Handbolti

ÍBV svaraði fyrir skellinn á Nesinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vera Lopes skoraði sex mörk fyrir ÍBV í dag.
Vera Lopes skoraði sex mörk fyrir ÍBV í dag. vísir/getty
ÍBV jafnaði metin í undanúrslitarimmunni við Gróttu með eins marks sigri, 30-29, í Íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum í dag.

Eyjakonur svöruðu þar með fyrir stórtapið í Hertz-höllinni á fimmtudaginn og einvígið er því komið á byrjunarreit á ný. Staðan er 1-1 en næsti leikur fer fram á mánudaginn.

Leikurinn byrjaði með látum og strax á 3. mínútu fékk Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, línumaður Gróttu, að líta rauða spjaldið fyrir brot á Díönu Dögg Magnúsdóttur.

Eyjakonur nýttu sér fjarveru Önnu og voru lengst af með 3-4 marka forystu í fyrri hálfleik. Gestirnir áttu hins vegar góðan endasprett og staðan var jöfn í hálfleik, 14-14.

Grótta komst yfir í byrjun seinni hálfleiks, 15-16, en það var í fyrsta sinn síðan í stöðunni 0-1.

ÍBV svaraði með 7-1 kafla og náði fimm marka forystu, 22-17. En deildar- og bikarmeistararnir gáfust ekki upp og Guðný Hjaltadóttir jafnaði metin í 25-25 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum.

Eva Björk Davíðsdóttir kom Gróttu svo yfir, 25-26, en Eyjakonur skoruðu fjögur af næstu fimm mörkum leiksins og komust tveimur mörkum yfir, 29-27.

Eva minnkaði muninn í eitt mark en Telma Amado fór tryggði Eyjakonum sigurinn með 30. marki liðsins. Grótta minnkaði muninn aftur í eitt mark, 30-29, þegar 30 sekúndur voru en nær komust Seltirningar ekki.

Ester Óskarsdóttir átti flottan leik í liði og skoraði átta mörk en Vera Lopes kom næst með sex. Eva skoraði mest í liði Gróttu, eða átta mörk.

Mörk ÍBV:

Ester Óskarsdóttir 8, Vera Lopes 6, Díana Dögg Magnúsdóttir 5, Elín Anna Baldursdóttir 4/4, Telma Silva Amado 3, Drífa Þorvalsdsdóttir 2, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1 .

Mörk Gróttu:

Eva Björk Davíðsdóttir 8/2, Lovísa Thompson 6, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 5, Arndís María Erlingsdóttir 3, Eva Margrét Kristinsdóttir 1, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 1/1, Anett Köbli, Guðný Hjaltadóttir 1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1.

Anna Úrsúla lék aðeins í þrjár mínútur í dag.vísir/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×