Slush Play Reykjavík haldin í fyrsta sinn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. apríl 2015 16:20 Ólafur Ragnar Grímsson og Hilmar Veigar ræddu tölvuleikjaiðnaðinn á íslenskri tölvuleikaráðstefnu í dag. mynd/halldóra ólafs Tölvuleikjaráðstefnan Slush Play Reykjavík var haldin í fyrsta sinn í dag í Gamla bíó. Ráðstefnan er haldin að finnskri fyrirmynd en meðal þeirra sem ávörpuðu ráðstefnuna í dag voru Hilmar Veigar, forstjóri CCP, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.Hilmar Veigar, forstjóri CCP.mynd/halldóra ólafsÍ opnunarræðu ráðstefnunnar talaði Hilmar um mikilvægi þess að ungir sprotar hér á landi fái tækifæri til að hitta fjárfesta og erlenda fjölmiðla á ráðstefnu sem þessari, þar sem oft og tíðum sé ekki til fjármagn til að ferðast um heiminn á fyrsta stigi nýsköpunar. Þá talaði hann um hvernig fjölmörg ný fyrirtæki urðu til sem afsprengi fyrirtækisins OZ frá því á tíunda áratug síðustu aldar. „Oftar en ekki, þegar það komu hindranir í sögu OZ, urðu til góðar hugmyndir sem sumar urðu til þess að ný fyrirtæki urðu til. Reynslan sem varð til á þessum árum, samstarf fólks og sagan skipti miklu máli í hvernig iðnaðurinn hefur þróast,“ sagði hann. „Þessi margföldunaráhrif eru mikilvæg þegar við horfum til iðnaðarins og hvernig við viljum sjá hann vaxa inn í framtíðina,“ sagði Hilmar.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.mynd/halldóra ólafsÓlafur Ragnar sagði að íslenski tölvuleikjaiðnaðurinn hefði sannað að Ísland gæti verið mikilvæg þjóð í nýjum sagnarheimi tölva og hátækni. „Fjölmörg íslensk leikjafyrirtæki hafa skapað sér nöfn á alþjóðarvísu, og eru orðin leiðandi á sínu sviði. Ástæðan fyrir því að mínu mati má rekja til þess að við höfum í arfleifð okkar hæfileika til að segja sögur, og tölvuleikur er í raun og veru ef tekin er öll tæknin úr iðnaðinum, nútímalegt sagnaform,“ sagði hann. „Í öðru lagi, þá gerir smæð þjóðarinnar það að verkum að við vinnum þétt saman þvert á fög og iðnaði. Listamenn ræða við viðskiptafólk. Tölvuforritarar við markaðsfólk. Sökum þess hversu fá við erum þá verður landið einskonar suðupottur nýrra hugmynda,“ sagði forsetinn. Leikjavísir Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svikarar nýttu sér veikleika hjá Reiknistofu bankanna Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Sjá meira
Tölvuleikjaráðstefnan Slush Play Reykjavík var haldin í fyrsta sinn í dag í Gamla bíó. Ráðstefnan er haldin að finnskri fyrirmynd en meðal þeirra sem ávörpuðu ráðstefnuna í dag voru Hilmar Veigar, forstjóri CCP, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.Hilmar Veigar, forstjóri CCP.mynd/halldóra ólafsÍ opnunarræðu ráðstefnunnar talaði Hilmar um mikilvægi þess að ungir sprotar hér á landi fái tækifæri til að hitta fjárfesta og erlenda fjölmiðla á ráðstefnu sem þessari, þar sem oft og tíðum sé ekki til fjármagn til að ferðast um heiminn á fyrsta stigi nýsköpunar. Þá talaði hann um hvernig fjölmörg ný fyrirtæki urðu til sem afsprengi fyrirtækisins OZ frá því á tíunda áratug síðustu aldar. „Oftar en ekki, þegar það komu hindranir í sögu OZ, urðu til góðar hugmyndir sem sumar urðu til þess að ný fyrirtæki urðu til. Reynslan sem varð til á þessum árum, samstarf fólks og sagan skipti miklu máli í hvernig iðnaðurinn hefur þróast,“ sagði hann. „Þessi margföldunaráhrif eru mikilvæg þegar við horfum til iðnaðarins og hvernig við viljum sjá hann vaxa inn í framtíðina,“ sagði Hilmar.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.mynd/halldóra ólafsÓlafur Ragnar sagði að íslenski tölvuleikjaiðnaðurinn hefði sannað að Ísland gæti verið mikilvæg þjóð í nýjum sagnarheimi tölva og hátækni. „Fjölmörg íslensk leikjafyrirtæki hafa skapað sér nöfn á alþjóðarvísu, og eru orðin leiðandi á sínu sviði. Ástæðan fyrir því að mínu mati má rekja til þess að við höfum í arfleifð okkar hæfileika til að segja sögur, og tölvuleikur er í raun og veru ef tekin er öll tæknin úr iðnaðinum, nútímalegt sagnaform,“ sagði hann. „Í öðru lagi, þá gerir smæð þjóðarinnar það að verkum að við vinnum þétt saman þvert á fög og iðnaði. Listamenn ræða við viðskiptafólk. Tölvuforritarar við markaðsfólk. Sökum þess hversu fá við erum þá verður landið einskonar suðupottur nýrra hugmynda,“ sagði forsetinn.
Leikjavísir Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svikarar nýttu sér veikleika hjá Reiknistofu bankanna Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Sjá meira