Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fjölnir-Víkingur 24-23 | Kristján sprengdi þakið af Dalhúsum Ingvi Þór Sæmundsson í Dalhúsum skrifar 28. apríl 2015 15:44 Fjölnir vann dramatískan sigur á Víkingi í fjórða leik liðanna um laust sæti í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Leikurinn var framlengdur og réðist á lokasekúndum hennar þegar Kristján Örn Kristjánsson tryggði heimamönnum sigurinn með ótrúlegu marki. Lokatölur 24-23 en liðin mætast í oddaleik í Víkinni á fimmtudaginn. Víkingar byrjuðu leikinn betur gegn Fjölnisliði sem virkaði yfirspennt. Gestirnir komust í 1-4 en Fjölnismenn svöruðu með þremur mörkum í röð. Kristján skoraði tvö þessara marka en þessi 17 ára skytta var allt í öllu í sóknarleik Fjölnis í fyrri hálfleik. Gríðarlegt efni þessi strákur og hefur alla burði til að ná langt. Fjölnismenn náðu smám saman betri tökum á leiknum og voru duglegir að refsa Víkingum fyrir mistök þeirra í sókninni með hraðaupphlaupum. Heimamenn breyttu stöðunni úr 7-8 í 12-9 með góðum leik. Þá var Ágústi Jóhannssyni, þjálfara Víkings, nóg boðið og tók sitt annað leikhlé á fjögurra mínútna kafla. Eitthvað hefur landsliðsþjálfarinn sagt því hans menn ráku af sér slyðruorðið og luku fyrri hálfleiknum með 4-0 kafla og leiddu með einu marki í hálfleik, 12-13. Einar Baldvin Baldvinsson átti hvað stærstan þátt í þessum umsnúningi en þessi efnilegi markvörður varði sjö skot eftir að hann kom inn á um miðjan fyrri hálfleik. Fjölnismenn byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti, skoruðu þrjú fyrstu mörk hans og náðu tveggja marka forskoti, 15-13. Víkingar skoruðu tvö af næstu þremur mörkum en í stöðunni 16-15 komu þrjú Fjölnismörk í röð og staðan orðin 19-15, heimamönnum í vil. Frábær kafli hjá Fjölnisliðinu sem vann fyrstu 11 mínútur seinni hálfleiks 7-2. En eftir þessa frábæru byrjun á seinni hálfleik kom bakslag í sóknarleik Fjölnismanna sem töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum. Víkingar minnkuðu muninn í eitt mark, 19-18, og virtust líklegir til að láta kné fylgja kviði. En þrátt fyrir vandræðin í sókninni var varnarleikur Fjölnis sterkur og þá varði Ingvar Guðmundsson vel í markinu. Það varð þeim til happs þegar uppi var staðið. Heimamenn komust þremur mörkum yfir, 21-18, en sem fyrr komu Víkingar til baka. Sigurður Eggertsson jafnaði metin í 21-21 með sínu fimmta marki en Sveinn Þorgeirsson svaraði með marki hinum megin. Ingvar varði í tvígang frá Víkingum í næstu sókn þeirra. Fjölnismenn fengu svo tækifæri til að gulltryggja sér sigurinn en glutruðu boltanum frá sér einu sinni sem oftar í seinni hálfleik. Víkingar brunuðu fram og Jónas Bragi Hafsteinsson jafnaði metin í 22-22 með sínu fyrsta marki. Fjölnismenn tóku leikhlé þegar 28 sekúndur voru eftir og að því loknu fékk Arnar Ingi Guðmundsson ágætis færi en Magnús Erlendsson varði. Víkingum tókst ekki að skora á þeim sekúndum sem eftir voru og því þurfti að framlengja. Jóhann Reynir Gunnlaugsson skoraði fyrsta mark framlengingarinnar úr vítakasti og kom Víkingi í 23-22. Og þannig var staðan fram á lokasekúndur fyrri hálfleiksins þegar Arnar Ingi jafnaði með hálfgerðu flautumarki. Sama baráttan hélt áfram í seinni hálfleiknum þar sem hvorugt liðið virtist geta keypt sér mark. Í lokasókn Víkings varði Ingvar frá Arnari Frey Theodórssyni. Fjölnismenn sneru vörn í sókn og boltinn barst á Kristján sem brunaði fram eins og eimreið og þrumaði svo boltanum framhjá Magnúsi, góðum markverði Víkinga. Ótrúlegir endir á mögnuðum leik. Kristján var markahæstur í liði Fjölnis með sjö mörk en alls skoruðu níu leikmenn liðsins í kvöld. Jóhann Reynir var atkvæðamestur í liði Víkings með 10 mörk.Arnar: Megum ekki vera of góðir með okkur Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis, var merkilega yfirvegaður eftir ótrúlegan sigur Grafarvogspilta á Víkingi í kvöld. „Hvað er eiginlega hægt að segja? Ég er ánægður að vera kominn í þessa stöðu sem fáir höfðu trú á,“ sagði Arnar. „Ég er stoltur af strákunum en við megum ekki vera of góðir með okkur. Það er einn leikur eftir.“ Fjölnismenn leiddu mestallan leikinn en Víkingar komu alltaf til baka. Arnar sagði það ekkert óeðlilegt. „Það er kannski eðlilegt, þeir eru með hörkulið. En við vorum sterkari í heildina og hefðum átt að klára þetta í venjulegum leiktíma en það var sterkt að klára þetta í framlengingunni,“ sagði Arnar en við hverju býst hann í oddaleiknum á fimmtudaginn? „Ég býst við hörkuleik eins og þessir leikir hafa verið, þ.e.a.s. þrír síðustu leikir. „Við mætum fullir sjálfstrausts og tilhlökkunar,“ sagði þjálfarinn sem hrósaði stuðningsmönnum Fjölnis sem voru fjölmargir í Dalhúsum í kvöld en stemmningin á leiknum var lygileg. „Ég var að rifja það upp um daginn að þegar ég kom fyrst hingað í sumar spurði ég hvað húsið tæki marga. Það var sagt að það skipti engu máli, það yrði aldrei fullt hús í vetur. En það er búið að vera fullt í síðustu leikjum sem er ánægjulegt.“Kristján Örn: Lofa sigri á fimmtudaginn „Ég pældi ekki neitt. Ég hljóp að markinu, leit á klukkuna og sá að það voru sjö sekúndur eftir og skaut bara,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, hetja Fjölnismanna, eftir sigurinn ótrúlega á Víkingi í kvöld en Kristján tryggði Fjölni sigurinn með marki á lokasekúndum framlengingarinnar og þar með oddaleik í einvíginu. „Við gáfum 100% í þennan leik og það var ekkert gefið eftir. „Við ákváðum að massa þetta,“ sagði Kristján en var hann farinn að hafa áhyggjur þegar Víkingar komu aftur og aftur til baka í leiknum? „Nei, ekkert rosalega miklar. Við vorum yfir nær allan tímann og erum búnir að vera yfir bróðurpartinn af einvíginu,“ sagði þessi 17 ára skytta sem lofar Fjölnissigri í oddaleiknum á fimmtudaginn. „Við klárum þetta bara. Ég lofa því, þið hafið mitt persónulega loforð.“Ágúst: Töpuðum of mörgum boltum Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Fjölni en viðurkenndi að sigur heimamanna hefði líklega verið sanngjarn. „Þetta var frábær leikur og góð auglýsing fyrir handboltann. Það er gaman fyrir áhorfendur að þetta fari í fimm leiki þótt ég hefði viljað klára þetta í kvöld,“ sagði Ágúst. „Mér fannst við vera klaufar, sérstaklega úr því sem komið var, að hafa náð þessu í framlengingu. „En heilt yfir voru Fjölnismennirnir þéttari í dag og ég held að þetta hafi verið sanngjarnt,“ sagði Ágúst sem var ósáttur með þá fjölmörgu tæknifeila sem hans menn gerðu í leiknum. „Við gerðum of mikið af sendingafeilum sem er dýrt. Við töpuðum of mörgum boltum og í ofanálag fórum við illa með færin okkar. „Við þurfum að laga þetta og þá eigum við möguleika í oddaleiknum á fimmtudaginn,“ sagði Ágúst en við hverju býst hann í þeim leik? „Þetta verður stórkostlegur handboltaleikur og vonandi náum við að sigla þessu heim. Liðin eiga jafna möguleika,“ sagði Ágúst að lokum.Vísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirFjölnismenn fagna sigri.Mynd/Ernir Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Fjölnir vann dramatískan sigur á Víkingi í fjórða leik liðanna um laust sæti í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Leikurinn var framlengdur og réðist á lokasekúndum hennar þegar Kristján Örn Kristjánsson tryggði heimamönnum sigurinn með ótrúlegu marki. Lokatölur 24-23 en liðin mætast í oddaleik í Víkinni á fimmtudaginn. Víkingar byrjuðu leikinn betur gegn Fjölnisliði sem virkaði yfirspennt. Gestirnir komust í 1-4 en Fjölnismenn svöruðu með þremur mörkum í röð. Kristján skoraði tvö þessara marka en þessi 17 ára skytta var allt í öllu í sóknarleik Fjölnis í fyrri hálfleik. Gríðarlegt efni þessi strákur og hefur alla burði til að ná langt. Fjölnismenn náðu smám saman betri tökum á leiknum og voru duglegir að refsa Víkingum fyrir mistök þeirra í sókninni með hraðaupphlaupum. Heimamenn breyttu stöðunni úr 7-8 í 12-9 með góðum leik. Þá var Ágústi Jóhannssyni, þjálfara Víkings, nóg boðið og tók sitt annað leikhlé á fjögurra mínútna kafla. Eitthvað hefur landsliðsþjálfarinn sagt því hans menn ráku af sér slyðruorðið og luku fyrri hálfleiknum með 4-0 kafla og leiddu með einu marki í hálfleik, 12-13. Einar Baldvin Baldvinsson átti hvað stærstan þátt í þessum umsnúningi en þessi efnilegi markvörður varði sjö skot eftir að hann kom inn á um miðjan fyrri hálfleik. Fjölnismenn byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti, skoruðu þrjú fyrstu mörk hans og náðu tveggja marka forskoti, 15-13. Víkingar skoruðu tvö af næstu þremur mörkum en í stöðunni 16-15 komu þrjú Fjölnismörk í röð og staðan orðin 19-15, heimamönnum í vil. Frábær kafli hjá Fjölnisliðinu sem vann fyrstu 11 mínútur seinni hálfleiks 7-2. En eftir þessa frábæru byrjun á seinni hálfleik kom bakslag í sóknarleik Fjölnismanna sem töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum. Víkingar minnkuðu muninn í eitt mark, 19-18, og virtust líklegir til að láta kné fylgja kviði. En þrátt fyrir vandræðin í sókninni var varnarleikur Fjölnis sterkur og þá varði Ingvar Guðmundsson vel í markinu. Það varð þeim til happs þegar uppi var staðið. Heimamenn komust þremur mörkum yfir, 21-18, en sem fyrr komu Víkingar til baka. Sigurður Eggertsson jafnaði metin í 21-21 með sínu fimmta marki en Sveinn Þorgeirsson svaraði með marki hinum megin. Ingvar varði í tvígang frá Víkingum í næstu sókn þeirra. Fjölnismenn fengu svo tækifæri til að gulltryggja sér sigurinn en glutruðu boltanum frá sér einu sinni sem oftar í seinni hálfleik. Víkingar brunuðu fram og Jónas Bragi Hafsteinsson jafnaði metin í 22-22 með sínu fyrsta marki. Fjölnismenn tóku leikhlé þegar 28 sekúndur voru eftir og að því loknu fékk Arnar Ingi Guðmundsson ágætis færi en Magnús Erlendsson varði. Víkingum tókst ekki að skora á þeim sekúndum sem eftir voru og því þurfti að framlengja. Jóhann Reynir Gunnlaugsson skoraði fyrsta mark framlengingarinnar úr vítakasti og kom Víkingi í 23-22. Og þannig var staðan fram á lokasekúndur fyrri hálfleiksins þegar Arnar Ingi jafnaði með hálfgerðu flautumarki. Sama baráttan hélt áfram í seinni hálfleiknum þar sem hvorugt liðið virtist geta keypt sér mark. Í lokasókn Víkings varði Ingvar frá Arnari Frey Theodórssyni. Fjölnismenn sneru vörn í sókn og boltinn barst á Kristján sem brunaði fram eins og eimreið og þrumaði svo boltanum framhjá Magnúsi, góðum markverði Víkinga. Ótrúlegir endir á mögnuðum leik. Kristján var markahæstur í liði Fjölnis með sjö mörk en alls skoruðu níu leikmenn liðsins í kvöld. Jóhann Reynir var atkvæðamestur í liði Víkings með 10 mörk.Arnar: Megum ekki vera of góðir með okkur Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis, var merkilega yfirvegaður eftir ótrúlegan sigur Grafarvogspilta á Víkingi í kvöld. „Hvað er eiginlega hægt að segja? Ég er ánægður að vera kominn í þessa stöðu sem fáir höfðu trú á,“ sagði Arnar. „Ég er stoltur af strákunum en við megum ekki vera of góðir með okkur. Það er einn leikur eftir.“ Fjölnismenn leiddu mestallan leikinn en Víkingar komu alltaf til baka. Arnar sagði það ekkert óeðlilegt. „Það er kannski eðlilegt, þeir eru með hörkulið. En við vorum sterkari í heildina og hefðum átt að klára þetta í venjulegum leiktíma en það var sterkt að klára þetta í framlengingunni,“ sagði Arnar en við hverju býst hann í oddaleiknum á fimmtudaginn? „Ég býst við hörkuleik eins og þessir leikir hafa verið, þ.e.a.s. þrír síðustu leikir. „Við mætum fullir sjálfstrausts og tilhlökkunar,“ sagði þjálfarinn sem hrósaði stuðningsmönnum Fjölnis sem voru fjölmargir í Dalhúsum í kvöld en stemmningin á leiknum var lygileg. „Ég var að rifja það upp um daginn að þegar ég kom fyrst hingað í sumar spurði ég hvað húsið tæki marga. Það var sagt að það skipti engu máli, það yrði aldrei fullt hús í vetur. En það er búið að vera fullt í síðustu leikjum sem er ánægjulegt.“Kristján Örn: Lofa sigri á fimmtudaginn „Ég pældi ekki neitt. Ég hljóp að markinu, leit á klukkuna og sá að það voru sjö sekúndur eftir og skaut bara,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, hetja Fjölnismanna, eftir sigurinn ótrúlega á Víkingi í kvöld en Kristján tryggði Fjölni sigurinn með marki á lokasekúndum framlengingarinnar og þar með oddaleik í einvíginu. „Við gáfum 100% í þennan leik og það var ekkert gefið eftir. „Við ákváðum að massa þetta,“ sagði Kristján en var hann farinn að hafa áhyggjur þegar Víkingar komu aftur og aftur til baka í leiknum? „Nei, ekkert rosalega miklar. Við vorum yfir nær allan tímann og erum búnir að vera yfir bróðurpartinn af einvíginu,“ sagði þessi 17 ára skytta sem lofar Fjölnissigri í oddaleiknum á fimmtudaginn. „Við klárum þetta bara. Ég lofa því, þið hafið mitt persónulega loforð.“Ágúst: Töpuðum of mörgum boltum Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Fjölni en viðurkenndi að sigur heimamanna hefði líklega verið sanngjarn. „Þetta var frábær leikur og góð auglýsing fyrir handboltann. Það er gaman fyrir áhorfendur að þetta fari í fimm leiki þótt ég hefði viljað klára þetta í kvöld,“ sagði Ágúst. „Mér fannst við vera klaufar, sérstaklega úr því sem komið var, að hafa náð þessu í framlengingu. „En heilt yfir voru Fjölnismennirnir þéttari í dag og ég held að þetta hafi verið sanngjarnt,“ sagði Ágúst sem var ósáttur með þá fjölmörgu tæknifeila sem hans menn gerðu í leiknum. „Við gerðum of mikið af sendingafeilum sem er dýrt. Við töpuðum of mörgum boltum og í ofanálag fórum við illa með færin okkar. „Við þurfum að laga þetta og þá eigum við möguleika í oddaleiknum á fimmtudaginn,“ sagði Ágúst en við hverju býst hann í þeim leik? „Þetta verður stórkostlegur handboltaleikur og vonandi náum við að sigla þessu heim. Liðin eiga jafna möguleika,“ sagði Ágúst að lokum.Vísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirFjölnismenn fagna sigri.Mynd/Ernir
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira