Geta ekki tryggt að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfalls Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. apríl 2015 18:45 Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum getur ekki tryggt að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfalls Bandalags háskólamanna (BHM) á spítalanum. Hann segir ástandið á spítalanum við það að verða óviðráðanlegt. Sjúklingar á Landspítalanum finna í sífellt meiri mæli fyrir áhrifum verkfallsaðgerða BHM. Þrjár vikur er nú síðan að ríflega fimm hundruð starfsmenn á spítalanum fóru í verkfall. „Staðan verður alvarlegri með hverjum deginum,” segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum. „Það eru margir sjúklingar sem bíða eftir myndgreiningum. Það er reynt að koma í veg fyrir það að lyfjameðferð rofni en það hefur gerst í nokkrum tilvikum.” Gunnar Bjarni segir ástæðuna fyrir því að meðferð sjúklinganna hafi rofnað vera þá að þeir hafi ekki komist í myndgreiningarrannsókn. Hann segir miklar tafir hafa orðið víða á starfseminni. „Það er bið eftir meðferð á geisladeild og það eru um þrjátíu sem bíða umfram það sem hefur verið talið eðlilegt,“ segir Gunnar Bjarni. Þá segir hann verkfall BHM sem stendur nú hafa haft meiri áhrif á sína sjúklinga en læknaverkfallið. Röskun á starfseminni nú sé nokkuð ólík því sem var þá. „Þetta voru tímabundin verkföll. Það voru vopnahlé inn á milli,“ segir hann. „Á okkar deild reyndum við að tryggja það að það yrði ekki rof á krabbameinslyfjameðferð. Það varð einhver breyting á þjónustunni en það var hægt að vinna betur í kringum það, þannig að það var miklu viðráðanlegra ástand. Þetta er, liggur við, að verða óviðráðanlegt núna og við vitum ekki alveg hvað mun gerast næst.“ Hann segist ekki geta tryggt það að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfallsins. Þá segir hann erfitt að segja hvort að sjúklingar hafi þegar orðið fyrir skaða. „Það verður alltaf erfiðara með hverjum deginum. Þetta verkall er þegar orðið of langt.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Við munum standa í þessu svo lengi sem nauðsyn krefur“ Pattstaða er í samningaviðræðum Bandalags háskólamanna og ríkisins. Formaður BHM segir samningsvilja skorta hjá stjórnvöldum. 24. apríl 2015 19:43 „Stefnir í að ekki verði hægt að uppfylla lög um velferð dýra“ Svínaræktarfélag Íslands hefur miklar áhyggjur af verkfalli dýralækna hjá BHM og þeim afleiðingum sem það getur haft fyrir velferð dýranna og stöðu búanna. 25. apríl 2015 21:42 Stjórnvöld verða að sýna að þau meta menntun Á hverjum degi sinnum við, ég og samstarfsfólk mitt, verkefnum sem miða að því að tryggja endurhæfingu bráðveikra einstaklinga svo þeir komist sem allra fyrst út í samfélagið og þurfi ekki að liggja lengi á spítala. 28. apríl 2015 13:34 Þórunn nýr formaður BHM Þórunn Sveinbjarnardóttir var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna á aðalfundi félagsins sem var að ljúka. 22. apríl 2015 16:18 Vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að sameina deilendur við samningaborðið Formenn inn Flóans, VR og Starfsgreinasambandsins taka vel í hugmyndir um sameiginlegar samningaviðræður en þá verði ríki og atvinnurekendur að bjóða eitthvað í staðinn. 28. apríl 2015 13:06 Mikill uppsafnaður vandi á Landspítala Fólk sem er greint með krabbamein þarf að bíða eftir meðferð þar til verkfallsaðgerðum lýkur nema að veikindi þess teljist bráð. Skjólstæðingum spítalans sem hafa beðið lengur eftir aðgerð en þrjá mánuði hefur fjölgað um sextíu prósent. 21. apríl 2015 08:30 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum getur ekki tryggt að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfalls Bandalags háskólamanna (BHM) á spítalanum. Hann segir ástandið á spítalanum við það að verða óviðráðanlegt. Sjúklingar á Landspítalanum finna í sífellt meiri mæli fyrir áhrifum verkfallsaðgerða BHM. Þrjár vikur er nú síðan að ríflega fimm hundruð starfsmenn á spítalanum fóru í verkfall. „Staðan verður alvarlegri með hverjum deginum,” segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum. „Það eru margir sjúklingar sem bíða eftir myndgreiningum. Það er reynt að koma í veg fyrir það að lyfjameðferð rofni en það hefur gerst í nokkrum tilvikum.” Gunnar Bjarni segir ástæðuna fyrir því að meðferð sjúklinganna hafi rofnað vera þá að þeir hafi ekki komist í myndgreiningarrannsókn. Hann segir miklar tafir hafa orðið víða á starfseminni. „Það er bið eftir meðferð á geisladeild og það eru um þrjátíu sem bíða umfram það sem hefur verið talið eðlilegt,“ segir Gunnar Bjarni. Þá segir hann verkfall BHM sem stendur nú hafa haft meiri áhrif á sína sjúklinga en læknaverkfallið. Röskun á starfseminni nú sé nokkuð ólík því sem var þá. „Þetta voru tímabundin verkföll. Það voru vopnahlé inn á milli,“ segir hann. „Á okkar deild reyndum við að tryggja það að það yrði ekki rof á krabbameinslyfjameðferð. Það varð einhver breyting á þjónustunni en það var hægt að vinna betur í kringum það, þannig að það var miklu viðráðanlegra ástand. Þetta er, liggur við, að verða óviðráðanlegt núna og við vitum ekki alveg hvað mun gerast næst.“ Hann segist ekki geta tryggt það að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfallsins. Þá segir hann erfitt að segja hvort að sjúklingar hafi þegar orðið fyrir skaða. „Það verður alltaf erfiðara með hverjum deginum. Þetta verkall er þegar orðið of langt.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Við munum standa í þessu svo lengi sem nauðsyn krefur“ Pattstaða er í samningaviðræðum Bandalags háskólamanna og ríkisins. Formaður BHM segir samningsvilja skorta hjá stjórnvöldum. 24. apríl 2015 19:43 „Stefnir í að ekki verði hægt að uppfylla lög um velferð dýra“ Svínaræktarfélag Íslands hefur miklar áhyggjur af verkfalli dýralækna hjá BHM og þeim afleiðingum sem það getur haft fyrir velferð dýranna og stöðu búanna. 25. apríl 2015 21:42 Stjórnvöld verða að sýna að þau meta menntun Á hverjum degi sinnum við, ég og samstarfsfólk mitt, verkefnum sem miða að því að tryggja endurhæfingu bráðveikra einstaklinga svo þeir komist sem allra fyrst út í samfélagið og þurfi ekki að liggja lengi á spítala. 28. apríl 2015 13:34 Þórunn nýr formaður BHM Þórunn Sveinbjarnardóttir var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna á aðalfundi félagsins sem var að ljúka. 22. apríl 2015 16:18 Vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að sameina deilendur við samningaborðið Formenn inn Flóans, VR og Starfsgreinasambandsins taka vel í hugmyndir um sameiginlegar samningaviðræður en þá verði ríki og atvinnurekendur að bjóða eitthvað í staðinn. 28. apríl 2015 13:06 Mikill uppsafnaður vandi á Landspítala Fólk sem er greint með krabbamein þarf að bíða eftir meðferð þar til verkfallsaðgerðum lýkur nema að veikindi þess teljist bráð. Skjólstæðingum spítalans sem hafa beðið lengur eftir aðgerð en þrjá mánuði hefur fjölgað um sextíu prósent. 21. apríl 2015 08:30 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Við munum standa í þessu svo lengi sem nauðsyn krefur“ Pattstaða er í samningaviðræðum Bandalags háskólamanna og ríkisins. Formaður BHM segir samningsvilja skorta hjá stjórnvöldum. 24. apríl 2015 19:43
„Stefnir í að ekki verði hægt að uppfylla lög um velferð dýra“ Svínaræktarfélag Íslands hefur miklar áhyggjur af verkfalli dýralækna hjá BHM og þeim afleiðingum sem það getur haft fyrir velferð dýranna og stöðu búanna. 25. apríl 2015 21:42
Stjórnvöld verða að sýna að þau meta menntun Á hverjum degi sinnum við, ég og samstarfsfólk mitt, verkefnum sem miða að því að tryggja endurhæfingu bráðveikra einstaklinga svo þeir komist sem allra fyrst út í samfélagið og þurfi ekki að liggja lengi á spítala. 28. apríl 2015 13:34
Þórunn nýr formaður BHM Þórunn Sveinbjarnardóttir var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna á aðalfundi félagsins sem var að ljúka. 22. apríl 2015 16:18
Vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að sameina deilendur við samningaborðið Formenn inn Flóans, VR og Starfsgreinasambandsins taka vel í hugmyndir um sameiginlegar samningaviðræður en þá verði ríki og atvinnurekendur að bjóða eitthvað í staðinn. 28. apríl 2015 13:06
Mikill uppsafnaður vandi á Landspítala Fólk sem er greint með krabbamein þarf að bíða eftir meðferð þar til verkfallsaðgerðum lýkur nema að veikindi þess teljist bráð. Skjólstæðingum spítalans sem hafa beðið lengur eftir aðgerð en þrjá mánuði hefur fjölgað um sextíu prósent. 21. apríl 2015 08:30