Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 30-29 | Árni Bragi skaut Aftureldingu í úrslit Anton Ingi Leifsson í N1-höllinni að Varmá skrifar 26. apríl 2015 19:15 Hetjan fagnar. vísir/ernir Afturelding tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í oddaleik liðanna að Varmá í dag, 30-29. Leikurinn var spennandi fyrir allan peninginn, en Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmarkið nokkrúm sekúndum fyrir leikslok. Staðan var jöfn 12-12 í hálfleik, en eftir dramatískar lokamínútur þurfti að framlengja enda staðan 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Árni Bragi Eyjólfsson skoraði jöfnunarmarkið tveimur sekúndum fyrir leikslok. Í framlengingunni reyndust heimamenn örlítið sterkari, en eftir dramatískar lokamínútur var það áðurnefndur Árni Bragi sem reyndist hetjan þegar um fimmtán sekúndur voru eftir af leiknum. Liðin skiptust á að skora í upphafi leiks og þegar rúmar átta mínútur voru búnar var staðan jöfn 3-3. Afturelding skoraði þá og kom sér í tveggja marka forystu. ÍR var þó aldre langt undan, en bæði lið gerðu sig seka um slæm mistök. Sóknarleikurinn oft verið betri sem er skiljanlegt. Mikil spenna og liðið sem myndi tapa var á leið í sumarfrí. Ekki flókið. Afturelding náði í fyrsta skipti þriggja marka forystu þegar rúmar tuttugu mínútur voru búnar, 11-8 og þá fékk maður á tilfinninguna að þeir myndu hægt og rólega síga fram úr. Það var þó ekki raunin. ÍR skoraði næstu þrjú mörk og jafnaði í 11-11. Staðan í hálfleik var svo jöfn 12-12. Afturelding var að klikka mikið af færum meðal annars tveimur vítum og nokkrum dauðafærum. ÍR var að finna Jón Heiðar vel á línunni og hann skilaði fjórum mörkum í fyrri hálfleik. Mikil spenna og andrúmsloftið rafmagnað. Gestirnir úr Breiðholti byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Þeir skoruðu fyrstu þrjú mörk síðari hálfleiks og það var lítið sem ekkert að frétta hjá heimamönnum sem virtust heimamenn heillum horfnir frá fyrri hálfleik. Þeir voru þó ekki af baki brottnir heimamenn og skoruðu næstu þrjú mörk og staðan aftur orðin jöfn 16-16. Baráttan í algleymingi og hitastigið í húsinu um 250 gráður. Sóknarleikur beggja liða var betri í síðari hálfleik. Varnarmenn beggja liða byrjaðir að þreytast enda fór mikið púður í varnarleikinn í fyrri hálfleik. Fjörið var mikið í upphafi síðari hálfleiks og mikið var skorað. Þrátt fyrir að einum fleiri í fjórar mínútur um miðjan hálfleikinn þá gekk heimamönunm erfiðlega að skora og staðan þegar stundarfjórðungur var eftir, 17-19, ÍR í vil. ÍR einfaldlega skellti í lás síðari hluta síðari hálfleiks. Afturelding náði varla skoti á markið. Þeir misstu boltann trekk í trekk og það sem fór á markið varði Svavar Már nánast undantekningarlaust. Hann átti frábæra innkomu í markið. Björgvin Hólmgeirsson virtist ætla tryggja ÍR sigur með marki þremur mínútum fyrir leikslok, en þá kom hann ÍR fjórum mörkum yfir 24-20. Afturelding svaraði með þremur mörkum í röð og spennan undir lokin var óbærileg. Árni Bragi Eyjólfsson jafnaði svo metin þegar ein sekúnda var eftir af venjulegum leiktíma og allt ætlaði um koll að keyra. 25-25 og því þurfti að framlengja. Árni Bragi var ekki hættur. Hann reyndist einnig hetjan í framlengingunni, en hann skoraði sigurmarkið þegar um tuttugu sekúndur voru eftir. Einn ótrúlegasti handboltaleikur þessa leikatímabils lauk með þessum hætti og Afturelding á leið í úrslitaleikinn. Pétur Júníusson og Örn Ingi Bjarkason voru magnaðir í liði Aftureldingu. Þeir skoruðu sitt hvor níu mörkin og Davíð Svansson varði einnig mikilvæga bolta í markinu. ÍR-ingar geta þó sjálfum sér um kennt, en þeir voru eins og áður segir fjórum mörkum yfir þegar um þrjár mínútur voru eftir. Sturla Ásgeirsson var markahæstur gestanna með níu mörk, þar af sjö úr vítum, en Jón Heiðar Gunnarsson skoraði sex mörk. Markverðirnir áttu báðir góðan leik. Afturelding mætir því Haukum, eins og áður segir, í úrslitaleikjunum um Íslandsmeistaratitilinn. Rimma liðanna hefst sjötta maí, en hlé er nú gert á Olís-deildinni vegna landsleikja A-landsliðs karla við Serbíu. Nýliðar á leið í úrslitaleikinn annað árið í röð en ÍBV gerði það eins og frægt er, í fyrra.Árni Bragi: Ég er orðlaus Árni Bragi Eyjólfsson var hetja Aftureldingar þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla eftir eins marks sigur, 30-29, á ÍR í framlengdum oddaleik. „Það er varla hægt að lýsa því með orðum hvernig manni líður,“ sagði Árni alsæll í samtali við Vísi eftir leikinn. „Maður er enn að reyna ná sér niður eftir þetta. Ég er orðlaus, þetta var frábært,“ sagði Árni ennfremur en hann skoraði bæði jöfnunarmark Aftureldingar í venjulegum leiktíma sem og sigurmark liðsins í framlengingunni. „Ég hélt að hann hefði varið skotið þegar ég skoraði jöfnunarmarkið. Við berum allir 100% traust til hvers annars og við uppskerum eftir því,“ sagði Árni en Mosfellingar voru fjórum mörkum undir þegar þrjár mínútur eftir. „Ég veit ekki hversu oft við höfum verið mörgum mörkum undir þegar lítið er eftir. Við gefumst aldrei upp og berjumst alveg fram að lokaflautinu.“ En hvað skóp sigurinn í dag að mati Árna? „Úff, það er svo margt; vörn, markvarsla. Þetta var hörkuleikur milli tveggja góðra liða,“ sagði hornamaðurinn sem hrósaði stuðningsmönnum Aftureldingar sem studdu frábærlega við bakið á sínum mönnum í dag. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þeir eru áttundi maðurinn okkar eins og ég hef sagt áður. Þeir gefa okkur svo mikið.“Jón Heiðar: Líklega minn síðasti handboltaleikur „Þetta er ansi svekkjandi, en þetta er að komast inn. Þetta eru gífurleg vonbrigði," sagði Jón Heiðar í leikslok. „Heilt yfir erum við að spila fínan leik. Þetta eru tvö frábær handboltalið og mikið um mjög góða takta. Við erum betri stóra hluta leiksins og seinni hálfleikurinn var mjög góður." „Við vorum lengi í gang varnarlega, en lokuðum vörninni í síðari hálfleik. Við leiddum í seinni hálfleik, en við erum bara klaufar. Við erum þremur mörkum yfir þegar ein og hálf mínúta er eftir." „Við fórum dálítið á taugum sóknarlega. Við misstum boltann þrisvar á skömmum tíma og það ræður úrslitum. Við gefum þeim þetta á silfurfati," en hvað gerðist í síðastu sókninni þegar boltinn var dæmdur af ÍR? „Hann dæmir leiktöf. Þetta er dálítið umdeildur dómur. Við vorum búnir að vera í tuttugu sekúndur í sókn og Sturla fer í árás. Við héldum að það hafi verið brotið á honum, en það var ekkert dæmt." „Í staðinn fer höndin upp og þetta gerist allt rosalega hratt. Ég á eftir að sjá þetta á myndbandi, en mér fannst þetta ansi harður dómur. Það er ekki við það að sakast. „Við erum bara klaufar og klúðruðum þessu í síðustu sóknunum án þess að gera lítið úr Aftureldingu. Þetta eru bara tvö frábær lið." ÍR kom mörgum á óvart með því að fara eins langt og raunin var. Hann segir að markmiðið hafi alltaf verið að verða Íslandsmeistarar. „Markmiðið var að fara alla leið og verða Íslandsmeistarar. Ég á eftir að verða Íslandsmeistari, en búinn að vinna flest annað. Menn spáðu okkur fyrst sjötta sæti, spáðu að við myndum detta út fyrir Akureyri og svo detta út fyrir Aftureldingu." „Menn hafa ekki haft mikla trú á okkur, en ég er gífurlega ánægður með hópinn. Við erum hársbreidd frá því að fara í úrslit, en heilt yfir erum við að spila yfir væntingum annara." „Þetta var líklega minn síðasti handboltaleikur og að sjálfsögðu hefði það verið skemmtilegra að klára þetta með sigri," sagði þessi frábæri línumaður að lokum.Einar Andri: Þessi lokasókn hlýtur að fara í sögubækurnar „Þetta var ótrúlegt. Maður er ennþá að átta sig á því sem gerðist," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, við Vísi í leikslok. „Leikurinn var nánast tapaður. Þegar þrjár mínútur voru eftir vorum við þremur undir og tveggja marka munur þegar ein og hálf mínúta var eftir." „Karakterinn í þessum gaurum er ódrepandi og viljinn til þess að vinna. Þetta var ótrúlegt." Hvað fór í gegnum hugann á Einari Andra þegar ÍR var með boltann og 30 sekúndur til leiksloka? „Bara hvernig við gætum mögulega unnið boltann því höndin var ekki komin upp og þeir voru ekki að sækja á markið. Ég veit ekki hvað gerðist, hvernig þeir unnu boltann." „Ég sá bara að Árni greip boltann og negldi honum inn lengst utan af velli og þetta hlýtur að fara í sögubækurnar þessi lokasókn," en er þetta skemmtilegasti leikur sem Einar Andri hefur tekið þátt í? „Ég veit það nú ekki, en þetta var með meiri dramatík sem maður hefur tekið þátt í. Stemningin á pöllunum er engu lagi lík." „Það eru tvö lið eftir og annað verður Íslandsmeistari. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að það verði Afturelding," sagði þessi frábæri þjálfari að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Afturelding tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í oddaleik liðanna að Varmá í dag, 30-29. Leikurinn var spennandi fyrir allan peninginn, en Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmarkið nokkrúm sekúndum fyrir leikslok. Staðan var jöfn 12-12 í hálfleik, en eftir dramatískar lokamínútur þurfti að framlengja enda staðan 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Árni Bragi Eyjólfsson skoraði jöfnunarmarkið tveimur sekúndum fyrir leikslok. Í framlengingunni reyndust heimamenn örlítið sterkari, en eftir dramatískar lokamínútur var það áðurnefndur Árni Bragi sem reyndist hetjan þegar um fimmtán sekúndur voru eftir af leiknum. Liðin skiptust á að skora í upphafi leiks og þegar rúmar átta mínútur voru búnar var staðan jöfn 3-3. Afturelding skoraði þá og kom sér í tveggja marka forystu. ÍR var þó aldre langt undan, en bæði lið gerðu sig seka um slæm mistök. Sóknarleikurinn oft verið betri sem er skiljanlegt. Mikil spenna og liðið sem myndi tapa var á leið í sumarfrí. Ekki flókið. Afturelding náði í fyrsta skipti þriggja marka forystu þegar rúmar tuttugu mínútur voru búnar, 11-8 og þá fékk maður á tilfinninguna að þeir myndu hægt og rólega síga fram úr. Það var þó ekki raunin. ÍR skoraði næstu þrjú mörk og jafnaði í 11-11. Staðan í hálfleik var svo jöfn 12-12. Afturelding var að klikka mikið af færum meðal annars tveimur vítum og nokkrum dauðafærum. ÍR var að finna Jón Heiðar vel á línunni og hann skilaði fjórum mörkum í fyrri hálfleik. Mikil spenna og andrúmsloftið rafmagnað. Gestirnir úr Breiðholti byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Þeir skoruðu fyrstu þrjú mörk síðari hálfleiks og það var lítið sem ekkert að frétta hjá heimamönnum sem virtust heimamenn heillum horfnir frá fyrri hálfleik. Þeir voru þó ekki af baki brottnir heimamenn og skoruðu næstu þrjú mörk og staðan aftur orðin jöfn 16-16. Baráttan í algleymingi og hitastigið í húsinu um 250 gráður. Sóknarleikur beggja liða var betri í síðari hálfleik. Varnarmenn beggja liða byrjaðir að þreytast enda fór mikið púður í varnarleikinn í fyrri hálfleik. Fjörið var mikið í upphafi síðari hálfleiks og mikið var skorað. Þrátt fyrir að einum fleiri í fjórar mínútur um miðjan hálfleikinn þá gekk heimamönunm erfiðlega að skora og staðan þegar stundarfjórðungur var eftir, 17-19, ÍR í vil. ÍR einfaldlega skellti í lás síðari hluta síðari hálfleiks. Afturelding náði varla skoti á markið. Þeir misstu boltann trekk í trekk og það sem fór á markið varði Svavar Már nánast undantekningarlaust. Hann átti frábæra innkomu í markið. Björgvin Hólmgeirsson virtist ætla tryggja ÍR sigur með marki þremur mínútum fyrir leikslok, en þá kom hann ÍR fjórum mörkum yfir 24-20. Afturelding svaraði með þremur mörkum í röð og spennan undir lokin var óbærileg. Árni Bragi Eyjólfsson jafnaði svo metin þegar ein sekúnda var eftir af venjulegum leiktíma og allt ætlaði um koll að keyra. 25-25 og því þurfti að framlengja. Árni Bragi var ekki hættur. Hann reyndist einnig hetjan í framlengingunni, en hann skoraði sigurmarkið þegar um tuttugu sekúndur voru eftir. Einn ótrúlegasti handboltaleikur þessa leikatímabils lauk með þessum hætti og Afturelding á leið í úrslitaleikinn. Pétur Júníusson og Örn Ingi Bjarkason voru magnaðir í liði Aftureldingu. Þeir skoruðu sitt hvor níu mörkin og Davíð Svansson varði einnig mikilvæga bolta í markinu. ÍR-ingar geta þó sjálfum sér um kennt, en þeir voru eins og áður segir fjórum mörkum yfir þegar um þrjár mínútur voru eftir. Sturla Ásgeirsson var markahæstur gestanna með níu mörk, þar af sjö úr vítum, en Jón Heiðar Gunnarsson skoraði sex mörk. Markverðirnir áttu báðir góðan leik. Afturelding mætir því Haukum, eins og áður segir, í úrslitaleikjunum um Íslandsmeistaratitilinn. Rimma liðanna hefst sjötta maí, en hlé er nú gert á Olís-deildinni vegna landsleikja A-landsliðs karla við Serbíu. Nýliðar á leið í úrslitaleikinn annað árið í röð en ÍBV gerði það eins og frægt er, í fyrra.Árni Bragi: Ég er orðlaus Árni Bragi Eyjólfsson var hetja Aftureldingar þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla eftir eins marks sigur, 30-29, á ÍR í framlengdum oddaleik. „Það er varla hægt að lýsa því með orðum hvernig manni líður,“ sagði Árni alsæll í samtali við Vísi eftir leikinn. „Maður er enn að reyna ná sér niður eftir þetta. Ég er orðlaus, þetta var frábært,“ sagði Árni ennfremur en hann skoraði bæði jöfnunarmark Aftureldingar í venjulegum leiktíma sem og sigurmark liðsins í framlengingunni. „Ég hélt að hann hefði varið skotið þegar ég skoraði jöfnunarmarkið. Við berum allir 100% traust til hvers annars og við uppskerum eftir því,“ sagði Árni en Mosfellingar voru fjórum mörkum undir þegar þrjár mínútur eftir. „Ég veit ekki hversu oft við höfum verið mörgum mörkum undir þegar lítið er eftir. Við gefumst aldrei upp og berjumst alveg fram að lokaflautinu.“ En hvað skóp sigurinn í dag að mati Árna? „Úff, það er svo margt; vörn, markvarsla. Þetta var hörkuleikur milli tveggja góðra liða,“ sagði hornamaðurinn sem hrósaði stuðningsmönnum Aftureldingar sem studdu frábærlega við bakið á sínum mönnum í dag. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þeir eru áttundi maðurinn okkar eins og ég hef sagt áður. Þeir gefa okkur svo mikið.“Jón Heiðar: Líklega minn síðasti handboltaleikur „Þetta er ansi svekkjandi, en þetta er að komast inn. Þetta eru gífurleg vonbrigði," sagði Jón Heiðar í leikslok. „Heilt yfir erum við að spila fínan leik. Þetta eru tvö frábær handboltalið og mikið um mjög góða takta. Við erum betri stóra hluta leiksins og seinni hálfleikurinn var mjög góður." „Við vorum lengi í gang varnarlega, en lokuðum vörninni í síðari hálfleik. Við leiddum í seinni hálfleik, en við erum bara klaufar. Við erum þremur mörkum yfir þegar ein og hálf mínúta er eftir." „Við fórum dálítið á taugum sóknarlega. Við misstum boltann þrisvar á skömmum tíma og það ræður úrslitum. Við gefum þeim þetta á silfurfati," en hvað gerðist í síðastu sókninni þegar boltinn var dæmdur af ÍR? „Hann dæmir leiktöf. Þetta er dálítið umdeildur dómur. Við vorum búnir að vera í tuttugu sekúndur í sókn og Sturla fer í árás. Við héldum að það hafi verið brotið á honum, en það var ekkert dæmt." „Í staðinn fer höndin upp og þetta gerist allt rosalega hratt. Ég á eftir að sjá þetta á myndbandi, en mér fannst þetta ansi harður dómur. Það er ekki við það að sakast. „Við erum bara klaufar og klúðruðum þessu í síðustu sóknunum án þess að gera lítið úr Aftureldingu. Þetta eru bara tvö frábær lið." ÍR kom mörgum á óvart með því að fara eins langt og raunin var. Hann segir að markmiðið hafi alltaf verið að verða Íslandsmeistarar. „Markmiðið var að fara alla leið og verða Íslandsmeistarar. Ég á eftir að verða Íslandsmeistari, en búinn að vinna flest annað. Menn spáðu okkur fyrst sjötta sæti, spáðu að við myndum detta út fyrir Akureyri og svo detta út fyrir Aftureldingu." „Menn hafa ekki haft mikla trú á okkur, en ég er gífurlega ánægður með hópinn. Við erum hársbreidd frá því að fara í úrslit, en heilt yfir erum við að spila yfir væntingum annara." „Þetta var líklega minn síðasti handboltaleikur og að sjálfsögðu hefði það verið skemmtilegra að klára þetta með sigri," sagði þessi frábæri línumaður að lokum.Einar Andri: Þessi lokasókn hlýtur að fara í sögubækurnar „Þetta var ótrúlegt. Maður er ennþá að átta sig á því sem gerðist," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, við Vísi í leikslok. „Leikurinn var nánast tapaður. Þegar þrjár mínútur voru eftir vorum við þremur undir og tveggja marka munur þegar ein og hálf mínúta var eftir." „Karakterinn í þessum gaurum er ódrepandi og viljinn til þess að vinna. Þetta var ótrúlegt." Hvað fór í gegnum hugann á Einari Andra þegar ÍR var með boltann og 30 sekúndur til leiksloka? „Bara hvernig við gætum mögulega unnið boltann því höndin var ekki komin upp og þeir voru ekki að sækja á markið. Ég veit ekki hvað gerðist, hvernig þeir unnu boltann." „Ég sá bara að Árni greip boltann og negldi honum inn lengst utan af velli og þetta hlýtur að fara í sögubækurnar þessi lokasókn," en er þetta skemmtilegasti leikur sem Einar Andri hefur tekið þátt í? „Ég veit það nú ekki, en þetta var með meiri dramatík sem maður hefur tekið þátt í. Stemningin á pöllunum er engu lagi lík." „Það eru tvö lið eftir og annað verður Íslandsmeistari. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að það verði Afturelding," sagði þessi frábæri þjálfari að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira