Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - ÍBV 22-25 | Eyjastúlkur 2-1 yfir og með einvígið í sínum höndum Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar 27. apríl 2015 21:00 Telma Amado fer í gegn á Nesinu í kvöld. vísir/valli ÍBV vann frábæran þriggja marka sigur á deildarmeisturum Gróttu, 25-22. Eyjastúlkur eru því komnar yfir í einvígi liðanna en fjórði leikurinn fer fram í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn. Jafnt var á með liðinum framan af leik í kvöld en um miðjan fyrri hálfleik tók ÍBV völdin á vellinum. Vörn ÍBV fór að smella og þær náðu að stöðva skyttur Gróttu á tímabili. Grótta hefði á þeim tíma mátt nýta hornamenn sína betur sem oft á tíðum voru í góðum stöðu. ÍBV liðið náði mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, 12-9. Vera Lopes og Ester Óskarsdóttir drógu vagninn fyrir ÍBV í fyrri hálfleik en þær skoruðu tíu af tólf mörkum liðsins í hálfleiknum. Ester þurfti að yfirgefa völlinn um stund í fyrri hálfleik en sem betur fer fyrir ÍBV kom hún aftur inn á og sýndi styrk sinn. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var hins vegar með fjögur mörk í fjórum skotum fyrir Gróttu í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 12-10, gestunum frá Vestmannaeyjum í vil. Það var hreinlega allt annað að sjá til Gróttu í upphafi síðari hálfleiks. Eftir átta mínútur í síðari hálfleik var Grótta komið tveimur mörkum yfir, 16-14, og heimastúlkur virtust ætla að taka leikinn í sínar hendur. En aftur náðu Eyjastúlkur að snúa leiknum sér í vil um miðjan hálfleik. Það er engu líkara en að vörn ÍBV þurfi c.a. 15 mínútur til að vakna til lífsins í hvorum hálfleik. ÍBV náði upp feykilega góðum varnarleik og í kjölfarið fylgdu nokkur auðveld mörk. Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir í marki ÍBV á sömuleiðis stóran þátt í þessum sigri en hún varði oft á tíðum mjög mikilvæg skot. Lokatölur urðu 25-22, gestunum í vil. ÍBV er því komið yfir í einvíginu, 2-1. Fjórði leikur liðanna fer fram í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn og með sigri þar getur ÍBV tryggt sér rétt til að leika til úrslita á Íslandsmótinu. Grótta er hins vegar ríkjandi deildarmeistari og hefur á að skipa sterku liði. Þetta er því hvergi nærri búið og óhætt að lofa spennandi leik á fimmtudaginn. Vera Lopes fór á kostum í liði ÍBV og skoraði 11 mörk. Ester Óskarsdóttir átti sömuleiðis góðan leik fyrir gestina og skoraði 6 mörk. Hjá Gróttu var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir markahæst með 8 mörk.vísir/valliJón Gunnlaugur Viggósson: Þurfti að taka leikhlé og kveikja á mínum stelpum "Það var mikið um tæknifeila í byrjun. Greinilega mikið stress og þetta var í járnum. En við leiddum þetta fannst mér og mér fannst við vera með þetta í okkar hendi. Þær komast yfir í byrjun síðari hálfleiks en mér fannst mitt lið heilt yfir spila mjög vel," sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. Grótta mætti af miklum krafti inn í síðari hálfleik en Jón Gunnlaugur hafði ekki áhyggjur af því að sú pressa myndi yfirbuga sínar stúlkur. "Ég þurfti að taka leikhlé og aðeins að kveikja á mínum stelpum. Passa að þetta færi ekki í einhverja vitleysu. Það gerist stundum í svona stöðu og leikmenn taki vitlausar einstaklingsákvarðanir. En við lögðum upp með að spila sem lið og þá skiptir ekki máli þó einn og einn leikmaður sé ekki að finna sig. Það er gríðarlega mikilvægt," sagði Jón Gunnlaugur og nefndi sérstaklega þátt Ólafar Kolbrúnar Ragnarsdóttur í markinu. "Í stöðunni 17-15 fyrir Gróttu breytum við stöðunni í 20-17 okkur í vil. Og það mest megnis Ólöfu að þakka. Hún gjörsamlega lokaði markinu og stóð sig frábærlega í dag. Ég var mjög ánægður með hana. Mér fannst Vera frábær sóknarlega, Ester og Drífa spila eins og þær séu búnar að vera í boltanum í 20 ár," sagði Jón Gunnlaugur og skoraði á Eyjamenn að mæta á fjórða leikinn á fimmtudaginn. "Ákall til Eyjamanna að mæta á þann leik. Ég trúi ekki öðru en að það verði brjáluð þjóðhátíðarstemning," sagði Jón Gunnlaugur að lokum.vísir/valliKári Garðarsson: Ég var ósáttur en handbolti er erfið íþrótta að dæma "Við vorum ekki að spila nægilega vel til að eiga sigur skilið. Fyrri hálfleikur var stirður en við fórum vel í gang í seinni hálfleik. Náðum þá forskoti sem að við vorum að mörgu leiti klaufar að fylgja ekki nógu vel eftir. Við fórum illa með mjög góð færi og hleyptum ÍBV inn í leikinn með því. Svo vorum við bara á hælunum síðustu 10-12 mínúturnar," sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu eftir leikinn. Nú þarf Grótta að sækja sigur til Vestmannaeyja og það er sýnd veiði en ekki gefin. "Það hefur verið markmiðið hingað til þannig að við stefnum áfram að því. Eyjaleikurinn er hvort sem er leikur sem við hefðum þurft að klára þar sem við töpuðum á mánudaginn. Við horfum bara björtum augum á það," sagði Kári en það er margt sem Grótta þarf að laga fyrir þann leik. "Við þurfum að huga að okkar handbolta en við þurfum líka að hafa svolítið meira gaman. Það vantar pínu leikgleði. Það hefur verið aðalsmerki liðsins, leikgleðin hefur skynið úr hverju andliti og þær hafa gaman af því að spila handbolta. Við þurfum að ná í það aftur. Það eru ekki nema nokkrir leikir síðan það var í gangi hjá okkur og hefur verið í allan vetur. Ég hef því litlar áhyggjur af öðru en að það takist," sagði Kári. Kári var oft á tíðum ósáttur við dómara leiksins en um vildi lítið tjá sig um það við blaðamann. "Ég var bara ósáttur en handbolti er erfið íþrótta að dæma. No comment. Segjum það bara." Olís-deild kvenna Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Sjá meira
ÍBV vann frábæran þriggja marka sigur á deildarmeisturum Gróttu, 25-22. Eyjastúlkur eru því komnar yfir í einvígi liðanna en fjórði leikurinn fer fram í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn. Jafnt var á með liðinum framan af leik í kvöld en um miðjan fyrri hálfleik tók ÍBV völdin á vellinum. Vörn ÍBV fór að smella og þær náðu að stöðva skyttur Gróttu á tímabili. Grótta hefði á þeim tíma mátt nýta hornamenn sína betur sem oft á tíðum voru í góðum stöðu. ÍBV liðið náði mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, 12-9. Vera Lopes og Ester Óskarsdóttir drógu vagninn fyrir ÍBV í fyrri hálfleik en þær skoruðu tíu af tólf mörkum liðsins í hálfleiknum. Ester þurfti að yfirgefa völlinn um stund í fyrri hálfleik en sem betur fer fyrir ÍBV kom hún aftur inn á og sýndi styrk sinn. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var hins vegar með fjögur mörk í fjórum skotum fyrir Gróttu í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 12-10, gestunum frá Vestmannaeyjum í vil. Það var hreinlega allt annað að sjá til Gróttu í upphafi síðari hálfleiks. Eftir átta mínútur í síðari hálfleik var Grótta komið tveimur mörkum yfir, 16-14, og heimastúlkur virtust ætla að taka leikinn í sínar hendur. En aftur náðu Eyjastúlkur að snúa leiknum sér í vil um miðjan hálfleik. Það er engu líkara en að vörn ÍBV þurfi c.a. 15 mínútur til að vakna til lífsins í hvorum hálfleik. ÍBV náði upp feykilega góðum varnarleik og í kjölfarið fylgdu nokkur auðveld mörk. Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir í marki ÍBV á sömuleiðis stóran þátt í þessum sigri en hún varði oft á tíðum mjög mikilvæg skot. Lokatölur urðu 25-22, gestunum í vil. ÍBV er því komið yfir í einvíginu, 2-1. Fjórði leikur liðanna fer fram í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn og með sigri þar getur ÍBV tryggt sér rétt til að leika til úrslita á Íslandsmótinu. Grótta er hins vegar ríkjandi deildarmeistari og hefur á að skipa sterku liði. Þetta er því hvergi nærri búið og óhætt að lofa spennandi leik á fimmtudaginn. Vera Lopes fór á kostum í liði ÍBV og skoraði 11 mörk. Ester Óskarsdóttir átti sömuleiðis góðan leik fyrir gestina og skoraði 6 mörk. Hjá Gróttu var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir markahæst með 8 mörk.vísir/valliJón Gunnlaugur Viggósson: Þurfti að taka leikhlé og kveikja á mínum stelpum "Það var mikið um tæknifeila í byrjun. Greinilega mikið stress og þetta var í járnum. En við leiddum þetta fannst mér og mér fannst við vera með þetta í okkar hendi. Þær komast yfir í byrjun síðari hálfleiks en mér fannst mitt lið heilt yfir spila mjög vel," sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. Grótta mætti af miklum krafti inn í síðari hálfleik en Jón Gunnlaugur hafði ekki áhyggjur af því að sú pressa myndi yfirbuga sínar stúlkur. "Ég þurfti að taka leikhlé og aðeins að kveikja á mínum stelpum. Passa að þetta færi ekki í einhverja vitleysu. Það gerist stundum í svona stöðu og leikmenn taki vitlausar einstaklingsákvarðanir. En við lögðum upp með að spila sem lið og þá skiptir ekki máli þó einn og einn leikmaður sé ekki að finna sig. Það er gríðarlega mikilvægt," sagði Jón Gunnlaugur og nefndi sérstaklega þátt Ólafar Kolbrúnar Ragnarsdóttur í markinu. "Í stöðunni 17-15 fyrir Gróttu breytum við stöðunni í 20-17 okkur í vil. Og það mest megnis Ólöfu að þakka. Hún gjörsamlega lokaði markinu og stóð sig frábærlega í dag. Ég var mjög ánægður með hana. Mér fannst Vera frábær sóknarlega, Ester og Drífa spila eins og þær séu búnar að vera í boltanum í 20 ár," sagði Jón Gunnlaugur og skoraði á Eyjamenn að mæta á fjórða leikinn á fimmtudaginn. "Ákall til Eyjamanna að mæta á þann leik. Ég trúi ekki öðru en að það verði brjáluð þjóðhátíðarstemning," sagði Jón Gunnlaugur að lokum.vísir/valliKári Garðarsson: Ég var ósáttur en handbolti er erfið íþrótta að dæma "Við vorum ekki að spila nægilega vel til að eiga sigur skilið. Fyrri hálfleikur var stirður en við fórum vel í gang í seinni hálfleik. Náðum þá forskoti sem að við vorum að mörgu leiti klaufar að fylgja ekki nógu vel eftir. Við fórum illa með mjög góð færi og hleyptum ÍBV inn í leikinn með því. Svo vorum við bara á hælunum síðustu 10-12 mínúturnar," sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu eftir leikinn. Nú þarf Grótta að sækja sigur til Vestmannaeyja og það er sýnd veiði en ekki gefin. "Það hefur verið markmiðið hingað til þannig að við stefnum áfram að því. Eyjaleikurinn er hvort sem er leikur sem við hefðum þurft að klára þar sem við töpuðum á mánudaginn. Við horfum bara björtum augum á það," sagði Kári en það er margt sem Grótta þarf að laga fyrir þann leik. "Við þurfum að huga að okkar handbolta en við þurfum líka að hafa svolítið meira gaman. Það vantar pínu leikgleði. Það hefur verið aðalsmerki liðsins, leikgleðin hefur skynið úr hverju andliti og þær hafa gaman af því að spila handbolta. Við þurfum að ná í það aftur. Það eru ekki nema nokkrir leikir síðan það var í gangi hjá okkur og hefur verið í allan vetur. Ég hef því litlar áhyggjur af öðru en að það takist," sagði Kári. Kári var oft á tíðum ósáttur við dómara leiksins en um vildi lítið tjá sig um það við blaðamann. "Ég var bara ósáttur en handbolti er erfið íþrótta að dæma. No comment. Segjum það bara."
Olís-deild kvenna Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Sjá meira