvæmilega, en lagði áherslu á að úrbætur í öldrunarþjónustu þurfi að hafa mun víðari skírskotun þar sem samhliða sé lögð áhersla á að efla þjónustu við fólk í heimahúsum, sinna forvörnum og endurhæfingu. Hann sagði öldruðum fjölga ört og verða æ hærra hlutfall af þjóðinni. „Þetta gerir auknar kröfur til heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustu. Núna, árið 2015, telja þeir sem eru 67 ára og eldri um 38 þúsund manns. Árið 2020 verða þeir um 45.300 sem er tæplega 19 prósent fjölgun á fimm árum. Á sama tímabili fjölgar landsmönnum sem yngri eru um tæp fjögur prósent. Tölurnar tala sínu máli – hlutfall aldraðra í þjóðfélaginu er að hækka – og við verðum að takast á við staðreyndirnar sem að baki liggja.“ Ráðherra sagðist hafa látið vinna í ráðuneytinu drög að framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila á næstu árum sem hann vonast til að geta kynnt um mitt þetta ár. Í frétt velferðarráðuneytisins segir að stofnkostnaður vegna fimm hundruð nýrra hjúkrunarrýma nemi um tólf til fimmtán milljörðum króna, þar sem hlutur ríkisins og Framkvæmdasjóðs aldraðra sé 85 prósent á móti 15 prósent hlut sveitarfélaga samkvæmt hefðbundinni kostnaðarskiptingu. „Árlegur rekstrarkostnaður 500 hjúkrunarrýma er um 4,8 milljarðar króna.“
Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira