Afnám gjaldeyrishafta áhættusamara samhliða miklum launahækkunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. apríl 2015 19:05 Afnám fjármagnshaftanna gæti orðið áhættusamara ef mjög miklar launahækkanir verða á öllum vinnumarkaðnum. Þetta segir seðlabankastjóri og að hækkununum myndi fylgja aukin verðbólga og vaxtahækkanir. Þeim hefur fjölgað hratt síðustu vikur kjaradeilunum sem komnar eru á borð ríkissáttasemjara. Á annað hundrað kjarasamningar bæði á almenna og opinbera markaðnum eru lausir um þessar mundir. Mikið ber á milli í mörgum deilunum þar sem launafólk vill sjá ríflegar launahækkanir jafnvel upp á tugi prósenta en atvinnurekendur og ríkið hafa lítið boðið umfram 3,5% launahækkanir. Seðlabankinn óttast að gangi kröfur um miklar launahækkanir eftir og nái þær til stórs hluta vinnumarkaðarins sé hætta á að verðbólgan fari af stað. „Náttúrulega ef það verða mjög miklar launahækkanir yfir allan vinnumarkaðinn. Þá er ég ekki að tala um einstakir hópir eða eitthvað því um líkt. Yfir allan vinnumarkaðinn og upp og niður allan launastigann einhverjar tveggja stafa tölur. Þá er öllum ljóst að þá fer náttúrulega verðbólgan af stað og við munum þurfa að bregðast við með því að hækka vexti,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Mikil hækkun launakostnaðar er einnig til þess fallin að grafa undan efnahagsbatanum og hafa slæm áhrif á áform um losun fjármagnshafta. Már segir hækkun vaxta bankans koma til með að hafa áhrif á gengi krónunnar. „Þá hækkar raungengið það grefur undan, allavega um hríð, grefur undan viðskipta afgangnum. Líka innlend eftirspurn eykst vegna þess auðvitað kaupmátturinn tímabundið er að aukast og það grefur líka undan honum og ef að viðskiptaafgangurinn sveiflast yfir í viðskiptahalla þá verður afnám fjármagnshafta áhættusamara,“ segir Már Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Afnám fjármagnshaftanna gæti orðið áhættusamara ef mjög miklar launahækkanir verða á öllum vinnumarkaðnum. Þetta segir seðlabankastjóri og að hækkununum myndi fylgja aukin verðbólga og vaxtahækkanir. Þeim hefur fjölgað hratt síðustu vikur kjaradeilunum sem komnar eru á borð ríkissáttasemjara. Á annað hundrað kjarasamningar bæði á almenna og opinbera markaðnum eru lausir um þessar mundir. Mikið ber á milli í mörgum deilunum þar sem launafólk vill sjá ríflegar launahækkanir jafnvel upp á tugi prósenta en atvinnurekendur og ríkið hafa lítið boðið umfram 3,5% launahækkanir. Seðlabankinn óttast að gangi kröfur um miklar launahækkanir eftir og nái þær til stórs hluta vinnumarkaðarins sé hætta á að verðbólgan fari af stað. „Náttúrulega ef það verða mjög miklar launahækkanir yfir allan vinnumarkaðinn. Þá er ég ekki að tala um einstakir hópir eða eitthvað því um líkt. Yfir allan vinnumarkaðinn og upp og niður allan launastigann einhverjar tveggja stafa tölur. Þá er öllum ljóst að þá fer náttúrulega verðbólgan af stað og við munum þurfa að bregðast við með því að hækka vexti,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Mikil hækkun launakostnaðar er einnig til þess fallin að grafa undan efnahagsbatanum og hafa slæm áhrif á áform um losun fjármagnshafta. Már segir hækkun vaxta bankans koma til með að hafa áhrif á gengi krónunnar. „Þá hækkar raungengið það grefur undan, allavega um hríð, grefur undan viðskipta afgangnum. Líka innlend eftirspurn eykst vegna þess auðvitað kaupmátturinn tímabundið er að aukast og það grefur líka undan honum og ef að viðskiptaafgangurinn sveiflast yfir í viðskiptahalla þá verður afnám fjármagnshafta áhættusamara,“ segir Már
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48