Þórður Steinar: Menn eiga hiklaust að fara til Færeyja Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2015 09:30 Þórður Steinar Hreiðarsson. mynd/skjáskot „Við erum vel gíraðir, búnir að æfa stíft og mikið og erum klárir,“ segir Þórður Steinar Hreiðarsson, miðvörður Vals, um komandi tímabili í Pepsi-deildnini við Vísi. Valur, sem varð Reykjavíkurmeistari, féll úr leik í átta liða úrslitum Lengjubikarsins þegar liðið tapaði, 5-1, fyrir Breiðabliki. Valsliðið hefur, fyrir utan þann leik, spilað ágætlega á undirbúningstímabilinu. Það skoraði mest í sínum riðli í Lengjubikarnum og fékk á sig fæst. „Mestmegnis höfum við verið ánægðir en auðvitað hafa einn eða tveir leikir ekki gengið upp,“ segir Þórður Steinar. „Við förum þannig séð vel í gegnum riðlakeppnina en leikurinn á móti Blikum henti öllu á hvolf. Vegna hans getum við ekki verið jafnsáttir og við vorum og þurfum að halda áfram að fínpússa ákveðna hluti.“ „Pabbi vildi nú meina að við værum ekki að spila í þeim eins og við höfum verið að gera. Mér finnst við vera á skemmtiskokki þegar ég horfi á leikinn aftur. Þetta var ljótur skellur en það verður bara að halda áfram,“ segir Þórður Steinar.Ánægðastur með liðsheildina Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í viðtali á dögunum að Valur væri ekki með nógu gott lið til að berjast um Evrópusæti. Þórður tekur í raun undir það og kippir sér ekkert upp við að Fréttablaðið og Vísir spáir Val sjötta sætinu. „Það er í raun og veru ekki hægt að gera neinar stærri kröfur. Við erum með lið eins og FH, KR, Stjörnuna og Breiðablik sem eru búin að bæta öll svakalega við sig. Ég er smá smeykur við þá en hlakka til að mæta þeim,“ segir Þórður, en hvað er hann ánægðastur með hjá liðinu? „Ég er mjög ánægður með liðsheildina og hvernig menn snúa bökum saman og þjappa sér saman þegar svona hlutir eins og gegn Blikum koma fyrir. Það er ekki farið í rifrildi eða leiðindi heldur setjumst við niður og ræðum málin. Við segjum hvað okkur finnst hafa farið úrskeiðis og svo er reynt að laga það á næstu æfingu,“ segir Þórður Steinar.Ævintýri í Færeyjum Þórður Steinar spilaði eitt sumar í Færeyjum með HB í Þórshöfn þegar Kristján Guðmundsson þjálfaði liðið. Hann fylgist enn með gangi mála þar. „Ég fylgist með því á netinu, en ég hef ekki verið nógu duglegur að hringja og horfa. Þetta er svolítið mikið breytt lið og flestir af mínum félögum farnir,“ segir Þórður. „Þetta var frekar furðulegur hópur þegar ég var þarna. Það var einhver smiður sem hafði búið í Danmörku og svo hætti hann þegar hann komst í landsliðið. Hann var bara í einhverju djóki.“ Hann mælir með að allir leikmenn sem vantar meiri spiltíma fari til Færeyjar. „Þetta var ævintýri og ég mæli með að menn geri þetta hiklaust ef þeir eru að leita sér að spiltíma. Alveg hiklaust að fara til Færeyja,“ segir Þórður Steinar Hreiðarsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Sjá meira
„Við erum vel gíraðir, búnir að æfa stíft og mikið og erum klárir,“ segir Þórður Steinar Hreiðarsson, miðvörður Vals, um komandi tímabili í Pepsi-deildnini við Vísi. Valur, sem varð Reykjavíkurmeistari, féll úr leik í átta liða úrslitum Lengjubikarsins þegar liðið tapaði, 5-1, fyrir Breiðabliki. Valsliðið hefur, fyrir utan þann leik, spilað ágætlega á undirbúningstímabilinu. Það skoraði mest í sínum riðli í Lengjubikarnum og fékk á sig fæst. „Mestmegnis höfum við verið ánægðir en auðvitað hafa einn eða tveir leikir ekki gengið upp,“ segir Þórður Steinar. „Við förum þannig séð vel í gegnum riðlakeppnina en leikurinn á móti Blikum henti öllu á hvolf. Vegna hans getum við ekki verið jafnsáttir og við vorum og þurfum að halda áfram að fínpússa ákveðna hluti.“ „Pabbi vildi nú meina að við værum ekki að spila í þeim eins og við höfum verið að gera. Mér finnst við vera á skemmtiskokki þegar ég horfi á leikinn aftur. Þetta var ljótur skellur en það verður bara að halda áfram,“ segir Þórður Steinar.Ánægðastur með liðsheildina Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í viðtali á dögunum að Valur væri ekki með nógu gott lið til að berjast um Evrópusæti. Þórður tekur í raun undir það og kippir sér ekkert upp við að Fréttablaðið og Vísir spáir Val sjötta sætinu. „Það er í raun og veru ekki hægt að gera neinar stærri kröfur. Við erum með lið eins og FH, KR, Stjörnuna og Breiðablik sem eru búin að bæta öll svakalega við sig. Ég er smá smeykur við þá en hlakka til að mæta þeim,“ segir Þórður, en hvað er hann ánægðastur með hjá liðinu? „Ég er mjög ánægður með liðsheildina og hvernig menn snúa bökum saman og þjappa sér saman þegar svona hlutir eins og gegn Blikum koma fyrir. Það er ekki farið í rifrildi eða leiðindi heldur setjumst við niður og ræðum málin. Við segjum hvað okkur finnst hafa farið úrskeiðis og svo er reynt að laga það á næstu æfingu,“ segir Þórður Steinar.Ævintýri í Færeyjum Þórður Steinar spilaði eitt sumar í Færeyjum með HB í Þórshöfn þegar Kristján Guðmundsson þjálfaði liðið. Hann fylgist enn með gangi mála þar. „Ég fylgist með því á netinu, en ég hef ekki verið nógu duglegur að hringja og horfa. Þetta er svolítið mikið breytt lið og flestir af mínum félögum farnir,“ segir Þórður. „Þetta var frekar furðulegur hópur þegar ég var þarna. Það var einhver smiður sem hafði búið í Danmörku og svo hætti hann þegar hann komst í landsliðið. Hann var bara í einhverju djóki.“ Hann mælir með að allir leikmenn sem vantar meiri spiltíma fari til Færeyjar. „Þetta var ævintýri og ég mæli með að menn geri þetta hiklaust ef þeir eru að leita sér að spiltíma. Alveg hiklaust að fara til Færeyja,“ segir Þórður Steinar Hreiðarsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00